Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 59

Morgunn - 01.12.1981, Page 59
153 „ÚR HEIMI VÍSINDANNA11 Eins og áður sagði nutu risaeðlurnar lífsins óralangan tíma. En svo hurfu þær af sjónarsviðinu, greyin, og það hefur verið vitað alllengi, að þær kvöddu skjótt. Hvað kom fyrir? Geimslys Ýmsar kenningar hafa verið uppi um meginorsök þess, að risaeðlurnar dóu svo skyndilega út. Voru það drep- sóttir, eyðing gróðurs eða veðurfarsbreytingar? Fræði- menn hafa ekki getað sætst á skýringu, enda er margs að gæta, t.d. þeirrar vitneskju, að það var fleira i jurta- og dýraríkinu en risaeðlurnar, sem fór forgörðum i lok Krítar- tímabilsins fyrir um það bil 65 milljónum ára. Næstliðin 10—15 ár hafa rannsóknir allmargra vísinda- manna viðs vegar um heim verið smám saman að renna stoðum undir nýstárlega kenningu: smástirni varð á vegi jarðarinnar fyrir 65 milljónum ára og varð úr því harka- legur árekstur. Varð hann smástirninu að aldurtila með því að það splundraðist, er það small á jörðina með ógn- arhraða. Svo var hraðinn á smástirninu mikill og krafturinn, að hafið svettist upp eins og trampað væri í drullupolli, fjall- háar flóðbylgjur mynduðust, jarðlög moluðust við höggið mikla, og hitnuðu. Björg þeyttust himinhátt við sprenginguna, ægilegar loftbylgjur fóru um jörðina og rotuðu dauðhrædd dýrin, allt lék á reiðiskjálfi — og síðast en ekki síst steig rykský upp úr sárinu, kvörnuð jarðlögin orðin að sandi og ögnum, sem berast með loftstraumum um alla jörð. Rykskýið, ef til vill sextíu sinnum efnismeira en smá- stirnið sem olli uslanum, dró síðan fyrir sýn til lífgjafans, sólarinnar. Myrkrið var algert, sólin skein á við einn tíunda af tunglskini á heiðum himni — og þannig liðu áratugir. Undir þessu dimma skýi sem sveipar land og haf galt lífið afhroð, áramilljóna þróun var stöðvuð, lífsvið jarð-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.