Morgunn - 01.12.1981, Síða 63
157
„Úll HEIMI VÍSINDANNA"
læknisfræðinnar og hérlendis hefur hún gengið undir nafn-
inu heilavatnssýki (hydrocephalus internus á latínu). Oft-
ast hefur hún verið tengd alvarlegum ágöllum, skertri
skynjun, lömun og öðrum sorglegum afleiðingum. Það þótti
því skjóta skökku við, þegar menn urðu þess áskynja, að
sumt fólk haldið heilavatnssýki reyndist heilbrigt og standa
öðrum jafnfætis við nám og störf.
Enskur sérfræðingur í barnasjúkdómum og taugasjúk-
dómum, John Lorber að nafni og prófessor í Sheffield, hef-
ur kannað hundruð sjúklinga, sem hafa veikina. Lorber
hafði um skeið rannsakað sjúklinga með meðfæddan ágalla
í taugavef efst í mænunni (spina bifida), en flestir sjúkling-
anna reyndust líka þjást af heilavatnssýki. Nýlega var sagt
frá rannsóknum Lorbers í bandaríska tímaritinu Science.
Margt er enn á huldu um uppruna heilavatnssýkinnar,
en víst er þó, að hér er um að ræða hindrun á eðlilegri
rás heila- og mænuvökva um heilahólfin, sem er kerfi
smáganga og útskota neðarlega í heilanum. Þrýstingur
virðist myndast og mun hann þenja svo út heilahólfin, að
þau stækka margfaldlega: heilavefurinn ýtist upp og til
hliðar og klemmist upp að höfuðkúpunni. 1 smábörnum
teygist á meyrri höfuðkúpunni, svo að höfuðið verður
óeðlilega stórt. Við útþensluna og þrýstinginn skemmist
heilavefurinn og hefur það eins og gefur að skilja oft
örkuml í för með sér.
Heilavefur til vara
Það sem hins vegar kemur á óvart er eins og áður sagði,
hversu margir virðast geta komist hjá því að veikjast
við þetta lævíslega tilræði innan frá. John Lorber og sam-
starfsmenn hans hafa rannsakað fleiri en 600 sjúklinga.
Þeim er skipt í flokka eftir því, hve mikið rúm heilahóifin,
full af vökva, taka af höfuðkúpunni: fólk með heilahólf
í smærra lagi; fólk með heilahólf sem eru 50 til 70 prósent
af höfuðkúpunni; næsti flokkur er 70 til 90 prósent; —