Morgunn - 01.12.1981, Page 74
I. Nýjar aðferðir við rannsóknir
Ýmsar áhrifamiklar breytingar hafa öðru hverju átt sér
stað i sálarrannsóknum. Miðlastarfsemi var mest áberandi
í upphafi og hefur raunar verið það sums staðar allt til
þessa dags. En aðferðir, er Bandaríkjamaðurinn J.B. Rhine
notaði fyrst í stórum stíl, þóttu brjóta blað í sögu sálar-
rannsókna. Þetta voru tölfræðilegar aðferðir og er við þær
stuðst, þegar leitað er að fylgni og samhengi í miklum
fjölda mælinga. Viðhorf og verk Rhines og samverka-
manna hans voru talin það nýstárleg, að sálarrannsóknir
(phychical resarch) voru upp frá því nefndar nýju nafni:
dulsálarfræði (parapcychology).
Dr. Rhine kom fram á sjónarsviðið fyrir um það bil
hálfri öld og hafði gífurleg áhrif. Sægur manna hefur
notað starfsaðferðir hans, tölfræðina þar, sem reynt er að
finna líkur á því, að fjarsýni og önnur dulræn fyrirbæri
hafi átt sér stað. Rannsóknastofnanir voru víða settar
á laggirnir og æ fleiri bættust í hópinn sem voru læri-
sveinar Rhines eða höfðu tamið sér vísindalegar aðferðir
hans.
Margir urðu hrifnir af strangvísindalegum kröfum dul-
sálarfræðinnar og eygðu þar von til þess að skýra mætti
dulræn fyrirbæri. Útgáfa tímarits hófst um miðjan fjórða
áratuginn, ársfjórðungsrit, og hefur þar margt forvitni-
legt birst um dagana. Ég gerðist áskrifandi árið 1958 og
naut margra góðra greina í ritinu um tuttugu ára skeið
og sjálfsagt er vel gluggandi í það enn þann dag i dag.