Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 75

Morgunn - 01.12.1981, Side 75
RITSTJÓRARABB 169 Tímaritið nefnist Journal of Parapsychology og er gefið út í Durham í Norður-Carolina, en þar í borg var stofnun dr. Rhines og þar vann frumkvöðullinn afrek sín. 1 tímaritinu er sagt skilmerkilega frá tilraunum dul- sálarfræðinga og ályktunum þeirra, en auk þess birtast vangaveltur um stöðu dulsálarfræðinnar og yfirlitsgrein- ar um tengsl þessara fræða við heimspeki og annað skylt. Stuttir ritdómar eru í tímaritinu og stundum eiga sér stað fróðleg orðaskipti um ágreiningsefni. Annað fræðirit má nefna, en það er tímarit bandaríska sálarrannsóknafélagsins, The Journal of the American Society for Psychical Research. Nokkuð er það líkt fyrr- nefnda ritinu, en sennilega þætti flestum það girnilegra til lestrar en hitt ritið, enda er fjallað þar meira um rann- sóknir á ósjálfráðum fyrirbærum. Fleiri tímarit koma út sem hér verða ekki gerð að um- talsefni, en þau tvö sem að ofan gat hafa löngum þótt kröfuhörð við höfunda og notið álits dulsálarfræðinga og annarra áhugamanna. Hinar tölfræðilegu aðferðir Rhines og arftaka hans fengu miklu til leiðar komið og hafa sett svip sinn á vís- indalegar sálarrannsóknir æ síðan. En alllangt er síðan fleiri aðferðir komu til sögunnar. Ýmis konar lífeðlisfræði- leg mælitæki voru notuð við tilraunir og var t.d. reynt að finna, hvort lífeðlisfræðilegar breytingar ættu sér stað í líkamanum um leið og reynt var að beita fjarskyggni. Yfirleitt má segja, að slíkar tilraunir komist nær kjarna málsins en tölfræðilegar aðferðir, sem oft geta ekki leitt annað í ljós en grun um óljóst samhengi hlutanna. Fjarri fer þó, að lífeðlisfræðilegar tilraunir hafi borið nógu mik- inn árangur til að ógna traustum sessi tölfræðinnar í dul- sálarfræðinni — hvað sem síðar verður. Síðast en ekki síst get ég vaxandi áhuga eðlisfræðinga á dulrænum fyrirbærum. Sagt hefur verið að það sé sú stétt manna, sem besta skólun hefur fengið til að íhuga af alvöru ótrúlegar mælingar og ankanalegar niðurstöður.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.