Morgunn - 01.12.1981, Page 82
176
MORGTJNN
rýni og betrumbætur koma þó raunar í smávægilegum
skömmtum miðað við meginstefnuna, sem tekur svo hæg-
um breytingum, að erfitt er jafnvel fyrir lærða sagnfræð-
inga að koma auga á þær. Kirkjan er eins og Kína —
hvað sem á dynur í því landi með nýjum valdhöfum og
nýju kerfi, sem komið er á og líður undir lok, eru Kínverjar
alltaf Kínverjar, þúsundmilljónahöfðaþjóð með forna og
trausta skoðun á lífinu og tilverunni. Þúsund ár vega
þar þungt — og einnig hér í þúsund ára kirkju.
Islenska kirkjan — Islendingar — eignuðust nýjan
biskup á árinu 1981. Þeir þökkuðu þeim sem fór og heils-
uðu þeim sem kom. Morgunn tekur undir þær kveðjur
og óskar jafnframt fráfarandi biskupi, Sigurbirni Einars-
syni, alls góðs í framtíðinni og herra Pétri Sigurgeirssyni
farsældar í starfi sínu fyrir íslenska kirkju, land og þjóð.
IX. Endurskoðun
Á skrifstofu Sálarrannsóknafélags Islands, sem er til
húsa í Reykjavík, eru þrjár spjaldskrár. Ein er skrá um
félaga í Sálarrannsóknafélaginu, önnur er skrá um áskrif-
endur að Morgni, en hin þriðja nefnir þá sem eru hvort-
tveggja, félagar og áskrifendur. Eðlilegt er að gera grein-
armun, því að félagið starfar einungis í Reykjavík, en
Morgunn fer um land allt. Þar við bætist, að sumir reyk-
vískir félagar hafa eins og gengur og gerist lítinn áhuga
á tímaritinu eða sjá það annars staðar.
Það eru sem sagt ekki alger, órjúfanleg tengsl milli
félags og blaðs, en samt sem áður geri ég það að tillögu
minni, að félögin víðs vegar um landið geri sér mat úr
efninu í Morgni með því t.d að taka öðru hverju til um-
ræðu greinar úr nýjustu heftum tímaritsins. Það efldi
væntanlega félagslífið og kæmi þá jafnframt í Ijós smám
saman álit manna á ritinu og hverjar óskir lesendur
hefðu um efnivið.
Stefnt er að fjölbreytni í vali efnis og auknu mynd-