Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 87

Morgunn - 01.12.1981, Page 87
FRÁ FÉLÖGUNUM 181 Frá Sálarrannsóknafélagi Skagafjarðar Á aðalfundi Sálarrannsóknafélags Skagafjarðar, sem haldinn var á Sauðárkróki 15. apríl 1980, var frú Ragn- heiður Ölafsdóttir í Glaumbæ kosin formaður félagsins og aðrir í stjórn voru kosnir þau Sr. Ágúst Sigurðsson, Alda Ellertsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir og Guttormur Óskars- son. Á þessu tímabili hafa verið haldnir 5 stjórnarfundir og efnt hefur verið til tveggja almennra funda, sem hafa verið vel sóttir. Erfiðlega hefur gengið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fá miðla til að starfa fyrir félagið. En 8. nóvember 1980 kom Einar Jónsson lækningamiðill á Ein- arsstöðum á vegum félagsins og dvaldi í 4 daga á Sauð- árkróki. Kom fram svo mikill áhugi félagsmanna að ná fundi Einars að ekki komust allir að sem vildu. 1 júnímán- uði sl. var Sálarrannsóknafélagið í Skagafirði svo heppið að geta fengið Einar Jónsson aftur til starfa í nokkra daga fyrir félagið. Sálarrannsóknafélagið í Skagafirði vill hér með flytja Einari hugheilar, hjartans þakkir fyrir komur sínar hingað og fyrir sína kunnu alúð og hjartahlýju sem aldrei bregst. I desember 1981, Guttormur Óskarsson, ritari. --------------------------------------------------------N Athugið: Sálarransóknafélögin eru hvött til að senda MORGNI stuttar fréttir af starfsemi sinni. Ritstjóri j

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.