Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 18

Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 18
KENNINGAR SILVER BIRCH MORGUNN En þó að þið munið þetta ekki núna þá er ekki neinu af því nokkurn tíma kastað á glæ. Sp.: Attu við að minningin um þessa reynslu muni hjálpa okkur þegar við komum yfir um? Sv.: Já, engu er á glæ kastað. Lögmálið er fullkomið. Þau okkar sem lifað hafa í mörg ár dáumst að fullkomleika lög- málsins og þegar við heyrum heilatetrin í ykkar heimi gagn- rýna hinn mikla anda þá hugsum við: En hvað þau vita lítið! Því minna sem þau vita, þeim mun meira tala þau. Sp.: Er margt af fólkinu í einhverju starfi á meðan það sefur eða eru heimsóknirnar eingöngu notaðar til undirbúnings æðra starfi? Sv.: Sum ykkar starfa vegna þess að til eru margir sem þið getið hjálpað á meðan þið sofið. En venjulega er um undirbún- ing að ræða. Það er farið með ykkur á þessa staði sem munu verða til þess að hjálpa ykkur þegar þið yfirgefið heim efnisins. Ef það væri ekki gert þá myndi áfallið af því að koma úr einni tíðni yfir á aðra verða svo mikið að það tæki ykkur langan tíma að ná ykkur aftur. Þetta er þess vegna auðveldara fyrir þá sem hafa þekkinguna þegar þeir koma yfir í okkar veröld. Aðrir verða að sofa og hvílast í langan tíma þar til þeir geta aðlagast. Ef þið hafið vitneskjuna þá hverfið þið frá einu ástandi yfir í annað og þið eruð ykkur meðvituð um hið nýja líf. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta alveg eins og að opna dyr og koma út í sólskinið. Þið verðið að venjast ljósinu. Þau sem ekki hafa þekkinguna myndu þurfa að hvílast í langan tíma til þess að ná sér eftir umskiptin. Það er alveg eins og hjá barni í heiminum hjá ykkur. Það verður að þreifa sig áfram. Þið komið samt til með að muna eftir reynslu ykkar en þó frekar eftir því sem þið munið draumana betur. Engu er varpað fyrir róða, hvorki í ykkar heimi eða mínum. Munið það alltaf. Sérhver hugsun, athöfn og þrá eftir því að þjóna og sem stígur frá hjarta ykkar hjálpar einhverjum ein- hvers staðar. Alltaf, þegar þráin er til staðar þá laðið þið að ykkur þá sem geta hjálpað. Sp.: Þegar fólk deyr án þess að hafa skilning á þessum mál- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.