Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 30

Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 30
DULRÆN REYNSLA MORGUNN eins og hún vildi ekki að ég „sæi“ hana. Þá tók hún barnið og fór. Mig langar að skrifa nokkrar línur um atburð sem átti sér stað þegar ég var 12-13 ára. Þetta var um mitt sumar og hey- skapur í fullum gangi. Ég bjó þá að bæ sem heitir Litli-Kambur ásamt móður minni og bóndanum á bænum. Ég lá uppi í rúmi og var að lesa bók um Morgan Kane þar sem mér þótti gaman að þeim bókum. Ég las við lítinn lampa sem stóð á náttborði við rúmið mitt. Klukkan var sennilega langt gengin í eitt og allir gengnir til náða þar sem að vinnudagur var að morgni. Allt í einu hrökk ég upp frá miðjum skotbardaga Morgans við að hurðin opnast harkalega. Fullorðinn maður gekk inn stór- um skrefum. Hann var um áttrætt, bláleitur í andliti og allt um- hverfis hann, með hvítt hár og mikið sítt skegg. Annað augað var dálítið skrítið og það hvarflaði að mér að hann væri ein- eygður. Hann var í bláum slitnum mikið bættum samfesting. Andlitið var stórskorið og nefið stórt og mikið, svipmikill og þrekvaxinn maður. Hann veitti mér enga athygli en mér virtist hann ganga í gegnum borðlampann og hverfa síðan. Ég hafði veitt því sérstaka athygli að hurðin líkt og tvöfaldaðist eins og ljósblá ára hurðarinnar opnaðist þó hin jarðneska væri lokuð. Ég var furðu lostinn yfir þessari sýn þar sem ég hef aldrei séð svo skýra mannsmynd, þó hef ég séð bæði menn og dýr. Daginn eftir sagði ég bóndanum frá þessari sýn og svaraði hann því til að lýsingin væri af afa hans og hann hefði verið eineygður. Þeir voru að því mér hefur verið sagt mjög nánir vinir á meðan gamli maðurinn lifði. Árið 1987 að vetrarlagi skeði eftirfarandi atburður sem ég hef enga skýringu á. Ég bjó í einu litlu herbergi og lá í rúmi mínu. Allt í einu kom drengur gegnum vegginn og þegar hann varð þess var að ég sá hann fór hann undir rúm. Ég reyndi að tala við hann en hann virtist feiminn. Ég reyndi að ná í hann og mér til mikillar furðu fór ég hálfur út úr líkamanum. Ég greip um fótinn á honum en hann streittist á móti svo ég sleppti hon- um og fór að sofa. Ég varð var við hann í nokkur kvöld svo liðu dagar en eina nótt kom hann í draumi og bað mig að koma með sér. Mér fannst ég fara úr líkamanum og fara gegnum vegginn 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.