Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Blaðsíða 7

Morgunn - 01.12.1991, Blaðsíða 7
morgunn RITSTJORARABB þess, sú ósk þarf einungis að koma innan frá. Og það er síður en svo fráleitt að þeir sem kannski mest afneita spíritískum málum á meðan þeir dvelja í efninu geti orðið einhverjir bestu bandamenn þeirra eftir að yfir kemur og upp rennur fyrir þeim ljós. Og ekki þurfum við spíritistar að hafa áhyggjur af því að allir menn, hverju nafni sem þeir nefnast, komist ekki að því fyrr eða síðar, hvað var rétt og hvað ekki í þessum efnum. Að því kemur að sjálfsögðu hjá öllum. Verkefnið er hinsvegar og engu að síður, að gera öllum ljóst sem vita vilja, að líf er eftir þetta líf, að aðskilnaðurinn er tímabundinn, að lífið á jörðinni er skóli, oft á tíðum erfiður skóli, en líka oft léttur og skemmtilegur, og sem mun síðar veita okkur uppskeru eins og við sáum í daglegum kennslustundum hans. Slík vitneskja og vissa, hvernig sem hún er fengin, hlýtur að létta mörgum byrðina, því skilningur veitir frelsi, óvissa og tilfinning um óréttlæti er þung byrði. Stundum heyrir maður um nánast ótrúleg próf og raunir sem fólk þarf að ganga í gegnum. Sum standa stutt og önnur lengur. Margir sýna fádæma hetjuskap og þrautseigju í andstreyminu, aðrir kannski minni eins °g gengur. Og ekki eru það alltaf allir sem standast raunina, því miður, sumir brotna, því ekki er öllum gefið að vera sveigjanlegir eins og tréð sem svignar undan snjóþunga vetrarins og streitist ekki á móti á meðan hæst stendur, en réttir sig síðan af þegar vor- sólin kemur með sinn kraft og yl, sem fjarlægir snjóinn °g gefur styrk, hlýju og von um bjart sumar. En þannig finnst mér stundum vera líkingin varðandi starf og hlutverk spíritista, þessa heims og annars. Hjá Sálarrannsóknafélagi íslands starfa nú 7 huglækn- mgamiðlar (heilarar) sem bæði stunda hefðbundna heilun og fjarheilun, auk miðla og annars fólks sem starfar að fyribænum hjá félaginu. Ég vil líkja þessu fólki og öllu öðru sem starfar á sama hátt, við vorsólina sem gefur styrk og von um betri tíð. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.