Morgunn - 01.12.1991, Side 14
Líkamningar á nýlegum miðilsfundi
MORGUNN
fundi og ræddi hún við okkur um ýmislegt fyrir
handan. Hann var beðinn að ganga til hennar í miðju
herbergisins og taka í hendur hennar til þess að finna
hversu áþreifanlegar og hlýjar þær voru. Hún bað hann
að snerta miðhluta líkama síns, allan hringinn, til þess
að finna hversu þéttur hann væri, um leið og hún
útskýrði að þetta væri geðlíkami hennar sem myndaður
væri með því að lækka tíðni hans til jafns við jarðar-
tíðnina svo hún líkamnaðist. Móðirin bað Wood síðan
að færa sig frá um nokkur fet á meðan hún breytti yfir
í orkulíkama sinn, sem aðeins tók eina eða tvær
sekúndur. Hvorki ég né neitt hinna sem í herberginu
voru sáum nokkuð gerast. Við sáum ekki neina breyt-
ingu á útliti hennar og hún hélt áfram að hreyfast og
tala við okkur. „Síðan bað hún mig", segir Wood frá,
„að snerta sig aftur eins og ég hafði gert áður. Þó engin
sýnileg breyting hafi orðið á henni þá gat ég nú fært
hendi mína fram og aftur í gegnum „líkama" hennar, án
þess að koma við nokkuð, aðeins þunnt loftið, líkt og
ég væri að stinga hendi minni og handlegg inn í
hillingar".
„Eftir að við höfðum þakkað henni fyrir komuna þá
einfaldlega hvarf hún fyrir framan augun á okkur, rétt
eins og slökkt hefði verið á lampa. Þetta var einhver
mest upplýsandi reynsla lífs míns og stendur mér enn
ljóslifandi fyrir sjónum".
Wood kvað þennan miðil hafa haldið marga fundi í
kjallara heimilis hans og notað skiptiklefa.
„Á einum fundinum líkamnaðist afi minn. Hann kom
gangandi niður stigannn fyrir aftan klefannn og birtist
okkur með því að koma meðfram hlið hans.
„Ég vildi gera eitthvað öðruvísi", sagði hann við
okkur. Okkur þótti alltaf gaman að fá hann. Stundum
voru allt að 12 manns saman komnir í kjallaranum
mínum".
Woods segir að stundum hafi miðillinn beðið hann
að sitja við hlið klefans, honum til verndar.
12