Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 25

Morgunn - 01.12.1991, Side 25
Ingvar Björnsson: OPIÐ HÚS - JÓLAFUNDUR S.R.F.Í. (6. DESEMBER 1990) Fjölmennur vel heppnaður fundur er hófst á flautuleik tveggja ungra stúlkna, Auðar Gyðu og Sólveigar Þorbjarnardóttur. Fundi stjórnaði Hilmar J. Magnús og las hann í upphafi smá kafla úr litlu kveri ný útkomnu og er það sagt vera orð Jesús, eins og hann flutti þau sjálfur, og vera úr leynisafni páfagarðs. Það sem festist best í mínum gráa kolli af innihaldi þessa kvers var eftirfarandi: 1- Faðirvorið var nokkuð frábrugðið því sem hér hefur verið kennt. 2- Orð Jesús um hið tæra eðli vatnsins. 3. Áhersla sú sem Jesús leggur á jaröneska móður og himneskan föður. 4. Að þessi lestur úr litlu kveri vekur mikla forvitni um það, hvað þar sé annað að finna. Sem sagt, trúlega kaupi ég þetta litla kver og les það. Lestur Hilmars og stjórn samkomunnar var afar góð. Það andaði hlýju og kærleika frá honum. Milli atriða léku dömurnar á flautur sínar, af miklum þroska. 23

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.