Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 29

Morgunn - 01.12.1991, Page 29
Gordon Higginsson: NÝR HEIMUR ER AÐ FÆÐAST Forseti S.N.U. (Landssambands breskra spíritista) Gordon Higginson hefur skorað á alla „að dusta burt rykið, fjarlægja köngulóarvefina og sanna fyrir heim- inum lífið eftir dauðann". I ávarpi til fulltrúa á síðasta aðalfundi sambandsins þá ræddi Gordon, sem var endurkosinn forseti þess án rnótframboðs, hlutverk miðla innan raða spíritismans og varaði við því að taka efnisorku fram yfir þá andlegu. A einum friðsælasta slíkum fundi um mörg ár varaði hann við því að mannkynið væri að eitra heiminn á núverandi göngu sinni, en bætti við að „nýr heimur væri að fæðast". Eitt af því sem mest ætti að fagna innan spíritismans er blessun miðilsstarfsins. bað skapar grunn sprírit- ismans. Án miðla væri enginn spíritismi. Miðlar hafa fert heiminum það verðmætasta í lífinu - sönnun þess að dauðinn er ekki endir alls - heldur dyr að áfram- haldandi lífi, yndislegri tilveru en við höfum nokkurn tirna reynt á jörðinni. Með þessum upplýsingum og uppgötvun andlega heimsins þá hefur jarðlífið fengið tilgang, sem skorti í ^ugum fólks. Því miður með minnkandi kristnum retttrúnaði og uppgangi nútíma vísinda þá var óhjá- Evæmilegt að trúleysi og efasemdir ættu sér stað. Fyrir tilstuðlan miðilsstarfs getur samband við nýjan heim, andlega heiminn, fært sannanir í formi mannlegs

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.