Morgunn - 01.12.1991, Page 31
morgunn
Nýr heimur er að fæðast
vilja bera kyndil miðilsstarfsins inn í næstu öld.
Við verðum að skapa bestu aðstæður fyrir þróun og
þroska andlegra krafta þeirra eftir vísindalegum og
andlegum leiðum.
Ef spíritisminn á að lifa af næstu öld þá verður það
fyrir mikla hæfileika talsmanna og miöla okkar og
þjónustu þeirra sem hafa tileinkað kirkjum okkar og
félögum starfskrafta sína.
I þessari stóru borg, Aberdeen, kusum við hjá S.N.U.
að halda aðalfund okkar núna.
Til einkennis þessu tækifæri þá vil ég slá í bjöllu og
skora á alla spíritista að hrista burt rykið, fjarlægja
köngulóarvefina og láta einskis ófreistað til þess að
kenna hreinan spíritisma og sanna fyrir heiminum
áframhald lífsins eftir dauðann.
Sýnum heiminum að við erum lifandi og geislandi
hreyfing, en ekki að fjara út.
Eg hef oft hugsað um það hvort spíritistar hafi
tilhneigingu til þess að hunsa ráðleggingar vina okkar
fyrir handan þegar þeir eru að skipuleggja framtíð
hreyfingarinnar.
Hugmyndir fyrstu spíritistanna var opinberun andans
en í dag hafa sum okkar tilhneigingu til þess að treysta
^lgjörlega á eigin kraft.
Eg álít að það væri betra ef við ræddum vandamál
okkar við þá sem áhuga hafa á hinum megin.
Við ættum að fá ráð þeirra áður en við tökum
ákvarðanir sem hafa áhrif á velferð félagsskapar okkar
°g miðla.
Við skulum minnast ódauðlegra orða sem mælt voru
af Swedenborg, andlegum leiðbeinanda Andrew Jackson
Davis, þegar hann birtist honuni í mars 1848: „Bróðir !
Hið mikla starf er hafið, lifandi reynsla er fædd".
Logi nútíma spíritisma var tendraður að handan. Skin
hans hefur fundið leið að hjörtum og sálum alls staðar
' heimi hér.
Tökum ekki efnisorkuna fram yfir orku andans.