Morgunn - 01.12.1991, Page 36
Bréf til Morguns
MORGUNN
fallegu og dýrmætu bók í Morgni og velja þá úr
árgöngum ritsins á árunum 1935 - 1939.
Með vinsemd og virðingu,
Árni Kr. Þorsteinsson.
P.S.: Guðjón Baldvinsson mun muna eftir því, þegar ég
bar ofangreinda ósk um endurprentanir fram á aðal-
fundi S.R.F.I. fyrir fáum árum.
Á.K.Þ.
Svar:
Ég þakka Árna kærlega fyrir tilskrifið og þessa
vinsamlegu ábendingu.
Það er ekki nema sjálfsagt að verða við ósk þinni
Árni, og reyndar man ég vel eftir þessari ábendingu
þinni, sem ég hygg að þú hafir borið fram á aðalfundi
félagsins 1989, um endurprentanir eldra efnis, og gat ég
sérstaklega um hana í ritstjórarabbi fyrra heftis Morguns
það ár. Var það hefti líka reyndar eingöngu helgað efni
úr eldri árgöngum tímaritsins í tilefni af 70 ára útgáfu-
afmælis þess.
Því miður reyndist ekki unnt að birta kafla úr þeim
greinum sem þú nefnir í bréfi þínu, að þessu sinni, en
ég mun gera það í næsta hefti Morguns sem út kemur
fyrripart næsta árs.
Mcð bestu kveðjum,
Ritstj.
34