Morgunn - 01.12.1991, Page 40
Tessa Lawton:
TJALD TÍMANS
Heföbundinn göngutúr eftir kunnuglegum klettastíg
snerist upp í heldur óvenjulega reynslu fyrir hjón
nokkur sem þar dvöldu í sumarfríi sínu. Eftir aö hafa
hikað lengi viö aö segja frá þessari reynslu sinni af ótta
við aö vera talin eitthvaö rugluð þá hafa þau nú gert
sér grein fyrir að fleiri hafa orðið fyrir svipaðri reynslu.
beim segist svo frá:
Þegar þetta gerðist vorum við á sumarbúðastað, við
dvöldum á búgarði vina okkar sem staðsettur er á milli
Looe og Polperro í Cornwall. Ég hafði oft dvalið þarna
áður og þekkti svæðið vel, eða það hélt ég a.m.k.
Einn sólbjartan laugardag, þegar sumarfrí fólks stóðu
sem hæst, ákváðum við að ganga til Polperro eftir
stígnum sem lá yfir klettahæðirnar á milli þorpanna
tveggja, leiö sem ég hafði gengið margoft áður. Stíg-
urinn hlykkjast á milli burknavaxinna klettahæðanna og
frá honum er mjög sérstök útsýn yfir sjóinn. Margir
ganga eftir þessum stíg, sérstaklega á sumrin en hann
er þó í engu neitt sérstakur nema fyrir fegurð landsins
sem hann liggur um.
Við lögðum af stað nokkuð eftir hádegi og allt var
eins og við höfðum búist við fyrstu mínúturnar af
göngu okkar. Við spjölluöum saman á göngunni en
þögnuðum smám saman þegar við fórum að veröa vör
við breytingar á umhverfi okkar. bað fyrsta sem ég tók
eftir var aö þessi venjulegu umhverfishljóö höföu
38