Morgunn - 01.12.1991, Side 44
Siðgæði í Búddhisma
MORGUNN
Það gefur auga leið að aðrir þættir verða þeim mun
fyrirferðarmeiri. I elstu ritum Búddhismans tekur
siðfræðin meira rúm en nokkur önnur - að því manni
er tjáð.
Ég hygg að DHAMMAPADA (= Vegur dyggðarinnar,
sem til er í ísl. þýðingu Sörens Sörnsonar) beri þessu
einnig vitni
Kristur boðaði trú á Guð sem Föður. Að öðru leyti á
trúarjátning kristinna manna ekki fótfestu í kenningum
hans eins og þær birtast okkur í Guðspjöllunum. Geta
menn sannfærst um þetta með því að lesa Guðspjöllin.
Einnig hann (þ.e Kristur) kenndi fyrst og fremst sið-
gæði.
Það sem fyrir Búddha vakti var að finna lausn á
vandamálum mannshugans, sem á tæknimáli búddh-
ismans heitir að finna leið út úr heiminum (= „Samsara)
og inn í annað tilveruform sem kallast Nirvana (=
slökknun, þ.e. slökknun girndar, heimsku og haturs).
Öll viðleitni búddhistans skal stefna að þessu mark-
miði. Þrenningin Búddha, kenningin ("dhamma) og
reglan ("Sangha" eða „munka" og „nunnu" reglan) miðar
að þessu sama marki. Það annað sem finnst innan
ramma búddhismans leiðir af þessu markmiði hans -
má líta á sem einskonar „aukagetu".
Leiðin út úr „Samsara" liggur um hinn áttfalda veg,
sem svo er nefndur. Hann er ofinn þremur þáttum: þ.e.
skilningur ("bohdi"), siðgæði ("sila") og hugrækt ("chitta-
bhavana") Þriðja, fjórða og fimmta þrep þessarar leiðar
eru siðræns eðlis. Það er að segja 1) rétt tal, 2) rétt
hátterni og 3) rétt starf, lifnaðarhættir. Sjá bókina
„SAMRÆÐUR UM KENNINGU BÚDDHA", bls. 102.
Því má skjóta inn í að búddhistar (einkum í Tíbet)
nota svo kallað Hjól endurfæðinganna sem skýringar-
mynd. A þessu hjóli sjáum við svín sem tákn græðg-
innar, hanann sem tákn holdlegrar fýsnar og girnda
almennt og í þriðja lagi slönguna sem tákn reiðinnar. A
allt þetta er litið sem fjötra.
42