Morgunn - 01.12.1991, Blaðsíða 45
morgunn
Siðgæði í Búddhisma
Samkvæmt Búddhismanum ER einstaklingurinn það
sem hann GERIR. Það er álitin mótsögn í sjálfu sér að
VERA eitt og GERA annað, enda sé tilveran ekkert
annað en samsafn ferla. ("Bhagavad Gita" er m.a.
gagnrýnd á þessum forsendum). Einstaklingurinn getur
því ekki verið eitt eða annað (t.d. „frelsaður") og síðan
hegðað sér á einhvern annan hátt. Hann getur ekki
stundað hugrækt (sem er aðal viðfangsefni búddhista)
svo og svo marga klukkutíma á dag og síðan verið
eitthvað allt annað í sínu daglega og persónulega lífi.
Vmsir áhugamenn um „andleg málefni", ýmsir áhang-
endur „nýaldar-hreyfingarinnar" t.d. mættu huga að
þessu. Sumir hverjir „safna" námskeiðum um hitt og
þetta út um hvippinn og hvappinn, með allt niðrum sig
hvað heimilislífið varðar. Með slæmri samvisku er
samkvæmt búddhisma ekki mögulegt að stunda hug-
r*kt, með bankareikninginn í skuld og hjónabandið í
rusli.
Þú ERT það sem þú AÐHEFST, summan af því öllu
saman. Byrjaðu næst þér, haltu síðan áfram - útávið,
þegar og þá fyst þegar þú hefir tekið til heima fyrir.
Hér kemur nefnilega siðgæðið til skjalanna. Það nægir
ekki eitt sér. En það er nauðsynlegt og óhjákvæmileg
forsenda þess sem á eftir kemur.
Það er ríkjandi mikil feimni hvað þetta varðar.
Siðgæðispredikun er ágeng. Hún snertir persónulegt líf
hvers og eins. Og sitt „prívat" líf á hver og einn fyrir
Sl8 - eða er ekki svo ? Og sá sem hreyfir slíkum
hlutum verður af því óvinsæll. Og það vilja menn
forðast. En athugaðu eitt: ÞÚ ÁTT EKKERT „PRÍVAT"
hÍF. Þú byggir ekki umhverfis þig högg- og vatnsþétt
skilrúm (eins og úrsmiðurinn gerir), þú reisir ekki
Kínamúr umhverfis heimili þitt. Það liggja þræðir frá
óllum til allra. Og öllum varðar um allt. Tilveran er eitt
samhangandi net - „matrix".
Siðgæðið er því fyrsta skrefið. Það sættir einstakl-
lnginn við umhverfi sitt og umhverfið við einstakl-
43