Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 46

Morgunn - 01.12.1991, Page 46
Siðgæði í Búddhisma MORGUNN inginn. Og það kemur samviskunni í lag. Þá fyrst er sest niður og hugleitt eða innritast á „nýaldar" nám- skeið. í búddhisma er siðgæði táknað með orðinu „SILA". „Sila" er jafnframt heiti á því sem svarar til „boðorð- anna" í krisnti. En það er ekki þannig að um skipanir, fyrirmæli (boð eða bönn) sé að ræða. í búddhisma er ekkert sem heirir VALD. í stað valdsins settu þeir VISKUNA. Þér er aðeins sagt að ef þú gerir svo eða svo - eða ekki svo eða svo - þá uppskerir þú eða súpir seyðið af því þannig eða þannig. Það er því fremur um ráðleggingar eða áform að ræða. Við notum því hugtakið HEIT í staðinn fyrir „boðorð". í búddhisma eru HEITIN fimm - „panca-sila". Heitin fimm grundvallast ekki af guðlegum vilja. Þar er enginn Jahve sem hótar refsinu ef út af er brugðið. Það er heldur ekki um það að ræða að þessar reglur séu settar af þjóðfélagslegri nauðsyn. Það fyrra vildi ég nefna „guðfræðilegt siðgæði", það síðara „veraldlegt siðgæði". Sviðsljósunum er beint að einstaklingnum og hátterni hans. Hið félagslega kemur síðan sjálfkrafa í kjölfarið. Því er um þriðju tegund siðgæðis að ræða. Siðgæði sem nefna mætti „náttúrulegt" eða „einstaklingsbundið". Það er ekki um geðþótta fyrirmæli að ræða. Siðgæðið byggir einvörðungu á því sem skynsamlegt má kallast - sálarheill einstaklingsins. Þetta er „praktískt" eða „pragmatískt" siðgæði. Ef þú hagar þér þannig eða hinsegin hefir það þessar eða hinar afleiðingar í för með sér. Og þú uppsker eins og þú sáir. Þér verður refsað eða þér umbunað samkvæmt karma-lögmálinu (sem er náttúrulögmál - ekki geðþótti einhvers raunverulegs eða ímyndaðs guðdóms). Oll Heitin enda á setningarhlutanum „sikkhapadam samadiyami" (sem í þýðingu kemur fremst, eða „ég undirgengst þá reglu að leitast við" svo og svo. Eða „ég heiti að reyna af fremsta megni". Þessi uppsetning 44

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.