Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Blaðsíða 50

Morgunn - 01.12.1991, Blaðsíða 50
Siðgæði í Búddhisma MORGUNN annað sem eigi að greina mann frá dýri og sem jafn- framt eigi að hefja hann á einhvern stall yfir dýrunum. Hefir oft farið lítið fyrir vísindamennskunni. Maður getur t.d. lesið í vísindaritum að dýr gráti ekki. Lengi vel var haldið í það að maðurinn hefði hlutfallslega stærstan heila - þótt auðvitað væri ekki sýnt fram á að slíkt gæfi neina yfirburði. Menn urðu skömmustulegir þegar það fannst lítill apaköttur á Amason-svæðinu sem hafði hlutfallslega stærri heila en tegundin maður. En það er líka stigsmunur á því hvaða maður er drepinn og undir hvaða kringumstæðum. Sú staða kemur auðvitað upp að eins líf er annars dauði og verður að meta eftir ástæðum. Vesturlandamenn reyna að halda sér í „annað hvort eða" - rökfræði. En tilveran lýtur engri slíkri þumalfingursreglu. Það er fordæmt að deyða eða taka líf. Og það er miklu víðtækara og erfiðara heiti en „þú skalt ekki morð fremja". Menn fara í stríð - jafnvel fyrir málstað „Guðs" - og það kallast ekki „morð". Hvað um dauða- dóma og aftökur ? Það er ekki um skiptingu í „gott" og „illt" sem réttlæti dráp. Það er ekki um það að ræða að stimpla sumar lífverur „meindýr" og réttlæta þannig útrýmingu þeirra. Það er hampað einhverju „kristnu siðgæði", en maður verður sáralítið var við það í hverju það er fólgið eða menn hafi yfirleitt nokkrar áhyggjur af siðferðilegum vandamálum. Mér virðist að þeir heimspekingar vestrænir sem lengst hafa staðið frá kirkjunni hafi helst vélað um siðfræði. Samkvæmt Biblíunni skapaði Guð náttúruna handa manninum. Og Guð gerði manninn að herra sköpunar- verksins - eins og það er orðað. Það þýðir að maðurinn ber ekki ábyrgð gagnvart náttúrunni - hann gerir þetta upp við „Guð" eftir á. Vestræn siðfræði hefir ekki náð út fyrir mannheim - og það getur ekki kallast beysin siðfræði. (Kirkjuþingin eða páfarnir týndu út úr Nýja- testamentinu alla staði þar sem Kristur bannaði neyslu 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.