Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Blaðsíða 52

Morgunn - 01.12.1991, Blaðsíða 52
Siðgæði í Búddhisma MORGUNN 2. Leggja ekki hald á nokkuð það, sem ekki er boðið fram. Þetta kemur í stað þess að segja „þú skalt ekki stela". Þetta er eins og menn sjá miklu erfiðara að uppfylla. Það er hægt að komast yfir verðmæti á margan annan hátt en beinlínis með því að ræna og stela. Það má t.d. blekkja. Eftir því sem þjóðfélögin verða flóknari eftir því aukast möguleikarnir til að auðgast án þess að stela. Stjórnvöld koma til sögunnar og þurrka út mörk þess að stela og stela ekki, ef þau ekki beinlínis neyða menn til þess að stela. Það eru ekki reglur þjófélagsins, sem eru geðþótta ákvarðanir stjórnvalda, sem skipta máli. Heldur er það annarsvegar græðgin, að vilja komast yfir, safna og hinsvegar afstaðan gagnvart þolandanum (virðingin fyrir því sem annarra er, ásetningurinn að gera öðrum illt eða gott). Það er ævinlega hin huglæga afstaða sem mestu máli skiptir. Því karma er vilji - eins og áður sagði. Aðeins „trúarbrögð" sem stefna að valdi og gera sig ánægð með vald, taka svo til orða: þú skalt eða þú skalt ekki. Ytra atferli nægir þeim. Það er þá ekki hugurinn sem máli skiptir. Annað Heitið er afar strangt og erfitt að uppfylla til fullnustu og krefst sívökullar athygli. En það er einmitt höfuð-markmið búddhista að athyglin sé sífellt á verði. (Sama afstaða er ríkjandi í hinni íslensku heiðni og Eddu-kvæðunum: „Gáttir allar áður gangi fram of skoða skyli" og svo frv.). Heitin eru þannig fram sett að þau eru auðveld í „annan endann" en erfið í hinn. Það er strax hægt að bæta sig, en það er erfitt að verða fullnumi. Hér gildir ekkert „annað hvort - eða". í stað þess að setja fram nákvæmar reglur yfir það sem MÁ eða MÁ EKKI, eru menn hvattir til að vera stöðugt á varðbergi og ákvörðunin sett undir ábyrgð einstaklingsins. (Það er einnig aðferð íslensku heiðninnar 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.