Morgunn - 01.12.1991, Síða 70
Leiðin til baka í ljósi framtíðarinnar
MORGUNN
minningar frá fyrri jarðvistum og fyrri árum þeirrar
núverandi, fær sálin af sjálfu sér allt aðra sýn yfir bæði
líf og dauða. Fyrir þennan einstakling verður sálin
aðalatriðið: hann skynjar líkamann sem starfstæki
hennar. Þrátt fyrir minningar um fyrri líkama þá er
maður bara einn persónuleiki.
Það er ekkert merkilegra að muna eftir sjálfum sér í
fyrra lífi en að muna eftir eigin líkama frá því að
maður var barn t.d. í núverandi lífi. Ég man vel eftir
því hvað mér fannst það erfitt, sem barn, að vera
þvinguð til þess að sitja á stól, þegar fæturnir náðu ekki
niður á gólf. Ég var óskaplega hrædd við aö detta niður
en var rólegri ef ég fékk að sitja með krosslagða fætur.
Og ég finn í þeim líkama sem ég nú bý í hvernig ég
brást við sem barn. Á sama hátt finn ég með mínum
núverandi líkama hvað ég upplifði í fyrra lífi. Þess
vegna veit ég að maður bregst við í núverandi lífi sínu
eftir þeirri reynslu sem maður hefur hlotið í fyrra lífi.
Hér eiga líka við orð ritningarinnar um sáningu og
uppskeru, því kærleiksríkur lífsmáti veitir bjarta og
vinsamlega lífssýn í næsta lífi. Temjum okkur því
velvilja gagnvart umhverfi okkar, deilum út þeim
gjöfum sem við fengum með okkur í þetta litla heims-
horn - einnig þeim sem við hljótum á göngu okkar - og
linum, eftir því sem við getum, sársaukann í okkar
sífellt aðþrengdari heimi. Það eru góðviljaðar mann-
eskjur sem sköpunin hrópar á.
Við höfum sorglega mikið vanrækt hlutverk okkar
sem ráðendur þessa horns okkar í alheiminum. Það er
vissulega seint séð nú á elleftu stundu en þó skref fram
á við, sem við verðum nú að stíga ef kjánaskapur okkar
á ekki að leiða bæði okkur og móður jörði í eyðingu.
Þegar maður kastar steini í vatn þá fer umfang
hringanna eftir stærð hans. Á sama hátt virkar óréttlát
framkoma okkar á andlega sviðinu. Því stærri skekkjur
sem við gerum þeim mun umfangsmeiri verður skaðinn.
Þetta hefur líka áhrif á andlega þróun okkar. Því fyrr
68