Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 72

Morgunn - 01.12.1991, Side 72
Leiðin til baka í ljósi framtíðarinnar MORGUNN verið til staðar fyrir utan þekkingarsvið okkar, þar til að við loks komumst svo langt í þróuninni að viska okkar náði að skilja þau á nokkurskonar betrunarferli, gæti maður sagt. A sama hátt verður menntun sálarinnar að batna. Manneskjan getur haft mjög háa greindarvísitölu en t.d. vegna fæðingarskaða, átt í miklum, já og oft á tíðum óyfirstíganlegum erfiðleikum við að tjá sig. Á sama hátt hjálpar það ekki mikið andlega þroskaðri sál ef hún hlýtur líkama með óþroskuðum heila, aö tjá innsýn sína til umhverfisins. Við verðum að þroska heila okkar og æfa svo hann starfi betur. Vísindin hafa líka staðfest að við notum aðeins lítinn hluta hans. Honum er greinilega ætlað að nýtast í miklu meiri mæli en nú er raunin. Nú skyldi maður ætla að þegar heilar okkar hafa verið þjálfaðir til þess að nota t.d. svo þróaða tækni að við getum smíðað og sent geimför til tunglsins þá ætti það ekki að vera útilokað að manneskjan nýtti eithvað af þekkingu sinni í þágu andlegu sviðanna. Það mun örugglega verða þannig, smám saman, svo augum verði upp lokið fyrir því hversu óendanlegir möguleikar bíða okkar þar. Já, það er einmitt þroski okkar á andlega sviðinu sem gefúr okkur möguleika á að ráða algjörlega því efnislega. Það er erfitt, hér á meðal okkar, að fá það viðurkennt ef maður segir frá því að maður hafi reynslu frá fyrri lífum og jafn erfitt ef maður er svo kallaður miðill í þokkabót. I báðum tilfellum er það talið vera einhver andleg bilun. Huggun okkar er þó sú, að við eigum tæplega á hættu að verða brennd á báli eins og tíð- kaðist fyrr á öldum. Það er alltaf til ljós í myrkri. En samt sem áður, alveg eins og við höfum raforku á efnissviðinu þá er hún líka til á því andlega. Hún er sístreymið frá hinni skapandi skynsemi, kærleikanum, Guði sjálfum. Sérhver, sem meðvitað hefur komist í samband við þennan raunveruleika, tekur undir með Páli postula um að það sé í Honum sem við lifum, 70

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.