Sjómaðurinn - 01.12.1940, Side 10

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Side 10
2 SJÓMAÐURINN Klukkan 5 um morguninn, 23. janúar 1909: y\ AUÐAKYRÐ RÍKIR um allt skipið. Við hlið stýrimannsins stendur Sealby skipstjóri. Árangurslaust reyna þeir báðir að rýna gegnum hina þéttu þoku. Næstum þvi hættulega kyrr lyk- ur sjórinn um skipið, næstum óslitið þýtur í eim- pípu þess. Foringi „vaktarinnar“ er á leið eftir þilfarinu, ])egar hann nemur skyndilega staðar. Gegnum þokuna berst að eyrum hans dauft hljóð frá eim- pípu annars skips — já, jafnvel fleiri skipa. Nokkrar mínútur hða, og þeir, sem eru uppi, standa eins og á glóðum. Hver taug er spent til liins ítrasta, öll atliyglisgáfan er á verði. — Hætt- an getur verið einliversstaðar bak við þennan ])ykka vegg þokunnar. Og svo . .. . i einni svipan héfir slysið orðið. 1!) þúsundir smálestir af stáli og járni skekjast ofsalega undir fótum Sealbys skipstjóra — og „Republic“ hallast snögglega á stjórnborða undan liöggi, sem skipið hefur fengið á sig mitt. Ofsahræddar raddir, neyðaróp og köl] heyrast samstundis frá ferlikinu, sem allt í einu hefur komið út úr myrkrinu og ráðist á hið milka haf- skip. Klukknahljómur hár og skær heyrist yfir væl eimpípnanna. — Og svo færist kyrrðin aftur vfir og þögnin, kyi'ðin og þögnin á undan storm- inum. Klukkan 5,35 um morguninn. Farþegarnir á „Repuhlic" ryðjast um allar tröppur, sem liggja upp á þilfarið. í>eir detta hver um annan, fötin flækjast um fætur þeirra, sumir eru að eins i nærfötum, aðrir eru hálfldæddir, neyðaróp þeirra og hræðsluköll virðast ætla að gera mann brjálaðan. Vélarnar eru stöðvaðar. Aðeins örfá litil titr- andi ljós kasta gulri, draugalegri glætu yfir hluta af þilfarinu. Skipshöfnin þýtur fram og aftur um skipið til hjálpar farþegunum, með Ijósker og björgunar- helh i höndunum. Einn sólarhringur. Nákvœm lýsing á atburðumun eins og þeir gerðust þennan viðburðaríka dag. Föstudagskvöldið 22. janúar 1909 sigldi „Re- public“, eitt af stórskipum White Star-línunnar, fyrsta sinni öruggt og tignarlegt niður Hudson- fljótið í New York, — áleiðis til Evrópu með ameríska ferðamenn. Það var merkisdagur að öðru leyti, því að þennan dag sigraði loftskeyta- tæknin fyrsta sinni fullkomlega. Um þetta leyti voru hin þráðlausu Marconitæki langt frá að vera fullkomin, en þennan dag björguðu þau í fyrsta sinni fjölda manna frá drukknun. Yfirmemiirnir reyna að halda uppi aga. Far- þegunum er ráðlagt að klæða sig eins vel og fi’ek- ast er unnt, Klukkan 5,40. Niðri í klefa sínum situr Binns loftskeytamað- ur. Straumurinn er slitinn. Hvað á hann að taka til bragðs? Skyldu varatækin duga? Allt í einu birtir yfir honum. Einmitt í þessu opnaðist þráðlaust samband við Siasconsett-stöðina á strönd Ameriku. A næstu sekúndu berst neyðarskevtið yfir hafið: „Hjálp! Við erum að sökkva! Sjötíu sjómilum frá vitaskipinu við Nantucket — — “ Og hinir 750 farþegar á „Republic“, sem nú bíða i dauðans angist, setja allar vonir sinar á hann, þennan unga loftskeytamann, en ekki á Scalby skipstjóra, að minnsta kosti ekki nú, fyrst að svona er komið. Klukkan 5,45. Á þilfari „Florida“ rikir algert öngþveiti og ofsahræðsla gevsar meðal farþeganna. Þarnar eru

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.