Sjómaðurinn - 01.12.1940, Síða 51

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Síða 51
S JÓM AÐURINN 43 sofnaði svo að lokum út frá þessum vonleysis- liugsunum. Ekki veit ég livað lengi ég hefi sofið, en skyndilega vaknaði ég við rödd, sem ég kannaðist við. Bátsmáðurinn okkar var þarna kominn, og var erindi lians að hjóða okkur háðum heim til sín í jólafagnað. Eg tók þessu með gleði, og var ekki seinn á mér að snara mér í mín ópressuðu og daunillu landgönguföt. Bátsmanninum þótti mjög leiðinlegt hvernig komið var fyrir landa sínum, en það var með öllu ómögulegt að vekja hann. Við tókum hann því og létum hann inn í kojuna hans og geng- um eins vel frá honum og föng voru til. Að því búnu gengum við í land. A lieimili bátsmannsins var mér tekið feikna vel. Þar var saman komið töluvert af fólki, en mest var þó af ungu, fallegu kvenfólki. Ég hafði, eins og flestir sjómenn, golt auga fyrir kven- legum yndisleilc, og svo var það nú ekki til að lasla, að þær blátt áfram slógust um að dekra við mig. Fagurt jólatré logaði þar á miðju gólfi, og þegar búið var að fylla mig af alls- konar góðgæti, var byrjað að ganga i kringum jólatréð. Að lokum fékk ég fjóra jólapakka frá dömunum. Ég hafði grun um, að þeir hefðu verið útbúnir i skyndi þá um kvöldið, cn það var sama fvrir mig. Ég fékk orð um að taka ])á ekki upp fvrr en ég kæmi um borð, og jók það mjög á forvitni mína. Það, sem í þeim var reyndist að vera solckar og trefill, og svo ýmis- legt smávegis, ásamt nöfnum á gefendunum. Þessu jólakvöldi man ég eftir á meðan ég lifi; það byrjaði dapurlega, en því lauk sem eilt af þeim bezlu jólakvöldum, sem ég hefi lifað. Oft hafði bátsmaðurinn sagt mér óþvegið til syndanna um borð, og stundum gefið mér smá- spörk, en nú gat ég svo vel fyrirgefið honum allt. Ég var honum innilega þakklátur fvrir að hjóða mér heim þetta kvöld, að ég nú ekki ræði um, hvað mér þótti vænt um þetta kvenfólk, sem ég hitti þarna. Á jóladginn voru margir um borð, og leið liann eins og hver annar sunnudagur. Ég hafði haft indælt jólakvöld, og ég var vcl ánægður. E. Þ. Ameríka — Island Ef yður vantar samhönd við amersíka framleiðendur, þá munið, að þar sem vér höfum skrifstofu opna í New York, getum vér ætíð gefið yður hezt og fljótast tilboð í allskonar vörur frá Ameriku.— Elding Trading Company, 79 Wall Street, New York — og Hafnarhúsinu, Reykjavík. Sími 5820. Ameríku- viðskipti Við útvegum flestar vörur frá Ameríku; höfum söluumboð fyrir fyrsta flokks verk- smiðjur í ýmsum iðngreinum. Hagkvæmir skilmálar Ólafur Gíslason & Co. h.f. Sími 1370.

x

Sjómaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.