Sjómaðurinn - 01.12.1940, Síða 66

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Síða 66
58 S JÓMAÐURINN það tjón, sem verkalýðurinn liefir beðið vegna gengislaganna og að meira samræmis gæti um kaupgjald en verið liefir og loks að stytting fáist á vinuntíma og bættur aðbúnaður við vinnuna. Kr jiess að vænta að þessum lióflegu og réttmætu kröfum verði vel lekið af atýinnurekendum. Lokun Halamiða. Sú ákvörðun bresku herstjórnarinnar, að gera lielstu fiskimið okkar íslendinga að ófriðarbanns- svæði befir að vonum mælst lákaflega illa fyrir, enda sviftir það mikinn fjölda sjómanna beztu fiskimiðum sínum. Þessi ákvörðun var tilkynnt bér í síðasta mánuði, en eftir ýmiskonar málaleit- anir íslendinga var liinu afmarkaða svæði breylt nokkuð. Við þessa breytingu verða strandferðir skipanna nokkru auðveldari, en aðstaða til fisk- veiða batnar ekki nema að litlu leyti. Hér mun vera um varúðarráðstöfun að ræða. Er ])ó erfitt að skilja, að nauðsynlegt sé að þrengja svo mjög að fiskimiðum okkar og hér hefir verið gert. Er ])ess fastlega vænst, að þessu fáist breytt liið bráð- asta. Merkilegar bækur. Um þessar mundir kemur mikið út af góðum bókum og merkilegum og er bókaútgáfa' að lík- indum meiri hér á landi en nokkru sinni áður. Þær bækur sem sérstaka alhygli mun vekja meðal sjómanna og hklegt er að þeir vilji eignast ern „Áraskip“ eftir Jóhann B. En þessi bók lýsir skipum og sjósóknum í Bolungavik og víðar á Vestfjörðum. Er þetta stórfróðleg bók og vel rituð, enda er höfundurinn þekktur formaður og sjósóknari um langan tíma. Þá er hin mikla bók um landkönnuðinn Marco Polo. Þessi bók er ein- liver frægasta ferðasaga, sem rituð hefir verið, en um Mareo Polo liefir Einar Magnússon mennta- skólakennari flutti fróðlega fyrirlestra i útvarpið, og loks er bókin um Macellan, þann sem fyrstur sigldi umhverfis linöttinn. Jólatrésfagnaður stéttarfélaga sjómanna. Ákveðið hefir verið að eftirtalin félög sjó- manna: Skipstjórafélagið Áldan, Skipstjóra- og stýrimananfélagið Ægir, Skipstjóra- og stýri- mannafélag Reykjavikur, Stýrimannafélag Islands og Félag íslenzkra loftskeylamanna haldi sameig- inlegan jólatrésfagnað fyrir börn félagsmanna föstudaginn 27. desemher í Iðnó. Síðar um kvöld- ið mun svo verða skemmtun fyrir fullorðna fólk- ið. Fagnaður þessi er eiugöngu fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Talstöðvarnar og loftskeytatækin og notkun þeirra. Eins og kunnugt er liafa verið sellar sérstakar reglur um notkun loftskeytatækja og talstöðva. Er svo fyrir mæll að engin óþarfa notkun eigi sér stað og engar upplýsingar um veðui1 gefnar. Mun vera fylgst all ítarlega með samtölum sem eiga sér stað milli skipa og hverl orð vegið og metið. Er því fylsta ástæða til þess fyrir alla þá sem bafa slíkar stöðvar að gæta binnar ítrustu varúðar, því að öðrum lcosti geta þeir orðið þess valdandi að enn verði takmörkuð notkun stöðvanna, en það yrði mjög bagalegt. Á tímum eins og þessum get- ur hverl ógætilegt orð þó satl sé, valdið vandræð- um. Póst- og símamálastjórnin, sem ])essi mál beyra undir ætti að láta festa upp auglýsingu á áberandi stað í tal eða loftskeytaklefa livers skips með reglum þeim sem Iiún hefir sell í þessu efni til láminningar fyrir þá sem tækin nota. Það gæti ef til vill forðað mistökum. Missögn. í siðasta befti Sjómannsins var frá því skýrt, að varðskipið Þór hefði sigll til Englands loftskeyta- stöðvarlaust. Það var rangt og leiðréttist það hér með. Júlíus á Brúarfoss hættir skipstjórn. Júlíus skipstjóri á Brúarfoss lét al' skipsstjórn fyrri hluta þessa mánaðar. Við skipinu tók Sig- urður Gíslason stýrimaður, sem siglt liefir sikp- inu nokkrar ferðir á ])essu ári. Júlíus hefir verið skipstjóri um 30 ára skeið. en mun hafa stundað sjó frá því að hann var ungur drengur. Hann er komimi fast að hálf sjötugu og því vel að því kom- inn að hætta striðinu við Ægi gamla og hvíla sig eftir volkið. Ein sveskja. Stýrimaður noklcur átti lal við skipstjóra sinn um að fá frí í ráðgerðri Englandsferð. Ræddu þeir um mál þetta fram og aftur, en komust lengi vel ekki að neinni niðurstöðu. Að lokum varð skip- stjóranum að orði: „Heyrðuð þér fréttirnar í kvöld stýrimaður? Hann G. er dáinn. Þarna sjáið þér, að ekki þarf maður að fara til sjós til að deyja, en fríið getið þér fengið „alligevel“, stýrimaður!11

x

Sjómaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.