Dropar - 01.01.1927, Síða 31
og hún hann, hann, sem var sjálfum sjer nógur og
þurfti hennar auðvitað ekki. En svo var hann nú
kominn um óraveg til að giftast henni, og lienni
fanst allur gróður visna og fuglarnir glöðu farnir,
eitthvað kalt og ófrjótt, hvert sem litið var, og hræði-
lega óálitlegur vegurinn framundan. Annað hvort
vrði þetta dautl líf, visið og tómt, eða einhver ill
ósköp. En þó lokkaði óvissan hana, forvitnin um
þessa tveggja manna samtvinning, og ástin og traustið
var ófáanlegt til að kal'na í kvíða, en byrgði sig nið-
ur undir og kúrði sig þar. — „Kannske það verði
ekki eintómur sársauki“, sagði vonin. — „Illa líst
mjer á það“, andvarpaði þekkingin, meðan hún var
að búast brúðarklæðunum.
Og svo gekk hún síðustu sporin sín óháð upp að
altarinu, sagði „já“, og nú var alt klappað og klárt.
Hún vissi, að þau voru talin hjón, en hún fann ekk-
ert svipað því, að þau tvö hefðu orðið að einu. Mað-
urinn, sem hún þráði, var langt, langt í burtu enn-
þá, og hún hjelt áfram að unna honum og öllum
elskulegu eiginleikunum hans. En hann, þessi, sem
gekk heim við hliðina á henni og hún átti að fara að
hátta hjá? Það var ókunur maður og mjög ólíkur
hinum, og ekkert náið samband á millum. Það var
hræðilegt alt saman, en óumflýjanlegt vísl þó. Og
ekki einu sinni hægt að tárast yfir þvi, til þess var
henni of kalt, og svo var þetta lika brúðkaupskvöld
hennar, h e i ð u r s d a g u r i n n , sem kallaður var
í gamla daga.
Þegjandi háttuðu þau, þegar heim kom, ein og af-
siðis og kveiktu ekki Ijós. Hún vildi enga viðhöfn
hafa, og hann Jjet svo vera.
„Þetta er kollótt brúðkaupskvöld!“ kastaði hann
fram, þurlega, þegar þau voru háttuð.
29