Dropar - 01.01.1927, Page 36

Dropar - 01.01.1927, Page 36
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo IOOOOOOOOOOOC DOOOOOOÖÖOOOOOOOOOOOOOOOÖOOOOO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO EIN í SKUGGA Það líður að hausti. Sólin lækkar á loí’ti dag frá degi. Kvöldin eru að verða dimin og næturnar langar. Jörðin er hvít af hjelu fram á dag, og lyngbrekk- urnar roðna. Lóurnar búa sig til ferðar. Þær hópa sig og æfa l'lugið. Hóparnir verða alt af stærri og stærri. Bráðum leggja þær af stað. Þær kvaka alt af, þegar þær setjast, og mjer finst rödd- in svo angurvær. Þær eru að kveðja. Það er eins og þær segi alt af: „Kvíði, kvíði“. Þá var munur að heyra sönginn þeirra í vor. — Eða, máske mjer finnist það af því, að vorið leikur á aðra strengi í sál minni en haustið. Stundum hefir mjer dottið í hug, að þær segi: „Útþrá, útþrá“. Víst er þráin sterk, sem bar þessa smávöxnu loftfara yfir fjöll og dali, höf og lönd, — inn i ■fyrirheitna landið. Hver skilur það, sem bærist í brjóstum þeirra, yndislegu sumargestanna okkar? Jeg er ein á ferð. Það er farið að rökkva. Um- 34

x

Dropar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dropar
https://timarit.is/publication/731

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.