Dropar - 01.01.1927, Page 71

Dropar - 01.01.1927, Page 71
Á kvöldin ijekk kóngsdóttirin aldrei að koma út. Kastalanum var lokað, þegar fór að rökkva, og í kringum hann stóðu vopnaðir varðmenn, sem vöktu alla • nóttina. Þegar geislar mánans vöfðu hallar- garðinn silfurlitaðri töfrablæju, stalst kóngsdóttirin stundum út á svalirnar á svefnherberginu sínu til þess að horfa á blómin og trjen, í tungsljósinu. — Eitt kvöld heyrði hún óm af fögrum hljóðfæraslætti í höllinni. Þá vissi hún, að verið var að halda veislu. Hún heyrði söng og iilátra og sá bregða fyrir glugg- ana dansandi fólki. Alt í einu lukust upp svaladyr á ])eirri álmu hallarinnar, sem næst var kastala kóngs- dóttur. Út á svalirnar kom maður og dró á eftir sjer unga stúlku. Hann bar fagurlituð klæði, og alstað- ar skein á gull og demanta. Andlit stúlkunnar var afskræmt af hræðslu. Maðurinn hjelt báðum hönd- um utan um hana og þrýsti henni að sjer. Hún reyndi af alefli að slíta sig lausa, en það þýddi ekki. Hann sveigði höfuð liennar aftur á bak og kysti hana. — Kóngsdóttirin tók fyrir augun. Þá heyrði hún lágt vein og leit upp. Maðurinn skaust inn í danssalinn, en unga stúlkan hallaðist fram á svalirnar, með and- liíið í höndmn sjer. Ivóngsdótturina langaði svo mikið til þess að hugga stúlkuna, en hún gat ekki komist til hennar. Hún gekk því aftur inn í herbergið sitt hljóðlega, s\o að þernurnar skyldu ekki vakna, og lagðist til svefns. — En hún gat ekki sofnað. Fuglarnir í búr- inu við gluggann gátu ekki heldur sol’ið. Þeir hopp- uðu kvakandi frá einni trjeslánni til annarar. Inni var bjart, og út um gluggann sást tunglið milli Ijettra hvítra skýjanna. Kóngsdóttirin Inigsaði um stúlkuna, sem hún gat ekki hjálpað, um hallarmúr- ana, sem ekki var hægt að komast yfir, og um bláu 69

x

Dropar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dropar
https://timarit.is/publication/731

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.