Dropar - 01.01.1927, Side 73
— Má jeg ganga hvar seni jeg vil? spnrði kóngs-
dóttir.
— Hvar og hvert sem þii vilt, svaraði dvergurinn.
— Vertn þá sæll á meðan, sagði hún og trítlaði
af stað.
Þarna var lækin1. Hvað henni fanst skrítið að sjá
vatnið renna svona áfram milli mjúkra grasbakk-
anna. Þarna var litil tjörn, en það var engin stein-
stjett í kringum hana, heldur blóm og sef. A vatn-
inu syntu tveir stórir fuglar með ungana sína. Þeg-
ar luin kom nær þeim, flugu þeir allir upp, og hún
sá á eftir þeim langt út i geiminn. — Hjer voru
engir vegir. Alstaðar mátti ganga. Hvað blómin voru
l'alleg og fjölskrúðug. Kóngsdóttirin laut niður og
tíndi stórt og fallegt blátt blóm. Þarna var annað
rautt, sem hún hafði aldrei sjeð fyr. Hún gekk á-
fram og áfram. Altaf fann hún ný og ný blóm, og
altaf sá hún eitthvað nýtt og fallegt. Alt í einu kom
lnin auga á stóran hóp af hvítum kindum, sem
dreifðu sjer um grænt engið. Nálægt þeim sat ung-
ur ljóshærður piltur við læk og var að borða. Hjá
honum lá svartur hundur og svaf.
— Komdu sæll, sagði kóngsdóttir.
— Komdu sæl, sagði smalinn og virti hana fvrir
sjer. Kcinurðu langt að?
— Já, mjög langt, svaraði hún.
— Hefurðu verið á ferð alla nóttina?
— Já.
— Þá hlýturðu að vera svöng. Viltu ekki hvíla
þig hérna og fá þér matarbita?
— Þakka þjer fyrir, svaraði hún og settist við
hlið hans, en um leið fjell hettan af höfði hennar.
Gula hárið sást alt og líktist geislabaug í kringum
andlit litlu kóngsdótturinnar. Smalinn leit á hana og
71