Dropar - 01.01.1927, Side 75

Dropar - 01.01.1927, Side 75
urnar. Eða þegar tunglið skin, þá er svo gaman að sjá lækina, sem liðast eins og silfurbönd um sljett- una. ' — Hvað þú átt gott, sagði kóngsdóttirin hugfang- in, jeg vildi óska . . . Lengra komst hún ekki, því að þá heyrði hún kallað, og hún þekti rödd dvergsins. Hún spratt upp og þaut af stað, án þess að kveðja smalann. Hann starði for- viða á eftir henni og fylgdi henni með augunum, þangað til hún hvarf i fjarska. Þegar kóngsdóttirin vaknaði, var komið langt fram á dag. Hún fór strax að hugsa um þetta kynlega ferðalag sitt um nóttina. Hafði það verið draumur? Nei, því að á gólfinu sá lnin liggja hálfvisnað blátt blóm. Hún þekti það aftur og gladdist í hjarta sínu yfir því, að alt þetta skyldi hafa skeð í raun og veru. Nokkurn tíma á eftir lifði hún á endurminning- unni um þessa dásamlegu nótt, og i voninni um, að dvergurinn kæmi al’tur. Hún fór aldrei að sofa fyr en komið var langt fram á nótt, til þess að vera nú vakandi, þegar hann kæmi — en aldrei ljet hann sjá sig. Eirðarlaus ráfaði hún um kastalann, þögul og döpur. Hún reikaði um garðinn, frá einu blóm- beðinu lil annars, frá einni myndastyttunni til ann- arar, en hvergi fann hún ró nje frið i sál sína. Stundum gekk hún fram með hallarmúrnum, alt í kring um garðinn og' höllina. í háa dökka veggn- um var ekki ein einasta lítil hola, stóru járnhliðin voru Jæst, og sitt hvorumegin við þau stóðu Ijótir og illilegir karlar í herklæðum. Drotningin kom á hverjum degi í kastalann til dóttur sinnar. Hún talaði aldrei við hana um annað en drambsamar drotningar, fagrar kóngsdætur og 73

x

Dropar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dropar
https://timarit.is/publication/731

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.