Morgunblaðið - 01.12.2008, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008
E R N A
sími 552 0775
HREIN
SNILLD
Drjúgt, fjölhæft og þægilegt...
Gott á:
gler
plast
teppi
flísar
stein
ryðfrítt stál
fatnað
áklæði
tölvuskjái
omfl.
ATH. frábært á
rauðvínsbletti
og tússtöflur
S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is
Flott jólaföt
fyrir allar
flottar konur
Skeifan 11d
108 Reykjavík
sími 517 6460
www.belladonna.is
Stærðir 40-60
SKIPULEGGJENDUR búast við
miklu fjölmenni á Þjóðfund Ís-
lendinga sem haldinn verður á
Arnarhóli kl. 15 í dag, 1. desem-
ber.
Ýmis aðildarfélög innan laun-
þegahreyfingarinnar hafa hvatt
félagsmenn sína til að mæta á
fundinn, þar á meðal Rafiðn-
aðarsamband Íslands. Auk þess
vekur BSRB athygli sinna félaga
á fundinum.
Í tilkynningu frá samtökunum,
sem að fundinum standa, Borg-
arahreyfingu um þjóðfund 1. des-
ember, segir að núverandi stjórn-
völd sem og stjórnarandstaða hafi
glatað trausti landsmanna. Borg-
arahreyfingin telji að vegið hafi
verið að fullveldi landsins í því
gjörningaveðri sem stjórnvöld og
embættismenn hafi kallað yfir
fólkið í landinu.
Í tilkynningunni eru landsmenn
hvattir til að leggja niður vinnu í
dag og mæta á fundinn og krefj-
ast með þeim hætti breytinga á
stjórnsýslu landsins.
Mótmælaganga
Frummælendur á fundinum
verða þau Einar Már Guðmunds-
son rithöfundur, Lárus Páll Birg-
isson sjúkraliði, Margrét Péturs-
dóttir verkakona, Snærós
Sindradóttir nemi og Þorvaldur
Gylfason hagfræðingur. Borg-
arahreyfing um Þjóðfund 1. des-
ember er samstarfsvettvangur
margra þeirra hreyfinga og ein-
staklinga sem hafa verið virk í
mótmælum og andófi að und-
anförnu, að því er segir í tilkynn-
ingu. Hreyfingin standi utan við
alla stjórnmálaflokka.
Þá hafa samtökin Nýir tímar
blásið til mótmælagöngu í dag.
Hefst gangan klukkan 14 og verð-
ur gengið frá Hlemmi niður
Laugaveg og endað á Arnarhóli
klukkan 15.
Flutt verða fimm stutt og snörp
erindi. – sjá fréttatilkynningu í
viðhengi. bjarni@mbl.is
Þjóðfundur
á Arnarhóli
Krefjast breytinga
EFTIR einnar viku dvöl í grennd
við Keflavík er hnúfubakurinn sem
var merktur í Eyjafirði 6. nóv-
ember nú kominn suður fyrir land.
Tveir hnúfubakar og tvær hrefnur
voru merkt með gervitunglas-
endum. Merki hafa aðeins borist
frá hnúfubökunum síðustu daga og
hefur hinn að mestu haldið sig í
Eyjafirði, hugsanlega í smáloðnu.
Markmið verkefnisins er að
kanna ferðir skíðishvala við landið
og far þeirra frá íslenskum haf-
svæðum á haustin. Ólíkt öðrum
skíðishvölum í Norður-Atlantshafi
eru þekktar einar vetrarstöðvar
(æxlunarstöðvar) hnúfubaks, í Kar-
íbahafinu. Af greiningu ein-
staklinga á ljósmyndum og erfða-
fræðirannsóknum er ljóst, að hluti
þeirra hnúfubaka, sem halda til við
Ísland á sumrin, fer á þetta haf-
svæði á veturna en hluti hnúfubak-
anna er af öðrum meiði og eru
vetrarstöðvar þeirra óþekktar. Þá
er einnig vitað að talsverður fjöldi
hnúfubaka er við Ísland á veturna
og hefur þá einkum sést á loðnu-
miðum.
Gísli Víkingsson, sérfræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun, stjórnar
þessu verkefni. aij@mbl.is
Hnúfubakurinn kom-
inn suður fyrir land
UM leið og Dorrit Moussaieff forsetafrú tendraði ljósin á jólatré Kringl-
unnar hófst góðgerðarsöfnun á jólapökkum fyrir börn við tréð. Jólapakka-
söfnunin er árviss viðburður á aðventunni. Mæðrastyrksnefnd og Fjöl-
skylduhjálp Íslands munu deila gjöfunum út fyrir jólin, til fjölskyldna sem
hafa úr litlu að moða. Hafa gjafirnar komið sér vel á mörgum heimilum.
Ljósin á jólatré Kringlunnar tendruð
Morgunblaðið/Golli
Safna pökkum fyrir börnin
KVENNAKÓRAR frumfluttu í gær nýtt jólalag eftir
Jón Ásgeirsson tónskáld í átta kirkjum víðsvegar um
landið. Lagið samdi Jón við ljóð eftir Snorra Hjart-
arson, „Ég heyrði þau nálgast“, að ósk kvennakóra
landsins, í tilefni áttræðisafmælis hans 11. október sl.
Mikil gróska er í starfi kvennakóranna í landinu. Nú
eru 28 kórar starfandi, með á annað þúsund félaga.
Gígjan, landssamband kvennakóra, stofnaði tónverka-
sjóð fyrir skömmu. Honum er ætlað að efla og styrkja
kvennakóra, meðal annars með því að fá tónskáld til að
semja tónverk fyrir kórana. Jólalag Jóns Ásgeirssonar
er fyrsta verkið sem tónverkasjóðurinn kostar.
Kvennakórarnir fluttu lagið í gær í Ytri-Njarðvík-
urkirkju, Kópavogskirkju, Vídalínskirkju kl. 11 og kl.
20, Fríkirkjunni í Hafnarfirði, Bústaðakirkju, Breið-
holtskirkju og Seljakirkju. Tónskáldið var viðstatt þeg-
ar Kvennakór Reykjavíkur söng lagið í Breiðholts-
kirkju. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Jólalag frumflutt á átta stöðum