Morgunblaðið - 01.12.2008, Síða 35
Menning 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
■ Föstudagur 5. desember kl. 19:30
Víkingur og Bartók
Hljómsveitarstjóri: Michal Dworzynski
Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson
Béla Bartók: Píanókonsert nr. 3
Ludwig Van Beethoven: Sinfónía nr. 8
Ludwig Van Beethoven: Leonóru-forleikur
Einn dáðasti píanóleikari landsins, Víkingur Heiðar
Ólafsson, leikur einleik með hljómsveitinni í píanókonsert
sem hann lék til sigurs í einleikarakeppni við Julliard-
tónlistarháskólann nýverið.
■ Laugardagur 20. desember kl. 14 og 17
Jólatónleikar
Jólatónleikar Tónsprotans eru sívinsæl skemmtun og
lykilatriði við að komast í jólaskapið hjá þeim fjölmörgu
sem láta sig aldrei vanta.
Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar eru
beðnir um að ganga frá greiðslu sem fyrst.
RAUÐU sinfóníutónleikarnir á
fimmtudag spönnuðu tímana
þrenna. Vínarklassík með fyrstu
Lundúnasinfóníu Haydns (af 12),
nútíma með fiðlukonsert eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson frá 1978/81, og
eftir hlé með heimsfrægri síðróm-
antísku píanótjáningu Modests
Mússorgskíjs frá 1874 á mynd-
verkum Victors Hartmanns í ný-
klassískri orkestrun Ravels frá
1924. M.ö.o. algengt afbrigði af
hefðbundnustu tónleikadagskrám
sinfóníuhljómsveita þar sem sam-
tímaverk kom í stað kons-
ertforleiks eða einleikskonserts.
Fór sízt illa á því, enda harm-
óneruðu ólíku verkin undravel
saman þrátt fyrir tveggja alda yf-
irferð.
Það var fyrst með heildar-
útgáfum geisladiskssniðsins upp úr
1980 að almennir hlustendur náðu
utan um ótrúlegt ríkidæmi stóraf-
kastamannsins Josephs Haydns.
Því 104 hljómkviður hans (1758-95)
taka sitt drjúga hillupláss í hljóð-
riti. Vel á annan metra á 78 snún-
inga lakkplötum, þriðjung þess á
LP – en á CD aðeins rúmfang
tveggja lítra mjólkurfernu! Og sá
meðhöndlanleiki gerir gæfumuninn
– að maður tali nú ekki um innblás-
inn toppflutning krafta á við
Austro-Hungarian Haydn Orc-
hestra undir stjórn Adams Fisc-
hers, sem ættu að hafa myndað
tímahvörf í Haydn-túlkun á síðari
árum.
Alltjent hvarflaði að mér oftar
en einu sinni í D-dúr sinfóníunni að
Rumon Gamba hefði heyrt og með-
tekið þá afburðaútgáfu. Annað
væri líka undarlegt, svo vægt sé til
orða tekið. Fischer og félagar laða
flestum betur fram náðargáfu Ha-
ydns til að koma á óvart í stóru og
smáu, og meðferð Rumons og SÍ
bar þess einnig merki – að við-
bættri „Schwung“-tjábrigðahefð
Vínarbúa á rúberuðum hend-
ingamótum sem leyfir músíkinni að
anda. Flest kom hér fram sem
koma þurfti – skáldlegar and-
stæður, kankvís húmor og undra-
verður frumleiki sem Haydn virðist
geta lumað á fram í hið óend-
anlega. Þrátt fyrir nokkur hvatvís
tempóvöl varð samt blessunarlega
lítt vart við ofvirkt tímastressið
sem stundum hefur bagað túlkun
aðalstjórnanda SÍ, og spilendur
fíluðu greinilega verkið í botn.
Sif Tulinius aðstoðarkons-
ertmeistari sá um einleik í Fylgj-
um [18’], fiðlukonserti Þorkels sem
hér var Íslandsfrumfluttur í endur-
skoðuðu gerðinni frá 1981 (frum-
gerðina frumflutti Paul Zukofsky
með SÍ 1978). Þó að verkið kalli
varla á virtúósa fingurbrjóta tókst
Sif oft fallega upp, og verkið náði
víða seiðandi flugi. M.a. með skör-
uðum þráfrumum í ætt við flögr-
andi vatnadísakös, og litríkri or-
kestrun þar sem tveir
celestustaðir leiddu jafnvel hug-
ann að ryðbrunnri bremsuskál á
upphöfnu astralplani. Vonandi
mun konsertinn eftirleiðis rata í
verkefnaval hérlendra fiðluleikara
þar sem hann á heima.
Um Myndir á sýningu þarf ekki
að eyða mörgum orðum. Hugvit
Rússans ber öll merki óumdeil-
anlegs meistaraverks í víðfeðmri
útleggingu hans á frjóum málara,
og orkestrun Ravels hefur fyrir
löngu borið af öðrum, enda klass-
ískt námsefni í meðferð sinfón-
íusveitar. Snörp en yfirveguð með-
ferð hljómsveitarstjórans tryggði
sömuleiðis hámarkstúlkun, enda
hljómsveitin vandanum vaxin í öll-
um hljóðfæradeildum.
Sannarlega fullgild frammistaða
fyrir fullkomið framtíðarhús – og
verðugur hvati til fullgerðar þess.
Frumlegt hugvit í heiðtærum litum
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Háskólabíó
Haydn: Sinfónía nr. 93. Þorkell Sig-
urbjörnsson: Fylgjur. Mússorgskíj: Mynd-
ir á sýningu. Sif Tulinius fiðla; Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Rumon
Gamba. Fimmtudaginn 27. nóvember kl.
19.30.
Sinfóníutónleikar bbbbn
Morgunblaðið/Einar Falur
Sif og Þorkell Sif tókst oft fallega upp, segir m.a. í dómi gagnrýnanda.
SÝNING á verki hol-
lensk/frönsku myndlist-
arkonunnar Mathilde
ter Heijne stendur nú
yfir í sýningarrýminu
101 Projects að Hverf-
isgötu 18 A.
Verkið ber titilinn
„Woman to Go“. Er það
innsetning sem sam-
anstendur af 180 mismunandi póstkortum á 10 póstkortastöndum.
Kortin eru prentuð í fjölda eintaka og gefst gestum kostur á að taka
kort með sér. Er þetta listaverk ter Heijne í sífelldri vinnslu og endur-
skoðun.
Á kortunum eru svarthvítar ljósmyndir af konum frá ólíkum heims-
hornum og af ólíkum stéttum. Á hverju kortanna má lesa nafn konu,
fæðingar- og dánardag og æviágrip; allt eru þetta kvenréttindakonur
og miklar kjarnakonur er voru uppi um aldamótin 1900. Ekki eru bein
tengsl milli myndar og texta, nema útlit kvennanna vísar oft til þjóð-
ernisuppruna þeirrar sem textinn er um. Textarnir eiga þannig við um
konur, sem voru sannanlega á lífi en ekki hafa endilega fundist mynd-
ir af. Verkið er í senn sagt pólitískt og ljóðrænt.
Ter Heijne vinnur með ýmsa miðla en er þekktust fyrir innsetningar
og myndbandsverk, þar sem hún kemur sjálf fram auk þess að nota
nákvæmar eftirmyndir af sjálfri sér í raunstærð úr vaxi og plast-
efnum. Verk hennar hafa verið sýnd víða, til að mynda í Stedelijk Mu-
seum í Amsterdam, PS1 í New York, Hamburger Bahnhof í Berlín og
á Seoul- og Sjanghæ-tvíæringunum.
101 Projects var áður 101 Gallery. Birta Guðjónsdóttir er listrænn
stjórnandi starfseminnar. efi@mbl.is
Konur á póstkortum
Woman to go Verk Mathilde Tel Heijne.
Mathilde ter
Heijne sýnir í
101 ProjectsEftir Jóhann Bjarna Kolbeinssonjbk@mbl.is
„ÞETTA var allt unnið á þessu ári,
allt ný verk,“ segir myndlistarmað-
urinn Bjarni Þór Bjarnason um sýn-
ingu sína sem
stendur yfir í
Listasetrinu
Kirkjuhvoli á
Akranesi.
„Þetta er mest-
allt olíumálverk,
en svo nokkrar
vatnslitamyndir
líka. Þetta er með
expressíonísku
ívafi, en um leið
fígúratívt og út í
abstrakt. Svo eru olíumálverkin að
mestu unnin með spaða þannig að
það er svolítið gróf áferð á þeim.
Þetta er svona í þeim stíl sem ég hef
verið að vinna með að undanförnu.“
Alls eru um 50 verk á sýningunni,
og því ljóst að Bjarni hefur afkastað
miklu á árinu. „Ég er eiginlega bara
í þessu, að mála. En svo vinn ég líka,
er aðeins að kenna í grunnskólanum
hérna á Akranesi,“ útskýrir hann.
Bjarni hefur haldið fjölda einka-
sýninga í gegnum tíðina. Hann
stundaði nám í Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands og Myndlistaskóla
Reykjavíkur á árunum 1975 til 1980.
Þá nam hann í Engelsholm Kunst-
hojskolen í Danmörku á árunum
2003 til 2004.
Sýning Bjarna er opin alla daga
nema mánudaga frá kl. 15-18, en hún
stendur yfir til 7. desember. Í gamla hverfinu Eitt olíuverka Bjarna á sýningunni.
Expressíonískt og abstrakt
Bjarni Þór Bjarnason sýnir um 50 verk á Akranesi
Bjarni Þór
Bjarnason
BLÚSKVÖLD Blúsfélags Reykja-
víkur hafa verið haldin fyrsta
mánudag í hverjum mánuði á Ró-
senberg við Klapparstíginn í vetur,
og kvöldið í kvöld er engin und-
antekning þar á. Að þessu sinni
koma fram Blúsmenn Andreu með
sjálfa Andreu Gylfadóttur í broddi
fylkingar, og hljómsveitin Devil’s
Train. Veislustjórn er í höndum
blúskóngs Íslands, Halldórs Braga-
sonar. Tónleikarnir hefjast stund-
víslega klukkan 21.
Blúsmenn
og Devil’s
Train
Morgunblaðið/hag
Andrea Verður á Rósenberg í kvöld ásamt Blúsmönnum sínum.