Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Qupperneq 17
STJARNAN
RÆÐA FLUTT í PARÍS
15
að leita að hamingju, svipast um til þess' að athuga, hvað er
hamingja.
Hver einasti maður, Iivort sem hann er Hindúi, Búddhatrú-
armaður eða kristinn, er bundinn af trú sinni, sökum þess, að
sjerhver trúarhrögð lialda á lofti þeirri hugmynd, að menn fari
til himnaríkis ef þeir geri það, sem gott sje, og til helvítis, ef
þeir vinni það, sem er ilt.
En ekkert er til sem kallast getur gott eða ilt, til er aðeins
fáviska og þekking. Og hæfileiki til þekkingar, fullkomnunar
og sannleika er fólginn hið innra með oss, og reynslan er nauð-
synleg, til þess að liann geti notið sín.
Á meðan vjer erum að safna oss þessari reynslu, megum
vjer aldrei gleyma takmarkinu, sem er takmark allra, hvort sem
menn teljast til ákveðinna trúarhragða eða engra. Tilgangur lífs-
ins er fylling þessarar hamingju, handsömun þessarar liamingju,
sem fæst með þeim hætti, að vjer frelsum sjálfa oss frá öllum
lítilfjörlegum girndum, frá öllu sem fjötrar, frá öllum tak-
mörkunum.
Ef þjer á annað horð kannist við það, að tilgangur lífsins
sje þessi lausn frá öllum girndum, sem nær hámarki sínu í
einni grundvallarþrá eftir eilífri hamingju, þá sjáið þjer að
hamingjuleit manna meðal jarðneskra hluta er að sumu leyti
nauðsynleg og þörf.
Vjer vitum að þessi liamingja er til. Vjer höfum eygt liana
i friði og tign hugsjónárinnar, sem hið dásamlega útsýni fram-
undan, lætur oss í tje. Vjer liöfum kent slíkrar hamingju í
sjálfum oss og getum ekki efast um að liún sje til.
Ef þjer kannist við að lífið sje oss gefið, til þess að vjer
getum öðlast hamingju, þá verðið þjer að vísa á bug öllu, sem
engan atbeina veitir til að öðlast hana.
Það er ekki mitt verk lijer í kvöld, að halda að yður regl-
um, trúarsetningum eða trúarjátningum, heldur að henda á tak-
markið, sem mannkyninu er sett, listamönnum, vísindamönn-
um, trúmönnum, og hinum, sem enga trú aðhyllast.
Takmark alls mannkyns er hamingja, hamingja, sem lætur
oss lausn í tje. En þjer getið ekki farið til villimanna, þeirra,
sem eru óþroskaðir og ekki mentir og skýrt þeim frá því, að
takmark lífsins sje eilíf hamingja, því að þeir liafa eklci aflað
sjer nægilegrar reynslu til að reisa með hið eilífa ríki. Þjer
gétið ekki breytt þeim með neinu kraftaverki, þjer getið ekki
með þroska yðar, lífi eða löngunum j’ðar, þröngvað þeim til að
ganga inn í ríkið. En þeir, er þekkja tilgang lífsins, eiga að vísa
mönnum veg, þeir eiga að vera viti á ströndum kólgudimms
sjávar.