Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Síða 20
18
ST.TARNAN
RÆÐA FLUTT í PARÍS
Um mörg ár, og ef til vill jarðiífum saman, hefi jeg leitað
án afláts og' krafist þess án afláts að komast að sannleikanum.
Því að alt, sem lilutrænt er og áþreifanlegt, líður undir lok, og
eigin persónuleiki vor týnist sömuleiðis. Vjer týnum oss í þess-
um stundlegu efnum, meðan vjer erum að leita hins eilífa.
Vjer verðum að vísa á bug öllu, nema sannleiksleitinni, til
þess vjer getum fundið þetta ríki, vakið þenna guð og veitt hon-
um afl.
Yður mun verða Ijóst að lif allra einstaklinga er eining,
þvi að í hverjum einstakling er neisti sem blundar eða vakir.
Um leið og einstaklingar hafa fengið innri frið og innri þroska,
kemur heimsfriður og heimsþroski af sjálfu sjer.
Sá ásetningur að öðlast þessa lausn, og aðferðin til að afla
hennar er á valdi yðar sjálfra. Það er ekki fólgið í höndum ein-
hvers óþekts guðs, ekki í kirkjum eða musterum, lieldur i sjálf-
um yður. Því að kirkja, musteri og trúarhrögð binda, og þjer
verðið að vaxa upp úr allri draumglýju um guð, til þess að geta
aflað yður lausnarinnar. Svo að þjer þurfið á styrkleik, liug-
rekki og' þekkingu að halda, til þess að geta öðlast ríki hamingj-
unnar og' greint milli þess, sem varanlegt er og liins, sem er
fallvalt.
Yður mun skiljast að þjer verðið að lifa einföldu lífi, sem
laust er við allar þessar flækjur, kröfur og girndir. Það ætti að
vera færra af guðum og færra af musterum. Ekki sakir þess að
þau sjeu ill —- eða góð, heldur vegna hins, að í yður sjálfum
býr kraftur guðs, þar er liamingjurikið er þjer gangið inn í, til
þess að móta liina sjerstöku hugsjón sem fyrir yður vakir um
eilífð og liamingju. -—
Þjer munuð því komast að raun um, að guðirnir er þjer til-
biðjið liið jTtra, láta ekki nægilegan kraft og lífsorku i tje þeim
manni, sem þráir að grundvalla sannleikann að fullu og öllu.
Þeir geta, sakir tilbeiðslu yðar og elsku, veitt yður fullnægju i
hili, en þeir geta aldrei gefið yður þann liyrningarstein sann-
leikans, er þjer leitið að.
íhugið þelta augnablik: Þegar dauðinn hrífur einhvern ást-
vin yðar á hrott, fær enginn guð fullnægt yður í söknuði yðar
og þrá. En ef yður er unt að sameinast þeim, er þjer liafið mist,
þá er engin þörf á millgöngu nokkurs. Og þeirri sameiningu fáið
þjer aðeins til vegar komið með því, að fella að velli hina sjer-
stöku veru, sem i munni yðar lieitir: „jeg“ eða „jeg' sjálfur".
Þjer munuð því sjá þegar í uppliafi, að ef trygt samræmi á
að fást milli líkamanna þriggja, sem sjerhver yðar hefir, þá er
það mikilvægt atriði, að þjer upprætið aðskilnaðarkendina. Því
að ef þjer fáið ekki sigrast á sjálfinu, skapar það jafnan örlög