Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Side 27
STJARNAN
DYR LAUSNARINNAR
25
jeg hefi fundið frið og fullsælu, brenn jeg' stöðugt af löngun
eftir að gera aðra menn hamingjusama, að benda þeim á
lausnarveginn og leiða þá, sem eru áhyggjufullir, sem þjást og
eru sorgmæddir, að lausnardyrunum, þar sem friður ríkir og
kvrð, þar sem vegurinn sjálfur er orðinn takmarkið. Því þar eru
engir áfangastaðir stöðugrar fjallgöngu, því þar er takmarkinu
náð. Þar eru engin mismunandi stig andlegleika, eða framfara,
þar liætta allir hlutir að vera til og vegfarandinn rennur saman
við veg friðarins. Altaf þegar jeg liugsa um þetta, — sem er oft —
þá þrái jeg að leysa mennina, að sýna þeim dyrnar og veita
þeim lausnina; og vegna þess að jeg hefi sigrað, hefi öðlast
lausn og frið, vil jeg að sjálfsögðu veita yður hlutdeild i þessu
öllu og opna yður dyrnar, svo þjer getið sjeð þann veruleika,
sem yður er nú hulinn. En þjer verðið að verða elskhugar og
lærisveinar lausnarinnar og sannleikans, svo þjer getið afsalað
yður öllum hlutum og látið alt lúta þessari einu ósk. Þrá }fðar
verður að vera svo brennheit að hún sigri alt: þjáningar, sorgir,
áhyggjur, smámunasemi, afhrýði og reiði.
Tökur dæmi af fátækum manni, sem vill verða millíóna-
eigandi. Hann hefir þessa einu þrá: að safna auði, að hrúga
saman fjármunum, sem liann hyggur að sje mesta lmoss heims-
ins. Hann tekur að gefa sig við þessu og að skerpa vitsmuni
sína, hæfileika og þrár, til þess að öðlast þessar millíónir, sem
hann heldur að muni gera sig óháðan og hamingjusaman. Vilji
hann ná þessu takmarki innan ákveðins tíma þá verður hann
að gera miklar kröfur til sjálfs sin, hafa mikla starfsorku og
framkvæmdaþrek. Þannig verður sjerliver yðar að setja sjer
lausn sem liið hæsta takmark, sem allir hlutir i lifi vðar verða að
lúta, öll hollusta vðar, öll elska og allar persónulegar tilfinn-
ingar. — Þá verðið þjer lausnin sjálf; þá mun lausnin fæðast
innra með vður.
Þegar þjer hafið einu sinni öðlast lausn, eins og jeg, þá
verðið þjer sjálf takmarkið, vegna þess að ekkert æðra er til.
Hvað er það, sem sjerhver maður í heimi hjer þráir, annað en
fi-ið og fullsælu? Og þegar þjer hafið öðlast það, þá verður alt
annað aukaatriði; Þá verðið þjer sjálf takmarkið, 'þjer verðið
sjálf skaparar, endalok allrar leitar, takmark allrar hugsunar,
allra hluta. — Vegna þessa, vegna þess að jeg hefi fundið
þetta, og er orðinn takmarkið, lausnin og hamingjan vil jeg gefa
yður þetta með mjer. Jeg þrái að gera yður að sönnum læri-
sveinum lausnarinnar, en þjer verðið fyrst að þrá hana. Enginn
skóli er til fyrir þá, sem lausnina vilja öðlast, engar bækur,
því að þeir læra alla hluti af sjálfum sjer. Þeir vðar, sem ekkert
þrá annað en lausnina, þurfa engra skóla með, en hinir, sem