Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Qupperneq 28
STJARNAN
26 DYR LAUSNARINNAR
eru ennþá hikandi og fálmandi, fastir í neti því, sem ofið er af
sorgum og þjáningum, áhyggjum og smámunasemi, geta liaft
gott af að sækja skóla, þar sem kend eru ýms hcimspekikerfi
og viðhafðir helgisiðii’, en frelsið takmarkað. Ef þjer færuð i
þess konar skóla, þá munduð þjer glata sjálfum yður og þrá
yðar, þjer munduð líka valda uppreisn í þeim skóla, vegna þess
að þjer gefið yður ekki á vald myndugleika annara manna, nje
látið þá drotna yfir yður. Þjer verðið að þrá að rannsaka alt
og eyðileggja alt, sem liindrar yður frá lausn og hamingju.
Meðan þjer eruð hjer, getið þjer sjeð, og jeg hygg að þjer
sjáið að nokkru leyti, — liið opna hlið að veginum, sem liggur
til friðar. En áður en þjer getið skilið og skynjað þennan veg
skýrt og án takmörkunar — því takmarkanirnar húið þjer sjálf
til, — verðið þjer að rífa blæjuna frá augurn vðar og vera
miskunnarlaus við vður sjálf. Þegar þjer komið að þessum d}T-
um, verðið þjer að vera undir það húin að klæðast nýjum klæð-
um, er veita yður frelsi og frið. Þjer verðið að koma nakin og
hafa afsalað yður ölluin hlutum. Með öðrum orðum: Þjer verðið
að afneita sjálfum yður til þess að öðlasl lausn; þjer verðið að
afneita sjálfum yður til þess að geta fundið veginn, er til friðar
liggur. Eins og kafarinn kafar niður í hafdýpið, reiðubúinn til
að hætta lífi sínu í leit að gagnslausri perlu, sem er mikils virði
í heimsins augum, þannig verðið þjer að kafa djú]it niður, nak-
in, reiðubúin til að týna sjálfum yður, hugrökk svo að þjer
þorið að týna sjálfu lífinu.
Sökum þess að jeg Iiefi fundið frið og fullsælu, sökum
þess að jeg er vegur friðarins, langar mig til að aðrir leggi út
á þann veg. Vegna þess að jeg elska í raun og sannleika, þrái
jeg innilega að frelsa aðra, að leysa þá frá sorgum þeirra, þess
vegna mun jeg fara um heim allan og kenna.
Opnið hlið hjartna yðar svo að þjer getið gengið inn i ríki
fullsælunnar og orðið sannir frelsarar mannkynsins. Þá munuð
þjer ganga til þeirra, sem þjást og syrgja og sannfæra þá um að
hamingja þeirra, lausn og sáluhjálp er fólgin innra með þeim
sjálfum.