Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Síða 34
32
VITURLEG, UPPREISN
STJARNAN
öðru sæði, liann uppsker það á næsta uppskerutíma. Það, sem
liann sáir mun hann uppskera, en það sem hann sáir ekki mun
hann ekki uppskera. Þannig er sá sem stofnar örlög, liann upp-
sker eins og hann sáir. Fávíslegar hugsanir, lieimskulegar til-
finningar og fánýt störf skapa illgresið meðal liveitisins. Hvernig
sem hugsanir hans, tilfinningar eða verk kunna að vera, þá
verða afleiðingarnar ætíð sama eðlis. Þess vegna verður sá er
lausnina þráir, ekki aðeins að eýða sjálfinu, heldur einnig'
að starfa á rjettan liátt. Því upp af rjettu hugarfari, lilfinn-
ingum og' störfum vex það trje, sem verndar og skýlir mörg-
um öðrum á veginum — á vegi þeim, sem liggur til friðar.
Þegar sjálfinu hefir verið eytt, þá er lausnin fengin
og' hliðið opið að ríki hamingjunnar. Það ríki er nirvana,
hamingja. Sá, sem segir að í því ríki sje líf fer vilt og sá, sem
segir að þar sje ekkert líf fer einnig vilt. Þvi það er eins og
bál, sem neistar hrökkva úr, og sjerhver vðar er slíkur neisti;
en þegar þjer hafið eytt sjálfinu, þá gangið þjer inn i
ríkið og einstaklingseðli yðar leysist upp og samlagast bálinu.
Þetta er æðsta takmark allra eftirlangana, það er lausn, það er
ríki hamingjunnar. Ef þjer skiljið þetta, þá munuð þjer sjá að
mátturinn til fullkomnunar býr í yður sjálfum. Jeg get ekki
stöðvað hjólið, jeg' get ekkert augnablik lialdið því kyrru. Það
er óstöðvandi og hlýtur að velta. En um leið og' þjer skynjið
þetta ómælisbál, sem er á bak við hina sýnulegu tilveru og' skvn-
heima alla, fer hjólið að liægja á sjer og orka þess að dvína.
Og eins og eldurinn eykst ef kastað er brenni á glæðurnar,
þannig eykur liver neisti, er sameinast bálinu á hitamagn þess
og dýrð. Þeir, sem bafa náð lausninni, eins og jeg, þeir eru
hlutar af því báli, þeir hafa evtt sjálfinu. Þeir liafa gengið inn
þangað, sem ekki er líf og þó lif, þar sem ekki er kjrrð og þó
kyrð, — og þeir hafa sjeð sannleikann. Þetta er takmark allrar
þróunar, bugsana og tilfinninga, takmark allra manna.
Þjer verðið því, vinir mínir, að gera yður grein fyrir þess-
uin eilífa sannleika: að þegar sjálfið deyr, þá munu hrynja
veggir þeir, sem útiloka yður frá takmarkinu. Þá munu liverfa
hindranir þær, sem útiloka yður frá ííki hamingjunnar. Þetla
er hinn rjetti skilningur á lausn.
En til þess að eignast þennan sannleik, til þess að sjá ást-
vininn, til þess að öðlast lausnina, og til þess að geta opnað for-
dyrið inn að ríki liamingjunnar, er nauðsynlegt að þeir sem
leita ávinni sjer rólyndi og' kristallstæran lireinleik. Þeir verða
að vera lausir úr dróma lífs og dauða, en fyrst og fremst tærir
sem berglindin og' hreinir, sem heiðskír liiminn.