Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Qupperneq 45
STJARNAN
HÆSTI TINDURINN
43
þvi, er liann liyggur að sje rjett eða rangt. En á meðan hann
lætur aðra stjórna sjer, og beygir sig undir drottinvald annara,
verður Iiann að hýrast á sömu hæðinni.
En til er annar flokkur manna, þeir eru ákafir og fram-
sæknir, og' þeir hafa komið auga á heiðan himininn neðan af
neðsta gólfi. Þeir hafa enga löngun til að horfa út um hvern
einasta glugga, því að þeir eiga imyndunarafl og nota það í
þarfir þróunarinnar. Þeir eru knúðir áfram af þorsta eftir þekk-
ingu, og ganga rakleitt fram hjá hjáguðum, prjedikurum, bók-
um, falskenningum og kreddum. Þeir ganga fljótlega gegnum
öll þessi stig, staðnæmast mjög litið við hvern glugga og ná
revnslu á hverri hæð, þar til þeir að lokum ná þeirri efstu þar
sem lausnina er að finna. Tilgangur reynslunnar er að kenna
vður að afsala yður því, sem er tál, og að evðileggja það, sem
ekki er sannleikanum samkvæmt; til þess að þjer lialdið yður
við sannleikann, eins og skiphrotsmaður við bjarghring. Hinn
eina, eilífa sannleik, sem er lausn. Þegar þjer hafið einu sinni
náð tökum á þeim sannleik, þá staðnæmist þjer ekki framar
við helgidómana á leið yðar meðfram veginum, cða hjá prje-
dikurum, hversu mælskir sem þeir eru, því þeir prjedika það,
sem sjálfir guðirnir þrá — lausnina. Þegar þjer hafið einu-
sinni fest augun á takmarkinu, þá verður reynslan sjálf yður
lausn.
Jeg hefi reynt að rótfesta hjá yður löngun til að ná takmark-
inu, til þess að þjer leitist við sjálfir af eigin ramleik að ná
hátindi lausnarinnar, þar sem frelsið býr og fullsæla ríkir. Sú
þrá, og sú þekking, sem er ávöxtur reynslu, sú viska, sem er á-
vöxtur sorga og skilgreininga, er að jeg vona, á tryggum grund-
velli, svo að þjer látið ekki leiðast frá ásetningi yðar, og orka
vðar þverri ekki, heldur margfaldist. Því að eins og jeg hefi
sagt er frelsi og fullsæla liinn eini helgidómur og markmið,
hinn eini sannleikur, sem vert er að berjast fvrir og ná. Það er
hinni eini sannleikur, sem allir menn, hverjum flokki sem þeir
tilheyra, munu eignasl, og allir trúflokkar. Ef þjer hafið einu
sinni komið auga á það, munuð þjer ekki framar efast, nje láta
ginnast afvega, ekki framar byggja múra milli yðar og tak-
marksins, nje þurfa nokkurra túlka með. Þjer munuð þá ekki
framar staðnæmast við helgidómana meðfram veginum, nje
tilbiðja guði þá, sem á leiðinni verða — því allir guðir eru tál
og liverfa úr sögunni. Aðeins sannleikurinn um frelsið og full-
sæluna varir við, en öllum hálfsannindum og hálfveruleik á að
svifta hurt, og öll yðar hálfvelgja á að hverfa. Þá verðið þjer
einbeittir, þá er stefna vðar örugg, og ásetningur vðar öflugur
til að ná takmarkinu.