Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Blaðsíða 53
STJARNAN
51
ERINDI FLUTT { LGNDON
fundið uppsprettulind hamingjunnar. Hugur minn er ckki
skemdur af óteljandi truarsetningum og erfðakenningum, held-
ur er liann fús til að rannsaka alt, sem fyrir ber, af alúð og með
skynsemi. Þetta eru fyrstu skilyrðin til skilnings á sannleikan-
um. Fyrstu skilvrðin til þcss að leysa lífið frá þess þröngu tak-
mörkunum, trúarjátningum, kreddum og kennisetningum.
Atlnigum til dæmis hvað er að gerast i nýtísku málverkalist,
húsagerðarlist og í öllu, sem hefir á sjer blæ hinna nýju hugsana
og tilfinninga. Fyrir skönnnu var jeg staddur i París með vini
mínum, sem er þektur nýtísku málari, og hann sýndi mjer eina
af myndum sínum, — eina af þessum myndum utan við veru-
leikann. — Fyrstu áhrifin voru ógeðfeld, en vinur minn sagði:
„Dæmdu ekki, þú ert vanur sjerstakri gerð málverka, sem hafa
viss lilutföll, sjerstakar hugmyndir og ákveðnar línur og liti o.
s. frv. Jeg er að gera tilraun með mvndagerð, sem mjög fáir
hafa reynt. Vera má að liún sje fjarstæða, en mig langar til að
þú lítir á þetta með skynsemi og skilningi og hleypidómalaust.
Ef þú gerir það, muntu skilja hvað jeg mála“. Og eftir stundar-
korn fann jeg — þar sem áður virtust engin blutföll, lögun, litir
eða línur, að þar var lögun, litir og línur. En fyrst í stað skildi
jeg þetta ekki, af því að liugur minn var vanur vissum hug-
myndum um lögun, liti og lilutföll.
Þannig þarf hugur, sem er haldinn af bleypidómum, að fá
sannleikann gegnum sjerstök form. Hindúinn heimtar Iiann
gegnum sín trúarbragðaform; liinn kristni heimtar sannleikann
gegnum sín trúarbrögð og sama er að segja um Buddhatrúar-
manninn, Múhamedstrúarmanninn o. s. frv. En sannleikurinn
kemur aldrei gegnum form eða gegnum nein ákveðin mót af
mannahöndum ger, og til þess að skilja sannleikann, sem er líf-
ið, verðið þjer að koma undirbúnir, óhlutdrægir og hleypidóma-
lausir í liuga og lijarta. Þetta er fyrsta skilyrðið, ef þjer viljið
skilja lifið — eins og jeg vil útskýra það fyrir yður, hvort sein
þjer eruð kristinn, guðspekingur eða eitthvað annað og elskið
viðhöfn trúarbragðanna og kerfi þeirra.
I öðru lagi: til þess að skilja lífið, og þar með sannleikann,
ættuð þjer að vera í uppreisnarhuga gegn öllum rótgrónum trú-
arskoðunum, kreddum og játningum. Lítið á það, sem cr að
gerast í heiminum. Hvar sem þjer farið er uppreisnarandi, —
einkum meðal yngri kvnslóðanna, — gegn hinum rótgrónu sið-
ferðishugmyndum. Þetta sprettur af óánægju með allskonar
drottinvald, — og það er alveg rjettmætt, — því bugur og hjarta
sem gerir sjer alt að góðu, er sem stöðupollur í kyrlátum skógi.
Á slíkum pollum vex grænt slý, og engin skepna kemur þar til
að svala þorsta sínum. Þar er kyrstaða, og' þannig er sá hugur,