Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Side 100
UPPSKERUTÍMI LÍFSINS
ST.IARNAN
98
svo að þjer getið styrkari orðið. Jeg hefi gert það, til þess að
þjer getið hreinsað hugi yðar og borið upp óskir yðar, svo að
þjer getið veitt hamingju og lausn viðtöku. Er það ætlun mín,
að þeir sem liafa strítt við sjálfa sig og reynt alvarlega að
komast að sannleikanum og ná takmarkinu, hafi sjeð það.
Og þeir, sem hafa sjeð það, eiga hægra með að leiða aðra
og koma þeim á rjettan veg. Jeg liefi orðið aðnjótandi frelsis
og fullsælu, þess vegna tel jeg það hlutverk mitt að miðla yður
og veita yður styrk í baráttu yðar fyrir frelsi og fullsælu. Alt
verðið þjer að leggja í sölurnar fyrir frelsið og fullsæluna. Þar
sem þjer hafið verið með mjer, liefi jeg' leitast við að full-
komna }rður á þessum skannna tíma. Þetta liefir verið mjer
mögulegt, af því að fræðarinn hefir verið með yður og revnt
að fullkomna j'ður á stuttum tíma. Hann verður með yður
framvegis. Jeg hefi opnað yður hjarta mitt og veitt yður kraft.
Haldið áfram á veginum. Af því að þjer liafið móttekið og
sum nálgast dýrðina, verðið þjer að halda áleiðis og miðla
öðrum. Þar eð þjer hafið öðlast, — jeg vil ekki segja fullkomna
lausn — af því að það er ekki satt, — þar sem þjer hafið verið
leiddir á veginn, þar sem þjer hafið þegar gengið spöl, þá er
það yðar að verða fullkomin á stuttum tíma. Þjer hafið sjeð
Ástvininn, og hann mun húa hjá yður og fylla hjörtu yðar
friði. Það liefir verið ásetningur minn, þegar jeg' hefi talað við
yður, að gefa yður af því, sem jeg á, til þess að styrkja yður
í viðleitni vðar. En af því að þjer liafið móttekið, skuluð þjer
vitur vera og máttug í orði og athöfn. Þetta er yðar aðalskylda,
skylda yðar við sjálf yður. Þjer hafið lagt yður liana á herðar.
Hvar sem þjer farið, eigið þjer að vera lærisveinar frelsis og'
fullsælu. Af því að Astvinurinn dvelur í mjer, her jeg tak-
markalausan kærleika til yðar allra. .Teg finn ekki til neinnar
sorgar nje nokkurs angurs, þótt þjer farið brottu. En jeg er
glaður yfir því, að þjer hafið sjeð lausnina með yðar innri
sjónum og fundið hamingjuna í hjörtum vðar. Og þegar þjer
eruð farin, þá miðlið öðrum, þá eruð þjer vitur. Þjer aukið
með þvi yðar eigin hamingju og fegrið hugsjón vðar. Þjer eruð
vitur, ef þjer miðlið öðrum, en þjer eruð fávis, ef þjer húið að-
eins sjálf að frelsi yðar og fullsælu. Þjer glatið hamingju yðar,
ef þjer veitið engum neitt, ef þjer gefið ekki af því, sem þjer
eigið.
Jeg hefi orðið þess áskynja, að mörg yðar liafa skilið mig,
en mörg yðar eru flækt í yðar eig'in snörum, yðar eigin möskv-
um. Mjer hefir veitt erfitt að greiða yður úr snörunum og gera
yður frjálsa. Sum yðar æskja ekki að verða frjáls. Þjer viljið
halda áfram að vera fjötruð. Þegar reynt er að leysa yður, þá