Morgunblaðið - 03.01.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
RAFMAGNSLEYSI setti svip sinn
á áramótagleði Skagfirðinga á gaml-
ársdag. Rafmagnslaust varð á Sauð-
árkróki rétt fyrir klukkan sex þegar
verið var að leggja lokahönd á ára-
mótasteikina á flestum heimilum í
bænum.
Allur bærinn var rafmagnslaus í
tæplega 20 mínútur en ákveðnir
hlutar bæjarins í tvo til þrjá klukku-
tíma. Margir brugðu á það ráð að
klára steikina á gasgrillinu áður en
hún var borin fram. „Það voru vita-
skuld góð ráð dýr svona á síðustu
stundu,“ segir Margeir Friðriksson,
íbúi í Malgerði 15 á Sauðárkróki, en
þar var rafmagnslaust fram eftir
kvöldi. Matreiðslan á steikinni, og
helsta meðlæti sem krafðist hitunar,
var kláruð á grillinu. „Þetta kom
svona niður á okkar hverfi og það
þurfti að bregðast við því. Það voru
margir sem gripu til þess að nota
grillin og við vorum þar á meðal.
Matreiðslan gekk ljómandi vel. Við
kláruðum kartöflur og sósu á grill-
inu. Þetta setti skemmtilegan svip
þá kvöldið. Rafmagnið komst svo
aftur á skömmu fyrir Áramóta-
skaupið.“
Orsök rafmagnsleysisins var sú að
spennir hafði brunnið yfir en starfs-
menn RARIK brugðust skjótt við og
tryggðu Sauðkrækingum fulla lýs-
ingu inn í nýja árið.
magnush@mbl.is
Morgunblaðið/Margeir
Eldað Maríanna Margeirsdóttir og
Sigurlaug H. Valgarðsdóttir leggja
lokahönd á áramótamatinn.
Kláraði
steikina
á grillinu
Rafmagnsleysi
á versta tíma
INGIBJÖRG
Sólrún Gísladótt-
ir, utanrík-
isráðherra og
heiðursfélagi
Friðarráðs pal-
estínskra og ísr-
aelskra kvenna,
hvetur almenn-
ing, ríkisstjórnir,
alþjóðastofnanir,
fjölmiðla, al-
þjóðlega verkalýðshreyfingu og aðra
til að gefa gaum yfirlýsingu Frið-
arráðsins um hernaðaraðgerðir Ísr-
aela á Gaza-svæðinu. Í fréttatilkynn-
ingu segir að Ingibjörg Sólrún taki
undir kröfuna um að árásum Ísr-
aelshers verði þegar í stað hætt og
að friðarviðræður verði hafnar að
nýju þegar í stað með þátttöku Frið-
arráðsins.
Tveir fulltrúar Friðarráðsins, frá
Ísrael og Palestínu, komu til Íslands
í febrúar sl. til að kynna stefnu ráðs-
ins.
Styður kröfu
Friðarráðsins
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
KRISTJÁN Ara-
son, eiginmaður
Þorgerðar Katr-
ínar Gunn-
arsdóttur
mennta-
málaráðherra, til-
kynnti samstarfs-
mönnum sínum í
Nýja Kaupþingi í
gær að hann væri
hættur störfum. Kristján starfaði
sem framkvæmdastjóri viðskipta-
bankasviðs bankans. Finnur Svein-
björnsson, forstjóri Nýja Kaup-
þings, sagði í samtali við mbl.is í gær
að hann Kristján hefði átt frum-
kvæði að ákvörðun sinni sjálfur.
„Hann taldi að með þessu myndi
hann leggja sitt af mörkum til að
þess að skapa ró og frið um framtíð
bankans. Ég met það mikils,“ sagði
Finnur.
Kristján er fjórði framkvæmda-
stjóri nýja bankans, sem starfaði áð-
ur hjá gamla bankanum sem lætur
af störfum á skömmum tíma. Þá
hættu einnig tveir starfsmenn sem
annast höfðu umsjón með sam-
skiptum við fjölmiðla og fjárfesta,
þeir Jónas Sigurgeirsson og Bene-
dikt Sigurðsson.
Kristján
Arason hættir
Kristján Arason
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
„EKKI mjög frumlegar“ og bera
vott um „óðagot eða taugaveiklun í
herbúðum sjálfstæðismanna“ er
meðal þess sem forystumenn stjórn-
arandstöðunnar segja um hugmynd-
ir Geirs H. Haarde um að kosið verði
fljótlega um hvort farið skuli út í við-
ræður um aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, samráðherra hans, segir hins
vegar eðlilegt að þá fari fram alþing-
iskosningar samhliða.
Ingibjörg Sólrún segist almennt
telja að kostirnir verði að vera mjög
skýrir þegar mál eru lögð í þjóðarat-
kvæði. „Ég óttast að það skorti upp á
það þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fer
fram um að fara í viðræður. Að þá
verði gert út á annars vegar óraun-
hæfar væntingar og kannski for-
dóma hins vegar. Ég hef því vissar
áhyggjur af því að fara þessa leið.“
Verði hún engu að síður ofan á segir
hún sterk rök hníga að því að kosið
yrði til Alþingis samhliða.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, segir að flokkur-
inn hafi ekki tekið endanlega afstöðu
til þess hvort rétt sé að hafa tvöfalda
kosningu um aðild og aðildarviðræð-
ur að ESB. „Það sem mér leist ekki
vel á í ræðu Geirs voru hugmyndir
hans um að rjúka í þetta á einhverj-
um vikum. Ég átta mig satt best að
segja ekki á því hvers konar óðagot
eða taugaveiklun er í herbúðum
sjálfstæðismanna því þetta eru svo
stór og afdrifarík mál að menn hljóta
að ætla að gefa eðlilegan tíma fyrir
umræður og skoðanaskipti áður en
farið er að kjósa um þessa hluti.“
Hann segir oft hafa verið rætt með
hvaða hætti væri lýðræðislegast að
standa að þessu máli. „Okkar meg-
inafstaða er sú að fyrstu kosningar á
Íslandi eigi að vera alþingiskosning-
ar og það fyrr en seinna.“
Millileiknum sleppt
Valgerður Sverrisdóttir, formaður
Framsóknarflokksins, segir tillögu
Geirs ekki nýja af nálinni. „Sjálf-
stæðismenn hafa verið ótrúlega
tregir til að taka þessi mál til umfjöll-
unar en þetta er ákveðið skref og það
er ástæða til að fagna því.“ Hún segir
miðstjórn Framsóknarflokksins hafa
ályktað á þessa veru í fyrravor og
lagt fram tillögu á Alþingi sem ekki
hafi fengist rædd. „Þetta eru því ekki
mjög frumlegar hugmyndir. Hins
vegar hafa hlutirnir gerst hratt í
þjóðfélaginu síðan og á miðstjórnar-
fundinum í nóvember var ákveðið að
flýta flokksþingi okkar þar sem um-
fjöllunarefnið yrði hvort Ísland eigi
að ganga til aðildarviðræðna við Evr-
ópusambandið án þess að fara í
þennan millileik.“
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, segist sam-
mála því að borið verði undir þjóðina
hvort fara eigi út í aðildarviðræður,
enda sé slíkt í samræmi við stefnu
Frjálslynda flokksins um íbúalýð-
ræði. „Ef meirihluti hennar segir já
þarf að skilgreina þau markmið sem
hafa á í slíkum viðræðum.“ Hann
bætir því við að meðan fiskveiði-
stjórnunarkerfið haldist óbreytt sé
Frjálslyndi flokkurinn andvígur að-
ild að ESB. Setja þurfi ákvæði í
stjórnarskrá hvað teljist auðlindir
þjóðar áður en farið er út í viðræður
um aðild að ESB.
Ólík viðbrögð formannanna
Ingibjörg: Alþingiskosningar yrðu samhliða Steingrímur: Óðagot og taugaveiklun sjálfstæðis-
manna Valgerður: Flokkurinn fallinn frá hugmyndinni Guðjón: Samþykkur þjóðaratkvæði
Steingrímur J.
Sigfússon
Valgerður
Sverrisdóttir
Guðjón A.
Kristjánsson
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Geir sagði í
áramóta-
grein sinni
sjálfgefið að
þjóðin kysi
um hugs-
anlega aðild
að ESB. „En
vegna alvöru
og mik-
ilvægis máls-
ins tel ég einnig koma til
greina að ríkisstjórnin fái, ef
til þess kemur, skýrt umboð
fyrirfram í þjóðaratkvæða-
greiðslu til að ganga til aðild-
arviðræðna við ESB. Eðlilegt
væri að setja sérstök lög um
slíka atkvæðagreiðslu strax í
febrúar og ganga til þjóð-
aratkvæðis nokkrum vikum
síðar að lokinni eðlilegri kynn-
ingu á málinu.“
Lög sett í febrúar
Geir H. Haarde
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ÁRIÐ sem nú er að líða verður
Anítu Briem eflaust minn-
issstætt fyrir flest annað en efna-
hagshrunið á Íslandi. Þetta er
árið sem hún skaust upp á
stjörnuhimininn sem aldrei fyrr
með sinni fyrstu Hollywood-
kvikmynd, ævintýramyndinni
Journey to the Center of the
Earth. Í kjölfarið standa henni
nú án efa opin ný tækifæri sem
hugsanlega voru ekki fyrirséð
fyrir ári.
„Mér finnst þetta ár hafa liðið
á augnabliki, mjög stór partur af
einbeitingu minni fór í að fylgja
eftir þessu stóra skrefi í frama
mínum og lífi,“ segir Aníta. Að-
spurð hvort 2008 sé árið sem hún
„meikaði það“ sparar hún þó
stóru orðin. „Þetta orðatiltæki
„að meika það“ er svolítið sér-
kennilegt. Fyrir mér á það við
stóran árangur í þínu fagi og
það sem gefur þér meiri frelsi og
undir þeirri skilgreiningu, þá
var þetta ár mikill árangur í
mínu lífi,“ segir hún.
Eflaust öfunda hana margir af
því lífi sem hún hefur lifað und-
anfarna mánuði í Hollywood-
hæðunum en Aníta lætur vel-
gengnina ekki hlaupa með sig í
gönur. „Það er einstök tilfinning
að sjá að maður geti uppskorið
það sem maður sáir. Ég hef samt
aldrei þurft að hafa svona hug-
fast hvað ég vil, með hverjum og
á hvað ég trúi!“ segir Aníta og
bætir við: „Það er stundum
þannig að því hærra sem maður
klífur því mikilvægara er að
hafa fæturna á jörðinni. Fyrir
mig þýðir það að hafa markmið
mín mjög hugföst, að skapa um-
hverfi þar sem ég get haft list-
rænt frelsi með því fólki sem ég
dáist að og líkar við, og að geta
haft fjölskylduna mína í kringum
mig.“
Bónorð á mörgum
tungumálum
Vinnan að Journey to the Cent-
er of the Earth tók þó mikið af
Anítu, bæði við gerð myndarinnar
sjálfrar og ekki síst kynning-
arstarfsins í kjölfarið. Aníta segir
þá reynslu að mörgu leyti hafa
verið undarlega og jafnframt
skemmtilega, hún hafi einkennst
af endalausum viðtölum, stílistum
og jafnvel bónorðum á nokkrum
mismunandi tungumálum.
„Fólk alls staðar í heiminum
var mjög forvitið um Ísland og
þar sem rætur mínar virðast
verða sterkari því lengur sem ég
er í burtu, þykir mér gaman að
segja frá okkar litla en öfluga
samfélagi, rótum okkar og nátt-
úrunni sem mér finnst að eigi
svo stóran þátt í að mynda okk-
ur sem þjóð,“ segir Aníta sem er
þó ekkert á leiðinni að flytja
heim á næstunni því nú þarf að
hamra járnið á meðan það er
heitt. Fljótlega hefjast tökur í
Fíladeflíu á næstu mynd hennar,
The Storyteller, þar sem hún
vinnur m.a. með leikaranum
Wes Bentley og segist hún
hlakka til að geta byrjað aftur
að vinna fyrir framan myndavél-
arnar. „Mér finnst samt mik-
ilvægt að vanda valið á næsta
verkefni sem ég tek að mér og
er því að funda með fólki sem
mér þykir athyglisvert og kann
að fara með sögur sem mér þyk-
ir vænt um.“
Mikilvægt að hafa
fæturna á jörðinni
Aníta Briem
naut mikillar vel-
gengni á liðnu ári
Leikkona Fljótlega hefjast tökur í Fíladelfíu á næstu mynd Anítu.