Morgunblaðið - 03.01.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
Útsölustaðir:
Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Lyfja og
Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is,
Náttúrulækningabúðin, Hagkaup, Nóatún, Lyfjaval, Barnaverslanir og sjálfstætt
starfandi apótek um allt land.
Ekki gleyma að drekka Birkisafann
frá
um
hátíðarnar
Safinn virkar vel á eðlilega
úthreinsun líkamans
Lífrænt ræktaður, án aukaefna
Losar bjúg
Léttir á liðamótum
Losar óæskileg efni úr
líkamanum
Góður fyrir húð, hár og neglur
Blanda má safann með vatni
Má einnig drekka óblandað
Velkomin að skoða
www.weleda.is
leysi orðið mest hjá ungu fólki. Á
þessu tímabili hafi atvinnuleysi
jafnan aukist nokkuð um áramót
en síðan dregið úr því eftir því sem
á árið líður. Vinnumálastofnun
reiknar með því að svipað verði
upp á teningnum nú. Efnahags-
horfur séu þó verri nú en þá og því
verði atvinnuleysið nokkuð meira.
Spá Seðlabanka Íslands, sem fjár-
lög Alþingis tóku meðal annars
mið af, gerir ráð fyrir svipuðu at-
vinnuleysi og Vinnumálastofnun
eða um 10 prósent í lok ársins.
Starfsmenn Vinnumálastofnunar
byggðu skýrslu sína um vinnu-
markaðinn meðal annars á tölu-
legum upplýsingum frá Hagstof-
unni, Seðlabanka Íslands,
fjármálaráðuneytinu og niðurstöðu
fjárlaga. Einnig er hún byggð á
samtölum við forsvarsmenn fyr-
irtækja.
AÐ MATI Vinnumálastofnunar
mun atvinnuleysi aukast hratt á
næstu mánuðum og verða mest í
sumar samhliða því að námsmenn
koma út á vinnumarkaðinn eftir að
skólahaldi lýkur á þessari önn.
Samkvæmt skýrslu Vinnu-
málastofnunar er talið að atvinnu-
leysi geti orðið 9 til 10 prósent á
vormánuðum. Yfir hásumarið og í
haust mun það síðan minnka og
verða 7 til 9 prósent. Stofnunin
reiknar með því að það verði með-
alatvinnuleysi ársins.
Í skýrslunni kemur fram að með-
alatvinnuleysi verði mest meðal
fólks á aldrinum 18 til 24 ára. Það
verður mest um 13 prósent að því
er fram kemur í tölulegri úttekt í
skýrslunni.
Í skýrslunni er vitnað til þess að
í niðursveiflu í efnahagslífinu á ár-
unum 2001 til 2004 hafi atvinnu-
Spáir að atvinnuleysi geti
orðið 9-10% á vormánuðum
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„BYRJAÐ var að beita úðanum þeg-
ar fólkið braut niður hurð sem veit
inn í gamla framanddyrið. Það hefði
getað komist um allt hús ef við hefð-
um misst það inn. Því var okkur ekki
til setunnar boðið lengur og urðum að
drífa þetta af einn, tveir og þrír,“ seg-
ir Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri
hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins,
um aðgerðir lögreglu þegar fjöldi
fólks reyndi að brjóta sér leið inn á
Hótel Borg á gamlársdag. Fólkið
reyndi að trufla útsendingu Stöðvar 2
á umræðum flokksformanna í Krydd-
síldinni og rofnaði útsendingin þegar
skemmdir voru unnar á tækjabúnaði
stöðvarinnar.
Fjöldi fólks fékk yfir sig piparúða
lögreglunnar og svaraði það með því
að kasta öllu lauslegu í lögreglumenn.
Kantsteini var hent í andlit eins þeirra
með þeim afleiðingum að hann kinn-
beinsbrotnaði. Sá sem kastaði fannst
ekki en Arnar segir slíkt ekki liðið.
Málið er í rannsókn og fer lögreglan
m.a. yfir upptökur af óeirðunum. Þrátt
fyrir allt er Arnar ánægður með
hvernig til tókst. „Í heildina séð er ég
það. Kannski vegna þess að ég veit
ekki til þess að neinn af mótmælend-
unum – ef hægt er að kalla alla það –
hafi meiðst. Samkvæmt því má halda
því fram, að við höfum ekki beitt sterk-
ari meðulum en þurfti. Menn þurftu
aðeins að fara í bað og þvo sér í framan
og voru jafnheilir aftur.“
Arnar er hins vegar mjög óánægð-
ur með meiðsli lögreglumannsins.
„Þegar grjóthnullungi er kastað inn í
hóp af fólki þá er lífshætta á ferðum.
Það er algjörlega óásættanlegt. Þetta
er í skoðun hjá okkur og við förum yf-
ir okkar vinnubrögð í kjölfarið.“
Þrír voru handteknir fyrir að neita
að hlýða fyrirmælum lögreglu og var
þeim sleppt að loknum yfirheyrslum.
Ekkert lát virðist vera á mótmæl-
um og svo virðist sem meiri harka sé
að færast í mótmælendur. Arnar seg-
ir álagið vissulega mikið að und-
anförnu og árið hafi verið sérstakt að
því leyti að mótmælin eru að breyt-
ast. „Við erum að fara inn í óvissu-
tíma. Við þurfum að skoða þetta
vandlega og aðlagast breyttum tím-
um.“
Óskipulögð mótmæli
Mótmælin við Hótel Borg voru
svokölluð óskipulögð mótmæli. Efnt
var til þeirra m.a. með skilaboðum á
samskiptasíðum, s.s. Facebook. Einn-
ig hefur mikil umræða orðið um mót-
mælin á vefsvæðum einstaklinga og
sitt sýnist hverjum um aðgerðir lög-
reglunnar. Ber flestum þó saman um
að hlutirnir hafi gerst afar snögglega
og mótmælendur hafi ekki haft næg-
an tíma til að komast undan gasá-
hlaupi lögreglunnar.
Þess má í lokin geta að í dag verður
efnt til 13. útifundarins á Austurvelli.
Þar ávarpa Einar Már Guðmundsson
rithöfundur og Dóra Ísleifsdóttir
fundinn.
Morgunblaðið/Júlíus
Portið rýmt Eftir að mótmælendur voru reknir út af Hótel Borg grýttu þeir m.a. lögregluna með kantsteinum. Lögreglan rýmdi í kjölfarið stærra svæði.
Réttlætanleg beiting úða
Aðalvarðstjóri hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins segir lögreglu ekki hafa beitt
sterkari meðulum en þurfti við Hótel Borg enda hafi enginn mótmælandi meiðst
Morgunblaðið/Júlíus
Aðhlynning Á þriðja tug manna fékk á sig piparúða sem þurfti að skola burt.
STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir lögregluna
bregðast við þeim verkefnum sem upp koma. „Ég geri ráð fyrir að menn
hafi mismunandi skoðanir á því hvort lögregla hafi verið of hörð eða lin, en
við bregðumst við í samræmi við tilefnið hverju sinni. Okkar hlutverk er að
halda uppi lögum og reglu og það er það sem við gerum.“
Spurður um hvort hann telji viðbúnað lögreglunnar hafa verið nægileg-
an á gamlársdag, s.s. með það fyrir augum að tilkynnt hafði verið um mót-
mælin og að trufla ætti útsendingu þar sem ráðamenn þjóðarinnar sátu á
rökstólum, segir Stefán alltaf hægt að velta upp slíkum spurningum, sér-
staklega eftir það sem síðar gerðist.
Höldum uppi lögum og reglu
TEKJUSKATTUR einstaklinga
hækkaði úr 22,75% í 24,1% nú um
áramót. Á sama tíma hækkaði per-
sónuafsláttur úr 34.034 kr. á mán-
uði í 42.205 kr. og nemur sú hækk-
un 24% milli ára.
Samkvæmt því sem fram kemur í
fréttatilkynningu fjármálaráðu-
neytisins er annars vegar um að
ræða hækkun í takt við breytingar
á vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði,
og hins vegar fyrsta áfanga af
þremur í hækkun persónuafsláttar,
sem er hluti af þeim skattaaðgerð-
um sem ríkisstjórnin samþykkti á
síðasta ári.
Alþingi samþykkti þá nýlega að
hámarkshlutfall útsvars yrði hækk-
að úr 13,03% í 13,28% og geta sveit-
arfélög því nú ákveðið útsvar á
bilinu 11,24% til 13,28%. Ætla 54 af
78 sveitarfélögum að leggja á há-
marksútsvar og nýtir eitt þeirra sér
sérstakt 10% álag sem þýðir að út-
svarshlutfallið verður 14,61%. Þrjú
sveitarfélög leggja þá á lágmarks-
útsvar og eitt hefur ákveðið að
lækka útsvarshlutfallið frá því sem
var á þessu ári.
24% hækk-
un persónu-
afsláttar
RÍKISSTJÓRNIN naut fjögurra
prósentustiga meira fylgis í desem-
ber síðastliðnum en mánuði fyrr og
mældist stuðningur við stjórnina
36%, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.
Vinstri hreyfingin – grænt fram-
boð mældist með mest fylgi eða 29%,
þó hafði flokkurinn misst þriggja
prósentustiga fylgi frá því í nóvem-
ber. Stuðningur við Samfylkinguna
minnkaði einnig um þrjú prósentu-
stig milli mánaða og mældist hún
með 28% stuðning í desember. Fylgi
við Sjálfstæðisflokkinn jókst um
fjögur prósentustig frá því í nóvem-
ber og mældist flokkurinn með fylgi
fjórðungs kjósenda í desember.
Fylgi annarra stjórnmálaflokka
breyttist lítið milli mánaðanna nóv-
ember og desember 2008. Stuðning-
ur við Framsóknarflokkinn mældist
8% í desember og 4% kváðust ætla
að styðja Frjálslynda flokkinn og
jafnstórt hlutfall studdi Íslands-
hreyfinguna – lifandi land. Tæplega
3% svarenda kváðust ætla að kjósa
eitthvað annað en þá flokka sem
buðu fram í síðustu kosningum.
Niðurstöðurnar voru unnar úr
netkönnun sem Capacent Gallup
gerði 27.11-28.12. sl. Úrtakið var
4.352 manns og svarhlutfall rösklega
62%. Tæplega 13% svarenda tóku
ekki afstöðu eða neituðu að gefa
hana upp. Rúmlega 16% sögðust
myndu skila auðu ef kosið væri í dag.
Fleiri styðja
stjórnina