Morgunblaðið - 03.01.2009, Side 18

Morgunblaðið - 03.01.2009, Side 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA er bara mjög sorglegt,“ segir Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla, en þeg- ar hann var kallaður að skólanum á nýársdags- morgun höfðu 96 rúður verið brotnar. Fimmtán ára nemandi gekk berserksgang um nóttina, í annarlegu ástandi og notaði hamar til að brjóta rúður í skólanum. Hann var handtekinn á vett- vangi undir morgun og var þá alblóðugur á hönd- um. Hann er talinn hafa verið einn að verki. Hilmar segir málefni piltsins verða skoðuð eftir helgi og þá með barnaverndaryfirvöldum og í framhaldi verði ákveðið hvernig brugðist verði við. Skólahald á áætlun Hilmar segir ekki búið að glerja en mælt var út fyrir nýjum rúðum strax á nýársdag. Einhvern tíma tekur þó að fá allt glerið. Skólahald hefst samt samkvæmt áætlun næstkomandi þriðjudag. Spurður út í kostnaðinn sem hlýst af athæfi pilts- ins segist Hilmar ekki hafa tekið hann saman. Ljóst sé þó að hann sé mikill. Hjá fyrirtækinu Gleri og lásum fengust þær upplýsingar að nóg hefði verið gera eftir nýárs- nótt. Margar rúður hefðu verið brotnar víða á höf- uðborgarsvæðinu. Braut hátt í hundrað rúður  Fimmtán ára nemandi í Réttarholtsskóla gekk berserksgang við skólann á nýársnótt  Pilturinn var handtekinn á vettvangi, alblóðugur á höndum og með hamar í hendi Í HNOTSKURN »36 minni háttarskemmdarverk voru til- kynnt lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu á gaml- árskvöld og nýársnótt. Aðallega var um að ræða rúðubrot. »Alls voru 210 verkefnibókuð frá kl. 19 á gaml- ársdag til kl. 8 á nýárs- morgun. Það eru töluvert fleiri mál en í fyrra, en þau voru þá um 170. »Meðal annars var inn-brotsþjófur gripinn glóðvolgur, grímuklæddur með hníf og hamar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyðilegging Pilturinn beitti hamri sínum á hverja þá rúðu sem hann náði til og skarst við lætin. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is NÝTT opinbert hlutafélag um rekst- ur Keflavíkurflugvallar og Leifs- stöðvar tók til starfa um áramót. Það tók yfir flugvernd af embætti lög- reglustjórans á Suðurnesjum, auk Flugmálastjórnar á Keflavíkurflug- velli og Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar. Kristján L. Möller samgönguráð- herra ýtti nýja félaginu úr vör við athöfn í flugstöðinni í gær. „Nú vinna allir undir sama hatti. Með því aukum við skilvirkni og hag- kvæmni,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri fyrirtækisins. Breytingin er gerð á erfiðleikatím- um í ferðaþjónustu. Farþegum sem um völlinn fara hefur fækkað. Björn Óli segir að aðstæður hafi vissulega breyst vegna gengismála en ríkið hafi verið að styrkja fjárhagslegan grundvöll fyrirtækisins. Í framtíð- inni eigi flugvöllurinn að geta verið fjárhagslega sjálfbær. Segir hann góðar líkur á að það takist, ef farþeg- um fækki ekki meira en orðið er. Björn Óli segir það einnig hafa kosti að taka við starfi við þessar að- stæður. „Í góðæri hugsa menn stærra og eyða meiri peningum en þeir annars myndu gera. Við verðum að sjá til þess að hér sé flugvöllur með sem bestri þjónustu. Ef við get- um gert það núna verður það hægt um alla framtíð,“ segir hann. Fyrirtæki úr þremur stofnunum Ýtt úr vör Jón Gunnarsson, Kristján L. Möller og Björn Óli Hauksson. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson „NEI, ekki svo mjög. Við rákum flugvöllinn í Kósóvó sem íslenskan flugvöll,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri hins nýja félags, Keflavíkurflugvallar ohf. , aðspurður hvort ekki verði viðbrigði að koma til Keflavíkur eftir að hafa verið í Kósóvó. Björn Óli er rekstrarverkfræðingur og hefur unnið í Kósóvó frá árinu 2000. Fyrst var hann við uppbyggingu eftir stríðið á vegum utanríkisráðuneytisins. Tveimur ár- um síðar fór hann til starfa hjá Sameinuðu þjóðunum, var ráðinn yfirmaður starfsliðs hjá yfirmanni efnahagsmála í Kósóvó. Þar sá hann um öll flugmál héraðsins, þegar þau voru gerð borg- araleg. Íslendingar komu að uppbyggingunni og í lok árs 2004, eftir að Björn Óli lauk störfum fyrir SÞ, og varð hann verkefnisstjóri hjá Flugmálastjórn Íslands í Kósóvó. Hafði hann m.a. það hlutverk að stýra flugvellinum í höf- uðborginni Pristina. Hann kom beint frá Kósóvó í nýja starfið á Keflavík- urflugvelli. „Ég var að ljúka starfi mínu þarna og var til í nýja hluti,“ segir Björn. Hann byrjaði að undirbúa sameiningu Flugmálastjórnar og flug- stöðvar í október og telur sig hafa náð að setja mark á undirbúninginn. „Vissulega eru ýmsir hlutir frábrugðnir. Við urðum að fara afskaplega spart með peninga, þeir voru engir til í byrjun. En okkur tókst að koma upp flugvelli og þar er nú glæsilegur flugvöllur sem rekinn er með góðum hagn- aði. Ég held að við getum gert það sama hér,“ segir Björn Óli. Kemur beint frá Kósóvó Björn Óli Hauksson „JÚ, ÆTLI jólaruslið sé ekki að berast þarna upp eftir núna,“ segir Björn H. Halldórsson, for- stjóri Sorpu. Þrjár jarðýtur unnu að því að dreifa úr og þjappa rusli þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Björn segir jóla- ruslið vera eitthvað minna en í fyrra en það sé óverulegur munur þegar horft sé til heimilanna. „Bráðabirgðaniðurstöðurnar eru þær að um 9 prósentum minna hafi verið af rusli um þessi jól en þau síðustu. Þetta verður vonandi að góðu eldsneyti þegar fram í sækir. Ég geri að minnsta kosti ráð fyrir því.“ Morgunblaðið/RAX Jarðýtur urða jólaruslið í Álfsnesi SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á matsáætlun Landsnets fyrir Blöndulínu 3, frá Blöndustöð um Skagafjörð til Akureyrar. Stofn- unin gerir hins vegar margvíslegar athugasemdir sem hún fer fram á að teknar verði inn í frummats- skýrslu. Í athugasemdum sínum tekur Skipulagsstofnun mið af fjölmörg- um athugasemdum sem borist hafa við matsáætlun, ekki síst vegna legu háspennulínunnar í Skagafirði og landi Akureyrar. Meðal athugasemda Skipulags- stofnunar er að Landsnet geri grein fyrir og rökstyðji nauðsyn þess að leggja línu með 220 kílóvolta spennu þegar ekki á að nýta hana nema að hluta í upphafi. Skipulags- stofnun tekur undir athugasemdir um að fjalla þurfi um þann kost að fyrirhuguð lína verði lögð samhliða núverandi línu alla leiðina til Ak- ureyrar og hvort það sé valkostur að auka flutningsgetu núverandi línu í stað þess að byggja nýja. helgi@mbl.is Rökstyðji nauðsyn nýrrar línu Skilyrði fyrir mats- áætlun Blöndulínu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.