Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 26
26 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is É g fékk fyrst þessa hugmynd að orðabók fyrir sautján árum, þegar flóttamannahópur frá Víetnam kom hingað árið 1991. Þá fann ég hvað það vantaði mikið svona orðabók. En ég fékk ekki tæki- færi til að vinna að henni fyrr en fyrir einu og hálfu ári. Síðan þá hef ég verið í kapp- hlaupi við tímann og nú er hún komin út,“ segir Halldór Nguyen stoltur en hann réðst í það stórvirki að vinna rafræna orðabók sem er víetnömsk-íslensk og íslensk- víetnömsk. Halldór fékk á dögunum viðurkenningu Alþjóðahúss „Vel að verki staðið“ fyrir lofs- verða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi. Auk Halldórs fengu Edda Ólafs- dóttir og félagið Móðurmál viðurkenningu sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, afhenti. „Þörfin fyrir svona bók er mikil og hefur verið lengi. Við erum um fimm hundruð Ví- etnamar sem búum hér á Íslandi og það er erfitt fyrir Asíubúa að læra íslensku, þetta eru mjög ólík tungumál og framburðurinn erfiður.“ Kom einsamall til Íslands Halldór flutti til Íslands árið 1979, þá að- eins tuttugu og fimm ára. Hann var í fyrsta hópi flóttamanna frá Víetnam sem hingað komu. „Ég kom einn, ekki með foreldrum eða systkinum. Auðvitað var það erfitt en ég var ungur og aðlagaðist fljótt samfélag- inu hér. Tveimur árum eftir að ég kom hingað til lands, skellti ég mér í Iðnskólann og lærði vélvirkjun og þá var ég eini As- íubúinn í skólanum. Ég starfaði í fimmtán ár sem vélvirki hjá Vélamiðstöð Reykjavík- urborgar.“ Halldór segist hafa farið strax á íslenskunámskeið hjá Námsflokkum Reykjavíkur þegar hann kom til landsins fyrir tæpum þrjátíu árum. „En það nám stóð ekki yfir nema í hálft ár, sem var alls ekki nóg. En ég var duglegur að læra sjálf- ur, las dagblöðin og barnabækur til að æfa mig og þetta kom allt saman smátt og smátt,“ segir Halldór sem talar mjög góða íslensku enda starfar hann núna sem kenn- ari hjá Mími-símenntun, en þar kennir hann íslensku fyrir Víetnama. Kannski aftur til Víetnams Þegar Halldór var 45 ára þá skellti hann sér í nám í tölvufræði í Iðnskólanum. „Ég gerði það meðal annars með það í huga að geta sjálfur búið til forrit fyrir svona orða- bók. Ég lærði tölvufræði frá grunni og bjó svo bara sjálfur til forritið og var orðin fimmtíu og eins árs þegar ég lauk við það,“ segir Halldór og hlær. „Ég gaukaði þessari orðabókarhugmynd að henni Huldu sem er framkvæmdastjóri Mímis, þegar ég sat við hlið hennar á fundi á Akranesi um íslensku fyrir útlendinga. Hún tók vel í þetta og setti allt strax af stað.“ Vala, sem er kennari hjá Mími, hefur lesið íslensku orðin yfir fyrir Halldór en sonur hans, Ísak Nguyen, hefur líka hjálpað honum. „Hann er tuttugu og fimm ára og fæddur og uppalinn hér á landi og því með góð tök á tungumálinu, svo hann fór líka yf- ir þetta fyrir mig,“ segir Halldór sem hefur aðeins farið þrisvar í heimsókn til Víetnams á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá því hann flutti hingað. „Móðir mín býr þar og þrír bræður en ein systir mín býr í Frakk- landi og ég hef heimsótt hana fimm sinnum. Svo á ég líka bróður sem býr í Ameríku,“ segir Halldór sem vill gjarnan prófa að búa aftur í Víetnam, þó ekki væri nema um stundarsakir, en eiginkona hans, sem er líka víetnömsk, er ekki tilbúin til þess, svo einhver bið verður á því. Hefur ekki setið auðum höndum Halldór Nguyen fór í nám í tölvufræði með það í huga að búa til forrit til að geta gert rafræna orðabók fyrir Víetnama sem búa á Íslandi. Hann er hamhleypa til verka og það tók hann ekki nema eitt og hálft ár að klára bókina. Morgunblaðið/Golli Duglegur Halldór Nguyen hefur setið við hverja stund undanfarið eitt og hálft ár við að setja saman rafræna orðabók fyrir Víetnama. Hann er í hópi flóttamanna sem komu til Íslands 1979. Sambönd Fráskilinn karl lifir 9,3 árum styttra en kvæntur. Skilnaðurinn kostar konur jafnvel meira, 9,8 ár. Hins vegar getur karlmaður verið piparsveinn allt lífið án þess að lifa styttra fyrir vikið á meðan lífslengd kvenna styttist að meðaltali um 4,9 ár séu þær piparmeyjar, í samanburði við giftar eða lofaðar kynsystur sín- ar. Menntun Staðalmanneskjan í þýsku rann- sóknunum er með stúdentspróf. Sé kona með minni grunnmenntun kost- ar það hana 9,1 ár í lífslengd meðan karlmaður sleppur með 7,2 ár. Börn Konur lifa lengst þegar þær eiga börn en það kostar konu 3,2 ár að vera barnlaus. Fyrir karlana í þýsku rannsókninni skipti það engu hvort þeir áttu börn eða ekki. Atvinnuleysi Karlar tapa mest á atvinnuleysi því fimmtugur, atvinnulaus karlmaður lifir að meðaltali 14,3 árum styttra en kynbróðir hans með fasta vinnu. At- vinnuleysi kostar konurnar 12,3 ár. Reykingar Tölurnar í þýsku rannsókninni eru mun hærri en þau 9-11 ár sem al- gengt er reikna sem fórnarkostnað reykinga. Ef þýsk kona um fimmtugt reykir má ætla að það kosti hana 22 ár af lífi hennar en reykjandi karl- maður missir 18,2 ár. Hér er þó gert ráð fyrir miklum reykingum. Áfengisnotkun Lengstu lífslíkurnar eru tengdar hóflegri áfengisneyslu. Ofneysla áfengis er hins vegar sá þáttur sem hefur mestu neikvæðu áhrifin á lífs- líkur kvenna, sem missa 23,1 ár af lífi sínu við það að drekka of mikið. Karl- menn sem drekka of mikið stytta líf sitt með því um 16,2 ár. Sykursýki Sá þáttur sem hafði mest áhrif á karlana í þýsku könnuninni var syk- ursýki tvö, þ.e. áunnin sykursýki. Fimmtugur karl með sykursýki get- ur reiknað með því að lifa 21,4 árum styttra en kynbróðir hans sem er ekki með sjúkdóminn. Líf kvenna með sykursýki styttist hins vegar um 20,4 ár. Hár blóðþrýstingur Hár blóðþrýstingur hefur meiri áhrif á konur en karla og styttir líf þeirra um 12,4 ár á meðan hann stytt- ir líf karlanna um 7,4 ár. Eigin vitund Það sem þó gefur hvað bestu vís- bendingarnar um styttri lífslíkur er upplifun fólks sjálfs á eigin heilbrigði. Þeir sem eru ekki alveg ánægðir með heilsu sína geta klippt 18,9 ár af lífs- tíma sínum, séu þeir karlar, en 17,7 ár séu þeir konur. Hvað kosta aðstæðurnar? Reuters Brúðir Það er kannski engin ástæða til að hlaupa í hjónaband, jafnvel þótt lífslengd konu styttist að meðaltali um 4,9 ár sé hún piparmey. tvö börn. Samkvæmt útreikning- unum gat fimmtugur, þýskur með- alkarlmaður átt von á því að verða 78,32 ára en meðalkonan 81,91 árs. Hins vegar er gæðum lífsins misdeilt og sé vikið frá fyrirmyndarein- staklingnum fer lífsárunum að fækka. Athugið þó að tölfræðin sýnir ein- göngu meðaltöl og getur ekki talist vísbending um hvort ákveðnir ein- staklingar geta lengt líf sitt, t.d. með því að hætta við að skilja, né benda þær til þess að allir reykingamenn og áfengissjúklingar muni lifa jafn stutt eða langt. Þar fyrir utan verð- ur að gera ráð fyrir að ákveðnir þættir skýri ekki lífslengd með bein- um hætti, heldur geti aðrar ástæður komið til. Aðstæður og val hafa áhrif á lífslengd Vinkonur Konur eru yfirleitt líf- seigari en karlar. Mímir hefur fengið styrk til að gera orða- bókina frá Menntamálaráðuneytinu, Námsflokkum Reykjavíkur, Starfsafli og Starfsmenntaráði. Orðabókin inniheldur um það bil 9000 orð beggja mála, íslensku og víetnömsku. Hægt er að fá hana ókeypis í Mími en einn- ig er hægt að nálgast hana á slóðinni www.mimir.is Níu þúsund orð SKILNAÐUR styttir lífið um tæp tíu ár, reykingar kosta helmingi meira. Lífsval og -aðstæður fólks hafa greinileg áhrif á dauðann og nú hafa þýskir vísindamenn reiknað út hvað hver áhrifaþáttur kostar í árum. Berlingske tidende greinir frá rannsókn Þjóðverjanna sem mældu áhrif ýmissa félagslegra og persónu- legra aðstæðna fólks við ætlaða ævi- lengd staðaleinstaklings, sem skil- greindur var út frá því að hann væri 50 ára. Hjá körlum var um að ræða reyklausan kvæntan mann sem neytti áfengis í hófi, væri með stúd- entspróf og fastráðinn í vinnu. Hann væri við góða heilsu, byggi ekki einn og hefði hvorki of háan blóðþrýsting né sykursýki. Væri um konur að ræða bættist við að hún ætti eitt eða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.