Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 33

Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 gat þá orðið innilega kátur og glaður. Tryggvi var myndarlegur og laglegur maður og átti oft í vök að verjast gagnvart ásókn kvenna, sem girntust hann, en vegna hans eðlislægu góðmennsku átti hann stundum erfitt með að verjast svo að úr gat orðið smá misskilningur sem þó ávallt leiðréttist farsæl- lega. Ævistarf Tryggva var við mat- seld, hverja hann lærði í Dan- mörku á ungdómsárum sínum, hún fórst honum svo vel úr hendi að hann var eftirsóttur til starfa bæði til lands og sjós og var heiðraður opinberlega af stéttarfélögum sín- um með heiðursskjali og -peningi. Tryggvi var elskur að fjölskyldu sinni og á fjölda mannvænna af- komenda, sem nú syrgja elskuleg- an föður og afa, en geta unað við hlýjar minningar um góðan dreng. Ég sem þetta skrifa hef ekki átt annan betri óskyldan vin en Tryggva og er Ingu og máttar- völdunum þakklátur fyrir að hafa veitt mér aðgang að vináttu hans. Far þú í friði, vinur. Þorvaldur Hafberg. Þegar mamma tilkynnti okkur bræðrunum, þar sem við vorum að horfa á fótbolta á Njálsgötu seinnipart sunnudagsins 21. des- ember, að Tryggvi frændi Tausen hefði látist fyrir klukkustund síð- an, ræddum við fjölskyldan saman um hann, Ingu og börnin og þær ljúfu minningar sem við áttum um þetta viðkunnanlega og gefandi fólk. Pabbi hafði sagt mér nokkru áður að Tryggvi væri veikur, en það virtist litlu breyta um hversu óvæntar fréttir andlát mannsins voru sem ég þekkti og átti dýpri stað í hjarta mínu en ég áður vissi. Ég votta fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð og þakka jafnframt fyrir það sem ég hef fengið að gjöf frá ykkur öllum. Tryggvi frændi Tausen hafði alltaf verið fjölskyldu minni einstakur vinur og skemmti- legur. Sem barni var mér boðið að gista í Reykholti, sem unglingi í heimsóknir á heimili ykkar og Tryggvi frændi bjó til kjúkling sem hefur aldrei farið úr bragð- laukum minninganna. Og oftar en einu sinni fékk ég fullvaxinn að bera húsgögnin hans Tryggva á milli íbúða í Kópavoginum og finna til þess hversu öflugur ég var orð- inn. Og í gegnum þetta fólk fékk ég að kynnast þráðum í sjálfum mér og lærði að bera virðingu fyrir þeim. Þessi fjölskylda sem var svo lík minni: Húsbóndinn ættaður frá Suðureyjum Færeyja og settist að með fjölskyldu á Íslandi, húsmóðir ættuð að vestan og börnin sem virðast hafa svo skemmtileg blöndu af lífsdugnaði og léttlyndi, þar sem hver innan heildarinnar hefur fullt leyfi til að vera hann sjálfur. Takk fyrir mig og allar þessar ómissandi stundir. Hvíldu í friði með Guði, kæri frændi. Þór Martinsson Tausen. Tryggvi vinur minn er nú fallinn frá eftir snarpa baráttu við erfið veikindi. Okkar vinátta hefur stað- ið í nær fjóra áratugi, byrjaði á Bifrastarárunum og hefur staðið óslitin síðan. Tryggvi var fæddur og uppalinn í Færeyjum og kom hingað ungur að árum og settist hér að, kynntist Ingu sinni þegar hann var til sjós á Flateyri og þá var ekki aftur snúið. Hann var hamingjumaður í einkalífinu, eignaðist þrjú mann- vænleg börn og á því fjölmarga af- komendur. Tryggvi var sannkallað náttúru- barn, sem hvergi kunni betur við sig en í sveitinni, sérstaklega í Borgarfirði, þar sem hann og fjöl- skyldan dvöldu lengst af við störf og leik, fyrst á Bifröst og síðar í Reykholti, en Hvítársíðan var hon- um ekki síður hugleikin, þar sem hann hafði eignast sælureit að Laugarási í landi Síðumúla. Þang- að sótti Tryggvi vinur minn eins oft og hann gat og eftir að hann hætti launuðum störfum dvaldi hann þar langdvölum, sérstaklega við bakka Hvítár, þar sem hann stundaði bæði stangveiði og neta- veiði og ekki má gleyma veiði í gegnum ís á Norðurá. Þar undi Tryggvi sér best í faðmi íslenskra fjalla og borgfirskra dala. Tryggvi var einnig góður skot- veiðimaður og oft var merkilegt hvað hann náði miklum feng með einhleypunni. Hann var hins vegar gjafmildur með afbrigðum, hvort sem hann veiddi fisk sér til matar eða rjúpu fyrir jólin og hafði sér- staka unun af að gefa vinum sínum aflann og var því stundum sjálfur uppiskroppa með jólarjúpurnar. Þannig var Tryggva best lýst, hon- um fannst sælla að gefa en að þiggja. Tryggvi var matreiðslumaður að mennt, lærður af danskinum í Kaupmannahöfn á sjötta tug síð- ustu aldar. Hann var góður fag- maður en kunni þó aldrei almenni- lega við sig í þéttbýlinu. Úti á landi vildi hann vera eða til sjós, en þar var hann sérstaklega eft- irsóttur starfsmaður. Hér á árum áður vann hann á Gullfossi, en síð- ar á Norrænu, þar sem hann var yfirmatreiðslumaður og allra síð- ustu starfsárin vann hann sem kokkur á glæsilegustu aflaskipum landsins. Þó Tryggvi hafi kunnað vel við sig til sjós þá hafði Ísland þann segul, sem dró hann til sín og lengst af bjó hann í Brennubæ í Reykholti, þar sem hann sá um mötuneyti staðarins. Þar eigum við Kristín og fjölskyldan alveg einstaklega skemmtilegar minn- ingar um ánægjulegar samveru- stundir. Nú hefur Tryggvi kvatt okkur samferðamennina. Það verður fá- tæklegra um að litast og ekki von til þess að svipast verði um við Kljáfoss í Hvítá, hvort netstubbur liggi þar í streng eða hvort okkar maður sé kominn heim í Laugarás. Við Kristín sendum innilegar samúðarkveðjur til Ingu, Önnu Dóru, Villu og Marteins og fjöl- skyldna þeirra. Genginn er góður drengur sem unni Íslandi meira og betur en margir innlendir menn. Það fer vel á því að Tryggvi skuli vera jarðsettur í Reykholti, þeim stað þar sem hann átti sín bestu ár með fjölskyldu sinni og vinum. Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar, inntak hamingju þeim er njóta nær. (Guðmundur Böðvarsson.) Hrafn Magnússon. Góður félagi og samstarfsmaður okkar Tryggvi Marteinsson er lát- inn. Við kynntumst fyrst, þegar Tryggvi réði sig sem matsvein á frystitogarann Snorra Sturluson 1989, síðar fluttist hann með okkur yfir á Þerney og starfaði þar út sinn starfsaldur. Tryggvi var einstaklega þægi- legur maður í allri umgengni og góður félagi. Matseldin lá mjög vel fyrir honum, oft fannst manni hann setja eitthvað í pott eða á pönnu og útkoman var hinn besti heimilismatur, þrátt fyrir að vera að elda fyrir stóra áhöfn. Eftir- minnilegustu máltíðirnar eru svartfuglinn og steiktir þorskhaus- ar en þann mat kunni hann svo sannarlega að meðhöndla enda uppalinn í Færeyjum. Sátum við oft í borðsalnum og áttum skemmtilegt spjall um alls- kyns veiðiskap fyrir utan togara- mennskuna, s.s silungsveiði, rjúpnaveiði og fleira en Tryggvi var mjög áhugasamur veiðimaður. Fór spjallið vítt og breitt, frá gamla skútulífinu í Færeyjum þeg- ar Tryggvi var ungur, upp í Borg- arfjörð þar sem hann hafði starfað sem matsveinn á árum áður og þau Inga höfðu eignast sumarhús sem var þeim einkar hugleikið. Gott var þau hjónin heim að sækja í Borgarfjörðinn, þar sem Tryggvi undi hag sínum einna best. Tryggva kveðjum við af virðingu og við þökkum honum samfylgd- ina, eftir lifa hlýjar minningar um góðan dreng. Ingu og öðrum ástvinum vottum við einlæga samúð okkar. Þórður Magnússon. Kristinn Pétur Pétursson. Vinur minn og sveitapabbi, öð- lingurinn Tryggvi er fallinn frá. Þar fer góður drengur sem verður sárt saknað. Ég var ekki lengi að átta mig á því, kornung hnátan, að ég var komin til einstaklega góðs frænd- fólks í sveitinni þegar ég kom í Brennubæ til Ingu og Tryggva. Mér var tekið opnum örmum og varð eins og ein af systkinunum á sumrin. Það sem ég fyrst man eft- ir Tryggva var hvað mér fannst húðflúrið á handleggnum hans flott. Þarna fór greinilega alvöru töffari þótt hann væri hlýr og vinalegur. Mér fannst líka merki- legt að svona góður karl með húð- flúr kynni að búa til ljúffengan mat og enn merkilegra fannst mér að hann væri Færeyingur og kynni að tala færeysku. Ég og við frænk- urnar ungu vorum eins og blóm í eggi í sveitinni. Inga frænka dekr- aði við okkur, saumaði ný og flott föt á dúkkurnar mínar og leyfði mér að dást að símalínunum og Tryggvi fræddi mig um fiska og veiðiskap og sagði mér sögur. Hann var með hlýja og góða nær- veru sem lét öllum líða vel. Ég man bara eftir að hafa orðið hon- um sár eitt einasta sinn og það var þegar hann kallaði mig fiskifælu í veiðitúr. Þegar hann sá að mér sárnaði klappaði hann mér ljúflega á kollinn og sagðist bara hafa ver- ið að stríða, ég væri nú kannski efni í afbragðs veiðimann – sem ég var aldeilis ekki. Eins og verða vill í lífinu hitti ég Ingu og Tryggva og frændsystk- inin alltof sjaldan þegar fullorðins- árin tóku við, en það var ævinlega jafn gott að hitta þau, hvort heldur í Kópavoginum eða Borgarfirðin- um. Ég get enn hlegið að ógleym- anlegri ferð minni með þeim vin- unum Tryggva og Guðmundi í Brekkukoti þegar mér hlotnaðist sá heiður að vera sérstakur einka- bílstjóri þeirra eitt kvöldið. Þeir voru óborganlegir saman vinirnir og veiðifélagarnir þar sem þeir heimsóttu bæ og annan, rifu af sér gamansögurnar og gullmolana, sungu og spiluðu. Ég verð æv- inlega þakklát fyrir stóru sveita- fjölskylduna mína og sumrin öll í Reykholti hjá góðu fólki. Elsku Inga mín, Anna Dóra, Vilborg, Marteinn, tengdabörn, barnabörn og ástvinir, við Stein- unn vottum ykkar okkar innilegu samúð og biðjum góðan Guð að geyma ykkur og styrkja í sorginni. Minningin um góðan dreng lifir. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SÆVAR HELGASON, Suðurgötu 9, Keflavík, lést sunnudaginn 28. desember á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 5. janúar kl. 14.00. Ragnheiður Skúladóttir, Sigurður Sævarsson, Dröfn Rafnsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Jelena Raschke, Sigrún Sævarsdóttir Griffiths, Paul Stephen Helgi Griffiths, Ragnheiður Ösp, Sigríður Ösp, Sævar Helgi, Gunnhildur Ólöf, Rhys Ragnar, Sædís Rhea. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, systir og frænka, HANNA EDDA HALLDÓRSDÓTTIR, Hvassaleiti 157, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 21. desember, verður jarðsungin frá Grafavogs- kirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.00. Jón Egill Sveinbjörnsson, Hanna Dóra Ólafsdóttir, Gunnar Halldórsson, Svenný Hallbjörnsdóttir, Páll Einar Halldórsson, Bára Melberg Sigurgísladóttir, Gyða S. Halldórsdóttir, Sigurjón Bjarnason, Margrét Pálmadóttir, Hreinn Mýrdal Björnsson og aðrir vandamenn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og vinur, ELÍN J. ÞÓRÐARDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, lést fimmtudaginn 1. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 15.00. Elín J. Jónsdóttir Richter, Reinhold Richter, Valgerður Þ. Jónsdóttir, Árni Þórarinsson, Arngunnur R. Jónsdóttir, Helgi Rúnar Rafnsson, Jón Þórir Ingimundarson, Elín Ingimundardóttir, Ingimundur Eyjólfsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÓLAFÍA SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Lækjasmára 21, Kópavogi, sem lést sunnudaginn 21. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.00. Svanhvít Ásta Jósefsdóttir, Ásgeir Ólafsson, Björn Ingi Jósefsson, Dóra Ásgeirsdóttir, Ólafur Jósefsson, Steinunn Svanborg Gísladóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, GUÐBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Fornusöndum, V-Eyjafjöllum, síðast til heimilis í Þangbakka 8, Reykjavík. Séra Bolla Pétri Bollasyni færum við góðar þakkir fyrir hans nærgætni og hlýju á erfiðum tímum. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks líknardeildar Landspítala, Landakoti fyrir einstaklega góða umhyggju og hlýju. Ársæll Hafsteinsson, Bergþóra Hafsteinsdóttir, Klara Guðrún Hafsteinsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.