Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 34

Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Elsku Ari, þú varst svo góð- ur við mig. Þú varst líka svo fyndinn. Al- gjör grín-Ari og bull-Ari. Þú fórst oft með okkur í bíl- túr. Við fórum líka oft í Kolaport- ið að kaupa hákarl og harðfisk. Þú passaðir mig oft, þá fékk ég að horfa á sjónvarpið og þú gafst mér popp og kók. Þú fórst líka með okkur í sumarbústað, það var gaman. Við fórum oft í hjólatúr. Við fórum saman í bíó. Þú varst alltaf með okkur á jólunum. Ég sakna þín mikið. Kveðja Ásta Valgerður. HINSTA KVEÐJA ✝ Ari Arason, stýri-maður og við- skiptafræðingur, fæddist á Blönduósi 13. desember 1954. Hann andaðist 22. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðlaug Ni- kódemusdóttir, f. 30. október 1914, d. 12. júlí 2001 og Ari Jóns- son, f. 10. júní 1901, d. 6. janúar 1966. Syst- kini Ara eru: Sam- mæðra: 1) Brynjólfur Sveinbergsson, f. 17. janúar 1934, kvæntur Brynju Bjarnadóttur, f. 1942, þau eiga 3 börn og 6 barna- börn. 2) Jón Sveinbergsson, f. 8. mars 1936, kvæntur Sesselju Bjarnadóttur, f. 1942, þau eiga 3 börn og 7 barnabörn. 3) Grétar Sveinbergsson, f. 13. október 1938, d. 2. október 1992. kvæntur Guð- rúnu Steingrímsdóttur, f. 1943, þau eiga 3 börn og 8 barnabörn. Al- systkin: 4) Karl, f. 14. ágúst 1943, kvæntur Bryndísi Kjartansdóttur, f. 1943, þau eiga 6 börn, 18 barna- börn og 5 barnabarnabörn. 5) Þor- leifur, f. 9. apríl 1945, d. 11. nóv- ember 1991, sambýliskona Hildur Gunnarsdóttir, f. 1946. 6) Ingibjörg Þuríður, f. 31. maí 1946, hún á 1 barn og 1 barnabarn. 7) Valgerður, f. 4. janúar 1948, d. 3. júlí 1994, hún á 1 barn og 1 barnabarn. 8) Jón, f. 20. apríl 1949. 9) Sveinn, f. 22. október 1951, kvæntur Berg- ljótu Ósk Ósk- arsdóttur, f. 1953, þau eiga 4 börn og 11 barnabörn. 10) Har- aldur Nikódemus, f. 4. ágúst 1953, kvæntur Ingveldi Gestsdóttur, f. 1953, þau eiga 2 börn og 3 barnabörn. 11) Guðrún, f. 27. apr- íl 1956, gift Þóri Ein- arssyni, f. 1958, þau eiga 3 börn og 1 barnabarn. 12) Anna Helga, f. 28. janúar 1960, gift Guðgeiri Gunn- arssyni, f. 1960, þau eiga 4 börn og 4 barnabörn. Ari ólst upp á Blönduósi og lauk þar gagnfræðaprófi. Hann tók stýrimannapróf úr Stýrimannaskól- anum og stundaði ýmis störf á ýms- um skipum. Hann nam útgerð- artækni í Tækniskólanum og lauk svo viðskiptafræði frá Háskóla Ís- lands. Hans atvinna var við Fiski- félag Íslands og Fiskistofu Íslands sl. 15 ár. Hann var ókvæntur og átti engin börn en flest hans systk- inabörn áttu hann að, en hann var Ástu Valgerði Björnsdóttur syst- urömmudóttur sinni eins og afi, en mikil vinátta var þeirra á milli. Útför Ara fer fram frá Blönduós- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Litli bróðir minn, sem þó var aldr- ei lítill, er dáinn. Hann var fæddur stór og stækkaði óðum. Hann var alltaf duglegur en holdafarið háði honum svolítið þegar hann byrjaði að ganga, því ef hann datt þar sem óslétt var þurfti hann aðstoð við að standa á fætur. En það hjálparleysi óx fljótt af honum og honum varð fátt óviðkomandi. Hann og Halli næstyngsti bróðirinn voru einstak- lega óheppnir og það má segja að læknar og hjúkrunarlið hafi fengið að halda sér í þjálfun við að sauma og bródera og binda um sár. Ari varð snemma bráðger og fróð- leiksfús. Það kom þó ekki verulega fram í því að hann lægi í námsbókum sínum, en hann hafði þeim mun meiri áhuga á mínum en ég var 3 árum eldri. Ég hefði auðveldlega getað sent hann fyrir mig í mannkynssögu- og landafræðipróf þegar að lands- prófi kom. En þegar hann tók upp hjá sjálfum sér að fara í Stýrimanna- skólann stundaði hann það nám með prýði og endurtók árangur Kalla bróður okkar að keppa um hæstu einkunnir í gegnum skólann við menn sem höfðu mun betri undir- stöðu en þeir. Það stóð heldur ekki fyrir honum að taka Tækniskólann og fara í viðskiptafræði í Háskólan- um og lauk hann prófi þaðan með sóma. Hann var aðeins 11 ára þegar faðir okkar dó og fannst þá að hann þyrfti að standa meira á eigin fótum eins og við hin systkinin. Við áttum þó frábærlega duglega móður sem ekki gafst upp og einstaklega um- hyggjusöm eldri systkini, en sjálf- stæðið varð samt mikið. Ari var alltaf einstaklega skemmtilegur persónu- leiki og góður félagi, það geta vinir hans vitnað um. Þeir höfðu gaman af því að gantast við ýmsa, en þegar í óefni var komið var hægt að skýla sér bak við Ara, sem var stór og sterkur. Hann lenti oft í ryskingum, vegna þessa þó sjálfur væri hann gæðablóð. Einu sinni hafði komið til átaka sem nokkuð margir tóku þátt í og sást Ari koma stökkvandi inn í hópinn og héldu margir að hann ætl- aði að taka þátt í þessu en hann kom jafnskjótt stökkvandi út úr hópnum og þá með litlu systur í fanginu. Hún hafði orðið þarna innlyksa. Hann tók upp á því á þessum árum að láta hár og skegg vaxa villt og var oft svolítið villimannslegur að sjá. Ari var alla tíð einstaklega góður við börn og gamalmenni og þó hann virkaði hrjúfur var hann einstaklega hjartahlýr og góður maður. Hún móðir okkar hefði vissulega átt erf- iðari ellidaga af Ara hefði ekki notið við. Það voru ófáar ferðir sem hann tók hana með í, lengri og skemmri. Annað dæmi um mjúka manninn var þegar dóttir mín lét skíra eldri prins- inn sinn á afmælisdeginum sínum og systkinin og Unnur Brynja færðu honum stórgjöf að þegar Ari var að fara stakk hann að dóttur minni um- slagi og sagði henni að opna það ekki fyrr en hann væri farinn. Þar var þá dágóð peningaupphæð og miði: Að- eins fyrir þig sjálfa. Engir reikning- ar. Svona væri hægt halda lengi áfram. Við systkinin missum mikið að Ara gengnum. Hann var límið sem límdi og hélt tengslum. Ari minn, þín verður sárt saknað, en ég vil trúa að móttökunefndin verði stór sem tekur á móti þér og láti þér líða eins og þú átt skilið. Góða ferð. Sjáumst. Sveinn Arason. Það eru allir í önnum fyrir jóla- undirbúning, hugsa fyrir fjölskyldu og vini þar á meðal jólaboð og fjöl- skyldusamkomur, allir svo glaðir. En það breyttist fljótt því í hádeginu hinn 22. des hringdi síminn minn í vinnunni og Sveinn maðurinn minn sagði mér að Ari mágur hefði dottið niður í vinnunni sinni. Það greip mig ósjálfrátt mikil geðshræring, að Ari mágur væri allur. Ég kallaði hann yfirleitt Ara mág til að greina hann frá öðrum nöfnum hans í fjölskyld- unni. Það var fyrir ca. 40 árum sem ég kom fyrst í Skuld á Blönduósi. Þar tók á móti mér móðir og stór syst- kinahópur, þarna voru allavega 9 systkini stödd en þau voru 13 í allt. Þegar Ari heilsar mér segir hann: „Ari Arason, kallinn í Skuld.“ Þarna held ég að lýsingin hans sé nokkuð góð fyrir þá sem þekktu hann best. Ég vil þakka Ara samferðina í gegn- um tíðina og allar heimsóknirnar til okkar. Hann var einstaklega dugleg- ur að fara í bíltúr með móður sína meðan hún var og svo voru Nonni, Imma, Unnur og litla Ásta Valla oft með í för. Svo núna í seinni tíð voru þeir bræður Ari, Nonni og Kalli oft á ferðinni um víðan völl og komu þeir oft við hjá okkur í Grindavík. Fannst okkur hlýtt að fá þá í heimsókn svo glaða og káta með húmorinn alltaf meðferðis. Einnig var farið víða. Ég var að tala við hana Ástu Völlu síð- asta dag ársins og var hún að rifja upp vesturferðina á æskuheimilið mitt í fyrra sem og árið þar á undan. Það var mikið farið í skoðanaferðir og farið upp í fjall og tínd ber. Ógleymanlegar ferðir fyrir okkur og þá sérstaklega hana Ástu litlu og móður hennar, Unni Brynju. Það eru svo margar góðar og skemmtilegar minningar um hann Ara og gætum við búið til bók um þær en þær munu lifa áfram í hjörtum okkar allra. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég öllum ættingjum og vinum Ara samúð. Kæri Ari mágur, takk fyrir allt og góða ferð. Bergljót Ósk. Enn er höggvið skarð í systkina- hópin frá Skuld. Reiði. Það voru mín fyrstu við- brögð þegar mér var sagt frá andláti föðurbróður míns, hans Ara. Ekki voru samskipti okkar mikil í æsku þar sem hann var alinn upp á Blönduósi en ég á Selfossi en alltaf fórum við fjölskyldan norður á hverju sumri. Fyrst man ég vel eftir honum sem miklum töffara með sítt hár og alskegg alveg eins og útilegu- maður. Seinna urðu samskiptin að- eins meiri þegar hann var kominn suður og farinn að mennta sig. Þá hitti maður hann oftar og ekki þótti honum tiltökumál að lána frænkum sínum frá Selfossi bílinn sinn á rúnt- inn í Reykjavík þó svo við Inga systir hefðum aldrei keyrt í Reykjavík og værum nýlega komnar með bílpróf. Hittast fyrir noðan, tjalda í Skuld, fara að veiða. Alltaf nennti hann að taka þátt í því sem við systkinabörn- in hans vorum að gera. Hann og Kalli frændi á rúntinum á Suður- landinu, hitta þá í sumarbústaðnum hjá pabba og mömmu í Þjórsárdaln- um. Margt hefur leitað á hugann undanfarið og var það notaleg stund eftir kistulagninguna hans Ara að hittast í kjötsúpu heima hjá Unni á þriðjudaginn var. Kveð ég þig nú frændi og votta öll- um mínum ættingjum samúð mína, þó sérstaklega Unni og Ástu Val- gerði. Margrét. Ari Arason gegndi mikilvægu hlutverki sem forstöðumaður upp- lýsingasviðs Fiskistofu og skilur eft- ir sig skarð sem erfitt verður að fylla. Hann hafði yfirburðaþekkingu og yfirsýn yfir flest sem lýtur að tölulegum upplýsingum úr íslensk- um sjávarútvegi og var því öðrum mönnum hæfari til að svara fyrir- spurnum þar að lútandi. Hann hafði líka brennandi áhuga á þessari mik- ilvægu atvinnugrein og rekstrarum- hverfi hennar. Þekkti til þeirra manna og fyrirtækja sem starfa við veiðar og vinnslu sjávarafurða og kunni að rekja einstök mál langt aft- ur í tímann. Hann var því á réttri hillu í starfi sínu hjá Fiskistofu. En við, sem þar störfum, sjáum nú ekki einungis á bak mjög hæfum fag- manni, við söknum einnig góðs og lit- ríks félaga. Það var yfirleitt engin lognmolla í kringum Ara. Hann var bæði stór og sterkur og ekki síður kjarnyrtur. Hann hafði ákveðnar skoðanir, var ófeiminn að láta þær í ljós og gjarnan á gamansaman hátt, þótt alvara væri á bakvið. Ari hafði ríka kímnigáfu sem naut sín vel bæði í mæltu og rituðu máli. Létti það oft lund mína í amstri dagsins að lesa tölvupósta frá Ara um margvísleg málefni. Ari var skipulagður og afkasta- mikill í starfi sínu og hélt til haga samskiptum sínum við aðra í mik- ilvægum málum. Kom sér oft vel að geta flett upp í honum hvernig löngu afgreidd mál höfðu þróast og verið meðhöndluð. Ari ræktaði líkama sinn vel ekki síður en hugann, en fyrir rúmum tveimur árum fékk hann alvarlega áminningu frá hjarta- og æðakerfi sínu. Hann lét það ekki á sig fá enda ekki fyrir það gefinn að gefast upp fyrir neinu eða neinum. Hélt hann áfram að stunda líkamsræktina og það af svo miklu kappi að stundum þótti mér nóg um. Og það var í lík- amsræktarsal að hann féll niður og var allur, langt fyrir aldur fram, að- eins 54 ára gamall. Fráfall Ara er mikill missir fyrir okkur á Fiski- stofu, þó enn meiri skyldfólki hans og ástvinum. Við, starfsfólk Fiski- stofu, vottum þeim öllum okkar inni- legustu samúð. Þórður Ásgeirsson. Fallinn er frá langt fyrir aldur fram einn af mínum bestu vinum sem hefur verið mér samferða frá æskuárunum. Ég var barn að aldri þegar ég fyrst kynntist fjölskyldunni frá Skuld á Blönduósi. Þá fyrst man ég eftir Haraldi eldri bróður Ara, og síðan kynntist ég Ara og hélt vin- skap við hann alla tíð síðan. Ari var traustur maður og vinur vina sinna og gott var að leita til hans í lífsins ólgusjó. Saman unnum við ýmis störf á Blönduósi þ. á m. í skipavinnu. Ari vann svo hraustlega að eftir var tek- ið. Afl hans var mikið og var hann góður í kastíþróttunum sem hann stundaði áður fyrr. Vináttan hélst eftir að við höfðum flutt til Reykjavíkur. Það var oft glatt á hjalla, gripið í skák, málin rædd og skipst á skoðunum um heimsmálin og ekki vorum við nú alltaf sammála. Hressilegar göngur voru farnar á Esjuna og Úlfarsfellið svo eitthvað sé nefnt. Ari var bókhneigður og víðlesinn og átti auðvelt með að læra og lauk hann námi frá þremur skólum með glæsibrag. Það var mjög gott að leita til hans hvort sem það var varðandi nám, bókhaldið eða eitthvað annað. Hann sá ekki eftir tíma sínum varð- andi svoleiðis viðvik. Einnig ef veik- indi eða erfiðleikar komu upp þá var hann alltaf nálægur. Mér er ljúft að geta þess að þrem- ur dögum fyrir andlát Ara hittumst við fimm æskuvinir og snæddum saman góðan kvöldverð. Við skemmtum okkur við að rifja upp góðar stundir liðinna ára. Af nógu var að taka, skemmtisögur sagðar og glatt á hjalla. Menn skildu saddir, sáttir, og glaðir þetta kvöld og ákveðið var að endurtaka slíkan fund sem fyrst á nýju ári. Ekki grunaði mig þegar ég hélt heim á leið að þetta yrði í síðasta sinn sem við nyt- um samvistar við Ara. Endurfundir okkar verða aldrei eins og ætlað var vegna ótímabærs andláts hans. Ég er þakklátur fyrir okkar góðu kynni og vináttu og mun alla tíð búa að minningum um góðan dreng. Við Anna sendum eftirlifandi systkinum og öðrum ættingjum og vinum Ara okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Ara Arasonar. Einar Guðmundsson. Í fjöru frelsarinn stendur: Fylg þú mér. Og hafið í drottins hendur hraðaði sér. (Ingimar E. Sigurðsson.) Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sláttumaðurinn með ljáinn gefur engin grið og er sífellt á ferð. Ég kveð þig, kæri Ari minn, með mikl- um söknuði og sting í hjarta. Erfitt er að finna orðin og þau fáu sem á blaðið fara eru umflotin tár- um. Hafðu alltaf ljós í hjartanu fyrir þá sem snerta sál þína. Það eru manneskjur sem gefa líf- inu gildi í öllu sem þú gerir. Leyfum okkur að hafa opið hjarta og kærleik sem leiðarljós. Ljós er geisli alheimsins sem lýsir í gegnum myrk augnablik og gefur von. Ljós er einnig sú birta sem er innra með okkur öllum stundum og geislar orku til annarra. Hamingjan í lífinu felst í því að taka hlutunum eins og þeir koma til þín í þeirri vissu að allt líður hjá, bæði slæmu og góðu augnablikin. Tíminn er dýrmætur. Hann er núna. Njótum andartaksins og þess sem er okkur gefið í lífinu. Það sem er í dag og okkur er kært – verður ekki endilega á sínum stað á morgun. Í dagsins önn gleymum við gjarn- an því sem er okkur mikilvægast. Við erum stundum svo upptekin af því að fanga vindinn og elta hann að við ræktum ekki nægilega vel það sem stendur okkur næst og er okkur kærast. Það er staðreynd, miskunnarlaus en sönn, að enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur. Liðnar stundir koma ekki aftur. Enginn mannlegur máttur megn- ar að snúa klukkunni til baka. Okkur er skammtaður tími í lífsins bók. Nýtum hann vel. Við eigum að þiggja tímann sem gjöf. Án þakkar er gjöfin þér engin gjöf, því þú þiggur það eitt sem þú þakkar. Ari Arason ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 14.00. Inga Birna Magnadóttir, Steinn Bragi Magnason, Sunna Björk Þórarinsdóttir og ömmubörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA INGVARSDÓTTIR NORÐFJÖRÐ, til heimilis að Hrafnistu, áður Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík þriðjudaginn 30. desember. Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Ingi S. Guðmundsson, Sverrir Skarphéðinsson, Hólmfríður Þórhallsdóttir, Heiðdís Norðfjörð, Gunnar Jóhannsson, Jón Halldór Norðfjörð, Ólafía Kristín Guðjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.