Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 35
Samferðamenn okkar geta verið
uppspretta hamingjunnar og dýr-
mætur auður sem aldrei verður met-
inn til fjár.
Sjálf getum við gefið öðrum þenn-
an auð með framkomu og viðmóti.
Þennan auð gafst þú mér, Ari
minn.
Þú bjóst yfir hafsjó af fróðleik og
hafðir fastar skoðanir. Við skiptumst
oft á skoðunum og vorum ekki alltaf
sammála. Það sem varð þess
valdandi að samræðubrunnur okkar
aldrei þvarr, voru stór málefni, póli-
tík og kvótakerfið. Ari minn, mikið á
ég eftir að sakna þess að fá ekki þín-
ar skörpu athugasemdir í um-
ræðuna.
En ég trúi að sérhver einstakling-
ur eigi bikar og í hann fara tárin sem
við fellum á ævinni. Ekki aðeins
sorgartárin heldur einnig gleðitárin.
Í þennan bikar fer allt líf okkar og
reynsla – og þegar hann er barma-
fullur er tími okkar fullnaður.
Og hvort heldur við lifum langa
ævi eða skamma munum við búa í
húsi Drottins.
Frá eilífð til eilífðar. Öll höfum við
verið í dimmum dal. Þekkjum sárs-
aukann, sorgina og dauðann. Við það
myndast ósviknar mannlegar tilfinn-
ingar, sem móta líf okkar og mæta
okkur öllum á þeirri vegferð lífsins
sem við göngum. Harmabótin er sú
að treysta því að einnig í myrkrinu
og sorginni er Guð með okkur.
Guð yfirgefur okkur ekki, heldur
veitir styrk til að ganga áfram.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Ég kveð þig, kæri vinur, minning
þín lifir.
Brynja Magnúsdóttir.
Mikill jaxl er nú fallinn frá. Ari
Arason hefur sett stefnuna á nýjar
slóðir, að hinu óþekkta þar sem allir
enda, en hann lagði í sína ferð of
snemma, aðeins 54 ára. Ekki óraði
mig fyrir því þegar ég mætti til
vinnu hinn 22. desember, á afmæl-
isdegi sonar míns, að maður yrði svo
hressilega minntur á að það er að-
eins einn sem stjórnar því hversu
lengi við fáum að tilheyra þessu lífi,
og menn skulu því nota þann tíma vel
sem þeir fá. Kynni okkar Ara hófust
þegar hann var í Stýrimannaskólan-
um. Við kynni okkar komst ég fljótt
að því að þarna var drengur góður á
ferð, hrjúfur að utan en fínpússaður
inn við beinið, enda að norðan eins og
undirritaður, hann frá Blönduósi, ég
frá Akureyri.
Kom fljótt í ljós að Ari hafði mjög
gaman af því að tefla og var mikil
ákefð í honum við það, en honum
þótti ekki gaman að vera mátaður,
sem kom þó fyrir, og sagðist hann yf-
irleitt ekkert skilja í af hverju hann
væri að tapa fyrir manni sem kynni
ekkert í skák. En milli bekkja lágu
leiðir okkar saman sem stýrimenn á
ms. Esju hjá Skipaútgerð ríkisins yf-
ir sumartíma en þá vorum við að
undirbúa að geta haldið áfram að
mennta okkur. En eftir að Ari byrj-
aði að mennta sig hélt hann ótrauður
áfram þótt bakgrunnurinn í mennt-
un væri ekki mikill. Hann kláraði 3.
stig farmannadeildar Stýrimanna-
skólans og hélt síðan ótrauður áfram
í Tækniskólann og kláraði sjávarút-
vegstækninn. Hélt maður að hann
léti þar við sitja en svo var aldeilis
ekki heldur hélt hann áfram og klár-
aði hagfræði í Háskóla Íslands.
Eftir það hóf hann störf hjá Fiski-
félagi Íslands og síðan hjá Fiskistofu
þegar hún hafði verið stofnuð. Hann
vann þar til dauðadags, síðast sem
forstöðumaður upplýsingasviðs og
stóð sig afar vel. Hann var talna-
glöggur og góður að taka saman
margvíslegar upplýsingar um sjáv-
arútveg sem margir óskuðu eftir við
hann.
Ari var mikill að burðum og þegar
við sigldum saman hjá Skipaútgerð-
inni minnist ég þess alltaf þegar
hann leysti mig af á vaktaskiptum að
yfirleitt kom hann vel birgur af mat á
vaktina og þá voru sviðasultubitarnir
ekki af smærri gerðinni. Þótti okkur
báðum sviðasulta afar góð og hafði
kokkurinn orð á því að hann hefði
þurft að þrefalda skammtinn af
sviðasultunni eftir að við komum
þarna um borð. Í eitt skipti gerðum
við vélstjórinn mælingu á því hvað
sviðasultubitarnir hjá honum voru
þykkir, kom þá í ljós að á milli
tveggja brauðsneiða reyndist sviða-
sultubitinn vera 10 cm þykkur.
Það eru svo ótal mörg minninga-
brot sem leita á, en ekki verða sögð
hér, því Ari var ekki sú manngerð
sem langaði að tala mikið um sig eða
sitt. Ég kveð þig nú, Ari Arason, með
þakklæti fyrir allar þær stundir sem
við áttum saman í vinnu á sjónum og
síðan hjá Fiskistofu, stundum mörg-
um fundum á viku, en þau eru líklega
um 27 árin síðan við kynntumst. Þótt
þú sért horfinn að sinni veit ég að við
sjáumst síðar. Minning þín mun lifa
og erfitt verður að fylla þitt skarð
hjá Fiskistofu. Ég sendi aðstandend-
um Ara Arasonar mínar samúðar-
kveðjur á þessum erfiðu tímum.
Þórhallur Ottesen.
Við kveðjum í dag yfirmann okkar
Ara Arason með miklum söknuði.
Ari var góður yfirmaður sem gott
var að leita til og hann fann alltaf
lausnir á öllu sem við bárum undir
hann. Honum var mjög annt um hagi
okkar og fylgdist með okkur bæði í
vinnu og utan.
Okkar bestu stundir í vinnunni
voru á fimmtudagsmorgnum, en þá
voru sviðsfundir og þegar búið var
að fara yfir málefnin og fundartím-
inn ekki liðinn, var beðið um sögu-
stund hjá Ara, því hann sagði svo
skemmtilega frá, var orðhittinn og
mjög fróður um allt, hvort sem það
var mannkynssaga, stjórnmál, trú-
mál eða hvað eina og hafði hann
sterkar skoðanir á þessu öllu saman.
Missir okkar er mikill og með hon-
um farin gríðarleg þekking. Þökkum
við honum samstarfið í gegnum árin.
Við vottum fjölskyldu Ara okkar
innilegustu samúð og þökkum fyrir
að hafa fengið að kynnast honum.
Samstarfsfólk
á upplýsingasviði Fiskistofu,
Magnea, Þórunn, Sigurbjörg,
Guðbjörg, Anna og Jón.
Það var haustið 1985 að við Ari
Arason sæfari sigldum skipum okk-
ar samsíða inn í viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands, þá dokk
sem við útskrifuðumst síðan úr fjór-
um árum síðar. Við vorum báðir
nokkru eldri en aðrir nemendur, þó
ekki elstir. Ari leitaði á þessi mið af
svipuðum ástæðum og ég sjálfur,
hann leitaði svara við erfiðum spurn-
ingum sem hljóta að vakna hjá öllum
heiðarlegum mönnum sem rata inn í
villugjarnt völundarhús marxískra
fræða. Við tókum oft snerrur um
þrætubók díalektískrar efnishyggju,
stéttabaráttuna og hagsmuni öreig-
anna. Ákaflega gagnlegt var að ræða
við Ara, því hann var rökviss með af-
brigðum og jók á þekkingu sína jafnt
og þétt. Þetta var þó ekki það sem
mér þótti mest til um hjá honum,
heldur hitt, að hann var ærlegur í
öllu sem hann gerði.
Hann hafði unnið hörðum höndum
og hafði skipstjórnarréttindi og
vegna reynslu sinnar hafði hann öðl-
ast innsýn í líf venjulegs fólks, sem
margan skólahagfræðinginn skortir
svo tilfinnanlega. Þegar hann fjallaði
um hagfræði fór saman lifandi
reynsla og glögg þekking. Nú um
stundir verðum við vitni að orðræðu
um efnahagsmál, þar sem stundum
skortir annað hvort en oftast þó
hvort tveggja. Hann blaðraði ekki.
Undanfarin ár lágu leiðir okkar
Ara aftur saman. Hann vann sem
sérfræðingur í sjávarútvegsmálum
og leitaði ég mjög til hans þar sem
hann aðstoðaði mig við rannsóknir á
kvótakerfinu sem ekki sér fyrir end-
ann á. Sakna ég nú mjög vinar í stað í
þeim efnum. Einnig hagaði tilviljun-
in því svo að við urðum nágrannar á
Kleppsveginum fyrir nokkrum ár-
um. Hittumst við oft þegar hann
gekk og hjólaði sér til heilsubótar.
Ari sagði mér frá þeim illvíga sjúk-
dómi sem hann átti við að stríða og
þótti mér með ólíkindum, því hann
hafði jafnan verið mér sem fyrir-
mynd um hreysti og líkamlegt at-
gervi. En engin keðja er sterkari en
veikasti hlekkurinn.
Ara verður saknað sárt, ekki síst
nú á tuttugu ára útskriftarafmæli
okkar úr þjóðhagskjarna. Vensla-
mönnum og vinum Ara sendi ég sam-
úðarkveðjur nú þegar hann heldur í
sína síðustu sjóferð.
Guðmundur Ólafsson
hagfræðingur.
Fyrstu kynni okkar Ara voru upp
úr 1970 í sambandi við frjálsíþrótta-
mót. Ari keppti í kastgreinum fyrir
Austur-Húnvetninga og vakti
óskipta athygli allra. Ekki fyrir há-
vaða eða fyrirgang því hann var bæði
hægur og kurteis í allri framgöngu,
heldur líkamlega hreysti. Hann var
samanrekinn og stæltur og ekki dró
úr athyglinni síða rauða hárið sem á
þeim tíma náði niður á bak.Tuttugu
árum síðar jukust samskipti okkar.
Ari vann þá hjá Fiskifélagi Íslands
og í sama húsi var ég að hefja störf
hjá Fiskistofu. Þá var Ari hættur í
kastgreinunum, en tekinn til við rit-
störf og var m.a. ritstjóri Sjómanna-
almanaks Fiskifélagsins. Náið sam-
starf hófst síðan þegar Ari kom til
starfa hjá veiðieftirliti Fiskistofu.
Okkur samstarfsmönnum hans varð
strax ljós skörp greind Ara og yf-
irburðaþekking hans á allri tölfræði
varðandi fiskveiðar og fiskvinnslu
síðustu ár og áratugi. Sama hvar
borið var niður, afli í eitthvert veið-
arfæri í einhverri verstöð yfir vertíð
eða magn útfluttra afurða á tilteknu
tímabili, allt þetta vissi Ari nánast
upp á kg. Honum virtist nægja að
lesa texta eða renna gegnum töl-
fræðitöflu einu sinni. Allt virtist fest-
ast í minni hans. Þrátt fyrir að megn-
ið af sínum fróðleik öðlaðist hann
með lestri spurði Ari margs. Og hon-
um dugðu ekki svör sem byrjuðu á
„ég held“. Það lærðist því fljótt að
betra væri að segjast ekki vita svarið
en halda eitthvað.
Í öllum samskiptum var Ari ein-
staklega hreinskiptinn og hreinskil-
inn, jafnvel svo sumum þótti nóg um.
Á fundum bæði með samstarfsmönn-
um en einnig utanaðkomandi gestum
átti Ari það til að svara „kjánaspurn-
ingum“ með viðeigandi svari og
meinlegri athugasemd. Var þá nokk
sama hver í hlut átti, háir sem lágir
fengu sömu meðferð. Urðu margir
hvumsa í fyrstu, en það breyttist
fljótt við meiri kynni við Ara. Varð
Ari mjög eftirsóttur þegar gefa
þurfti álit eða upplýsingar um nán-
ast allt sem laut að fiskveiðistjórn-
arkerfinu og snerist um tölfræði. Má
með sanni segja að fáir hafi haft eins
yfirgripsmikla þekkingu á kvóta-
kerfinu og Ari, bæði tilurð þess og
sögu allri.
Í persónulegum samskiptum
fannst fljótt að Ari var mjög prakt-
ískur í alla staði. Tískuklæðnaður og
merkjavara var honum lítt að skapi.
Föt voru til að skýla fyrir vatni, vindi
og kulda. Það sama gilti um bíla, raf-
magnsupphalarar í rúðum voru þarf-
lausir að hans mati a.m.k. fyrir þá
sem voru með hreyfanlega hand-
leggi.
Ari var í alla staði afburðagóður
samstarfsmaður. Þó hann tranaði
sér lítt fram fór hann aldrei í felur
með skoðanir sínar. Hreinskilni hans
var okkur samstarfsmönnum hans
mikils virði. Það var einstaklega gott
að eiga skoðanaskipti við Ara um
fagleg málefni. Hin síðari ár eftir að
kynnin urðu meiri var ekki síður
gaman að ræða við hann um þjóðmál
og þjóðlegan fróðleik. Ari var víðles-
inn og var góður sögumaður. Glettni-
sögur af sveitungum og forfeðrum
Ara eru öllum sem heyrðu minnis-
stæðar.
Að leiðarlokum er Ara þakkað
samstarfið síðasta hálfan annan ára-
tug. Systkinum hans og fjölskyldum
þeirra votta ég einlæga samúð.
Guðmundur Jóhannesson.
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
frá Rauðuskriðu,
Byggðavegi 137,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn
5. janúar kl. 13.30.
Gestur Hjaltason,
Hulda Gestsdóttir,
Sigurður Gestsson, Kristín Kristjánsdóttir,
Hjalti Gestsson, Aníta Júlíusdóttir,
Sverrir Gestsson, Hrefna Óladóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær amma okkar,
HILDA MARIE MONTGOMERY,
Lancaster HealthCare Center,
Los Angeles,
lést á aðfangadag 24. desember.
Fyrir hönd annarra ættingja,
Jón Sveinbjörnsson,
Stefán Sveinbjörnsson,
Jónína María Sveinbjarnardóttir,
Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir.
✝
Ástkær fósturmóðir mín og systir,
ÁSGERÐUR EMMA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Efri Tungu,
Vesturbyggð,
lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar að morgni aðfanga-
dags 24. desember.
Útför fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn
10. janúar kl. 14.00.
Jarðsett verður í Sauðlauksdalskirkjugarði.
Marinó Thorlacius,
Halldór Kristjánsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SKÚLI AXELSSON
frá Bergsstöðum,
Miðfirði,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn
1. janúar.
Árný Kristófersdóttir,
Jónína Skúladóttir, Níels Ívarsson,
Axel Skúlason, Erna Stefánsdóttir,
Guðmundur Rúnar Skúlason, Hrafnhildur Svansdóttir,
Elín Anna Skúladóttir, Ari Guðmundur Guðmundsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
konu minnar, móður okkar, stjúpmóður, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÖNNU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR,
Þórhólsgötu 1,
Neskaupstað.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað fyrir alúð
og umhyggju í veikindum hennar.
Gísli Sævar Hafliðason,
Jón Rafn Högnason, Hansína B. Einarsdóttir,
Jóna Rebekka Högnadóttir, Þorgeir A. Þorgeirsson,
Pétur Hafsteinn Högnason, Vivienne Högnason,
Katrín Sól Högnadóttir, Jón Hjörtur Jónsson,
Kristján Tryggvi Högnason, Fjóla Karlsdóttir Waldorff,
Margrét Högnadóttir, Ríkarð Ó. Snædal,
Anna Sigurborg Högnadóttir, Michael Dahl Clausen,
Sigríður Högna Högnadóttir, Hjálmar Hjálmarsson,
Elín Guðrún Jóhannsdóttir,
Rósa Kristín Gísladóttir, Georg J. Júlíusson,
Ólöf Anna Gísladóttir, Grétar Hallur Þórisson,
Hafdís Hrund Gísladóttir, Pétur Húni Björnsson,
ömmubörn og langömmubörn.