Morgunblaðið - 03.01.2009, Side 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
✝ Þorsteinn Odds-son fæddist á
Heiði á Rang-
árvöllum 23. október
1920. Hann lést á
dvalarheimilinu
Lundi á Hellu 19.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Helga
Þorsteinsdóttir frá
Berustöðum í Ása-
hreppi, f. 23. ágúst
1890, d. 15. febrúar
1988 og Oddur
Oddsson frá Heiði, f.
28. desember 1894, d. 6. apríl
1972. Þorsteinn var elstur fimm
systkina en hin eru: Guðbjörg, f.
23. desember 1921, d. 20. mars
2008, Ingigerður, f. 28. mars
1923, Árný, f. 6. janúar 1928 og
Hjalti, f. 18. október 1934. Upp-
eldisbróðir Þorsteins er Grétar
Einarsson, f. 25. júlí 1940.
Hinn 2. október 1945 kvæntist
Þorsteinn Svövu Guðmundsdóttur
frá Kvígindisfelli í Tálknafirði, f.
1. júlí 1918, d. 21. mars 2001. Þor-
steinn og Svava eignuðust sex
börn, þau eru: 1) Ásta, f. 1. nóv-
ember 1945, d. 6. nóvember 1945.
2) Helga Ásta, f. 10 febrúar 1947,
gift Sigurgeiri Bárðarsyni, f. 16.
júlí 1943. Börn þeirra: a) Þor-
steinn Bárður, f. 6. september
1965, maki Dröfn Traustadóttir, f.
21. apríl 1968 og eiga þau þrjú
dóttur, f. 3. nóvember 1953, dótt-
ir Jónu Maríu og fósturdóttir
Reynis er Gerður, f. 10. júní
1976, maki Frank Thinesen, f.
28. maí 1974. 6) Oddur, f. 6. apríl
1960, d. 1. maí 2002, maki Lovísa
Björk Sigurðardóttir, f. 6. júlí
1961. Dætur þeirra eru: a) Hjör-
dís Rún, f. 27. apríl 1980, maki
Arnar Gústafsson, f. 14. sept-
ember 1980. b) Anna María, f. 9.
mars 1983, maki Bjarnfinnur
Ragnar Þorkelsson, f. 31. ágúst
1981. c) Kolbrún Eva, f. 21. sept-
ember 1995. Oddur og Lovísa
skildu. Seinni kona Odds var
Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 27.
febrúar 1974.
Þorsteinn vann á búi foreldra
sinna á Heiði framundir tvítugt
en þá fór hann í Bændaskólann á
Hvanneyri, var hann þar í tvo
vetur auk þess að vinna á skóla-
búinu að sumarlagi. Þorsteinn og
Svava byggðu nýbýlið Heið-
arbrekku úr landi Heiðar og
bjuggu þar til ársins 1991 er þau
fluttu að Hellu. Þorsteinn vann
einnig að jarðræktarstörfum, hjá
Sandgræðslu ríkisins sem síðar
varð Landgræðsla ríkisins, við
smíðar og fleiri störf er til féllu
með búskapnum. Þorsteinn var
virkur í félagsstörfum og vann
þá aðallega að félagsmálum
bænda. Eftir lát Svövu bjó Þor-
steinn áfram í húsi sínu til ársins
2007 er hann flutti á hjúkrunar-
og dvalarheimilið Lund á Hellu.
Útför Þorsteins fer fram frá
Keldum á Rangárvöllum í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
börn, Sigrúnu Lóu,
Magnús og Sig-
urgeir. b) Þórhalla,
f. 23. apríl 1968,
fyrri maður Óskar
Valgarð Arason, f. 2.
janúar 1961, dóttir
þeirra er Helga
Kristín, þau skildu.
Seinni maki Þór-
höllu er Haraldur
Guðlaugsson, f. 16.
maí 1962, börn
þeirra eru Ragn-
heiður og Þröstur.
3) Birna, f. 16.
febrúar 1955, gift Ólafi L.
Bjarnasyni, f. 14. ágúst 1952, d.
18. apríl 1998. Synir þeirra: a)
Freyr, f. 27. október 1974, maki
Kristjana Skúladóttir, f. 14. febr-
úar 1975. Börn þeirra eru Ólafur
Fjalar og Bergey. b) Örvar, f. 7.
apríl 1978, maki Elísabet Hall-
dórsdóttir, f. 7. febrúar 1980.
Börn þeirra eru Óliver Dór,
Emma Dís og Írena Dúa. c)
Andri, f. 1. október 1985, unnusta
Sigríður Ása Júlíusdóttir, f. 5.
september 1984. d) Bjarni Már, f.
29. janúar 1991. Seinni eig-
inmaður Birnu er Rúnar Þór
Bjarnason, f. 7. október 1956,
hann á þrjú börn, Vöku, Höllu og
Bjarna. 4) Þórhallur, f. 10. nóv-
ember 1957, d. 6. júní 1968. 5)
Reynir, f. 14. desember 1958,
kvæntur Jónu Maríu Eiríks-
Ég ætla í fáum orðum að minn-
ast tengdaföður míns Þorsteins
Oddssonar, fyrrverandi bónda á
Heiði á Rangárvöllum.
Steini eins og hann var jafnan
nefndur var bóndi af lífi og sál,
ræktunarmaður bæði á jörð og
skepnur. Hann átti góðan fjárstofn
sem hann lagði mikla alúð við enda
held ég að það hafi verið búgreinin
sem hann hafði mest yndi af.
Lengi fór hann í allar réttir sem
hann mögulega gat við komið,
bæði í sinni sýslu og annars stað-
ar, til dæmis í Árnes- og Skafta-
fellssýslu, einnig vestur í Borg-
arfjörð, hin seinni ár með
hjónunum í Hlíðarendakoti.
Sem ungur maður og á fyrri ár-
um búskapar vann hann mikið að
jarðrækt og sandgræðslu og þá á
dráttarvél á tenntum járnhjólum
svo nærri má geta að ekki hefur
verið þægilegt að sitja þetta tæki
langan vinnudag kannski vikum
saman, en aldrei var slegið af.
Þetta kom sjálfsagt fram á lík-
amanum síðar því mörg hin seinni
ár voru herðarnar afar stirðar.
Steini vann talsvert við smíðar
og eftir að þau Svava hættu bú-
skap og fluttu að Hellu fór hann að
gera upp gömul húsgögn, margir
illa farnir munir sem hann fékk í
hendurnar urðu að fínustu mubl-
um hjá honum.
Steini tók virkan þátt í fé-
lagsmálum bænda í sinni sveit,
fyrir þau störf var hann gerður að
heiðursfélaga búnaðarfélags Rang-
árvallahrepps. Einnig var hann
virkur í málefnum hestamanna um
margra ára skeið.
Steini var náttúrubarn af Guðs
náð, hvergi naut hann sín betur en
inni á öræfum og þá sérstaklega á
Rangárvallaafrétti þar sem hann
þekkti hvert kennileiti og var
óspar á að miðla af sínum fróðleik,
reyndar virtist vera nokkuð sama
hvert farið var með honum, að
minnsta kosti sunnanlands, alls
staðar þekkti hann örnefni og alla
bæi. Oft var hann leiðsögumaður
ferðahópa um Rangárvallaafrétt
og víðar.
Við áttum margar góðar ferðir
saman um óbyggðir með fjölskyldu
og vinum, þá var gott að njóta leið-
sagnar hans. Það var heldur aldrei
nein lognmolla í kringum hann,
alltaf einhverjar sögur sagðar,
bæði grín og fróðleikur.
Steini var félagsvera og naut sín
vel með öðru fólki, hann var sögu-
maður góður, margar góðar sögur
hafði hann á takteinum enda næm-
ur á skoplegu hliðarnar. Hann var
stríðinn prakkari en gætti þó hófs.
Að endingu vil ég fyrir hönd
fjölskyldunnar færa starfsfólki
Lundar á Hellu alúðarþakkir fyrir
frábæra umönnun, einnig hjónun-
um Oddnýju og Sveini í Gunn-
arsholti fyrir órofa tryggð og vin-
áttu sem var honum mjög mikils
virði.
Blessuð sé minning þessa aldna
heiðursmanns.
Sigurgeir Bárðarson.
Mig langar til að minnast afa
míns, Steina á Heiði.
Heiði er á Rangárvöllum, efri
hluta þeirra, í uppsveitum Rang-
árvallasýslu. Sveit sem hefur
byggst upp og brotnað niður í oft
ofsafengnum dansi veðurguða og
fjalladrottningarinnar, Heklu, sem
yfir sveitinni vakir.
Á Heiði höfðu kynslóðirnar á
undan afa mínum lifað, búið þar
sem skást fannst skjól fyrir sand-
rokinu. Þarna fæddist afi, ólst upp
og kaus að búa. Þar græddi hann
og bætti sitt land og líka annarra,
þá gjarnan í slagtogi með sand- og
landgræðslustjórunum og þeirra
liði. Nú er sjaldan sandrok á
Heiði.
Þorsteinn fékk nafn sitt (og
kannski ferðagleði) í arf frá afa
sínum á Berustöðum. Smíðina í
beinan karllegg frá bátasmiðnum
og afa Oddi Péturssyni, aðra þjálf-
un til verka af heimafólki á Heiði,
föður og fleirum. En hann fékk
líka að fara á Hvanneyri til náms,
þess naut hann alla ævi.
Þó Heiðartorfan væri afa kær,
þá þótti honum líka ágætt að
skreppa af bæ. Hvort heldur það
var stuttur túr á næstu bæi, niður
að Hellu eða að leiðsegja ferða-
mönnum um afrétti. Afi þreyttist
ekki á ferðalögum, hann endur-
nærðist.
Ég er fyrsta barn foreldra
minna, einhverjir töldu eðlilegt að
ég fengi nafn afa míns í arf. Það
gekk ekki eftir. En upphefð mín
var ekki minni því ég hlaut, að
sögn afa, nafn ágætis hrúts sem
hann átti.
Ég átti margar góðar stundir á
Heiði hjá afa og ömmu. Í minning-
unni leið svona hinn dæmigerður
dagur: Við röltum í fjósið, heyið
leyst og gefið, þá gefið í heima-
fjárhúsin. Morgunmatur, hálfar
brauðsneiðar, smurðar af ömmu.
Eftir morgunmatinn lögðum við í
ánn á Landróver, ekið fram á
brún, drepið á, kíkirinn upp, löng
þögn. Loksins sett í gang og ekið
niður á Sauðabakka (hvort heldur
undir var vegur eður ei). Þá var
matur hjá ömmu. Eftir matinn
lagði afi sig á beddann sinn og las
vel valda markaskrá úr safninu,
stuttur dúr. Eftir matinn þurfti
hann að skreppa niður að Hellu.
Ævi afa míns var ýmislegt ann-
að en eintómur dans á rósablöðum.
Hann fékk, ásamt ömmu, að reyna
þær þyngstu raunir sem á nokk-
urn eru lagðar, að missa börn. Það
var áður en orðið áfallahjálp var
orðið þjált í nokkurs munni. Létt-
ara reyndist afa að tala um flest
annað en lífsins þyngstu högg.
Grín og glens var honum tamara,
þó kannski væri grínið stundum
gríma.
Minning um glettni og grín,
gleði úr augum sem skín.
Geifla með stút,
gómurinn út,
grallarinn brosti til mín.
Afi var óstöðugur og fótalúinn
síðustu árin, en hugurinn bilaði
ekki. Minnið var gott, lundin létt
sem fyrr. Þá gerði hann upp gamla
muni, að því er á stundum virtist
út yfir hið mögulega. Þannig stóð
hann óstuddur við rennibekkinn
með flugbeitt járnin þó hann kæm-
ist varla að eða frá bekknum án
stafsins.
Afi hefur lagt aftur síðustu
markaskrána. Ég ætla að skreppa
fyrir hann á Hellu í dag.
Freyr Ólafsson.
Þá er Steini frændi búinn að yf-
irgefa þetta jarðlíf hér, níu mán-
uðum eftir að mamma dó, elsta
systir Steina, einu ári yngri en
hann. Hann var elstur fimm systk-
ina frá Heiði, orðinn 88 ára gamall.
Oftast nefndur Steini gamli af
mínum börnum og systkinabörn-
um. Steini var með meðfæddan
stríðnisglampa í augunum og oft-
ast var stutt í brosið. Þessa eig-
inleika hefur hann sjálfsagt fengið
í arf frá afa Oddi og ég er ekki frá
því að örfáir fleiri af Heiðarættinni
séu smástríðnir.
Þegar ég hugsa til baka um
frænda minn koma ýmsar skondn-
ar sögur upp, t.d. þegar mæðurnar
með spariklæddu börnin voru í
kaffi hjá Svövu. Á meðan manaði
Steini börnin til að hlaupa sem oft-
ast yfir stóran drullupoll á hlaðinu
á Heiði, eða þangað til að mæð-
urnar komu æpandi út en þá var
Steini horfinn. Eða þegar Steini
var við annan mann að fá sér kaffi
í Hellubíói og var einhverra hluta
vegna með stóra sprautu fulla af
vatni á sér. Rauk upp úr sætinu og
stundi upp að hann væri alveg að
míga á sig, hljóp að járnruslafötu
sem stóð við afgreiðsluborðið,
sprautaði vatninu úr sprautunni í
fötuna og þóttist vera að míga, á
meðan afgreiðslustúlkurnar horfðu
stjarfar á hann innan við borðið,
þá glotti minn víst á eftir.
Já, þetta er bara smásýnishorn
af sögunum af Steina, þær eru til
ótalmargar og þó að helmingnum
væri logið upp á hann er ótrúlegur
fjöldi sannleikanum samkvæmur.
Það var sérstök lífsreynsla að vera
í bíl með Steina sem bílstjóra því
ef hann sá rollur voru það þær
sem skiptu máli en ekki vegurinn
og það var ekkert verið að stoppa
til að sjá markið á þeim, bíllinn
endaði því kannski utan vegar eða
þá á hliðinni.
Fjallkóngur var Steini í mörg ár
á Rangárvallaafrétti og það var
mikil upplifun að vera með honum
þar. Steini þekkti hvern hól, tind,
poll eða þúfu með nafni og á þess-
um slóðum naut hann sín vel enda
oft fenginn sem leiðsögumaður
með fólk um afréttinn.
Steini var eiginlega löngu hætt-
ur að koma mér á óvart með sög-
um og uppátækjum sínum en
sannarlega kom hann mér á óvart
eftir að hann og Svava fluttu frá
Heiði og niður á Hellu. Ég kom í
heimsókn til þeirra í eitthvert
skiptið og þá sýndi Steini mér,
kominn á gamalsaldurinn, stoltur
forstofuherbergið sem hann var
búinn að gera að smíðastofu.
Steini var orðinn smiður, hann
var farinn að gera við gömul hús-
gögn o.fl. og hafði gaman af.
Já, lengi skyldi manninn reyna,
kannski ég gerist bóndi á gamals-
aldri eða bara prakkari að hætti
móðurbróður míns heitins.
Ég vil að lokum þakka og skila
þakklæti frá fjölskyldu minni til
Steina fyrir samfylgdina í lífi okk-
ar.
Ég veit að Steini fer sáttur til
Svövu sinnar og barnanna þriggja
sem þau misstu, sem og allra ást-
vina sem taka vel á móti Þorsteini
Oddssyni frá Heiði.
Einar Pétursson.
Kær vinur og félagi er látinn en
bjartar minningar um einstakan
mann munu lifa áfram í hugum
okkar Oddnýjar og sona okkar.
Margs er að minnast þegar litið
er yfir farinn veg, þrjátíu og fimm
ára samskipti okkar við sóma-
hjónin á Heiði, Svövu og Þorstein.
Reyndar hófust samskiptin þegar
Steini, eins og hann var jafnan
nefndur, bar Svein heim, tæplega
ársgamlan úr bíl sandgræðslu-
stjórahjónanna, sem fastur var í
forarvilpu í heimreiðinni, en Val-
gerður og Runólfur voru þá að
flytja í Gunnarsholt. Starfsævi
Þorsteins var helguð landbúnaði.
Þorsteinn byrjaði að vinna hjá
Sandgræðslunni árið 1936 og
vann þar öðru hvoru með bú-
skapnum á Heiði, með öllum fjór-
um sandgræðslustjórunum. Það
hefur löngum verið gæfa Sand- og
síðar Landgræðslunnar að hafa í
þjónustu sinni ósérhlífna og trúa
starfsmenn. Þar hefur verið að
verki sú framvarðasveit sem
ótrauð axlaði erfiði og baráttu við
óblíð náttúruöfl og lagði grunn að
betra og fegurra Íslandi. Í þess-
um hópi var Þorsteinn meðal
hinna fremstu. Hann var nemandi
Runólfs Sveinssonar á Bænda-
skólanum á Hvanneyri 1940-42 og
í virðingarskyni við Runólf og
Valgerði gáfu Svava og Steini
okkur land frá Heiði þar sem
hann aðstoðaði okkur við að
byggja bústað og rækta okkar un-
aðsreit.
Steini var einstaklega fróður
um sögu Rangárþings og kunni
ógrynni af sögum af mönnum og
málefnum. Hann var hafsjór af
frásögum um sérkennilega ein-
staklinga og hnyttnum tilsvörum
þeirra, sem því miður eru yfirleitt
ekki til á prenti. Hann skrifaði
greinar í tímarit og var manna
áreiðanlegastur um örnefni á
Rangárvöllum. Steini vann mikið
við markaskrá landsins á síðari
árum og margt var honum fleira
til lista lagt. Hann var stálminn-
ugur alveg fram á síðustu ár.
Steini gat verið stríðinn, en glað-
ur og hress í vinahópi. Margar
sögur sagði hann okkur af ótrú-
legum uppátækjum sínum þegar
hann var nemandi á Bændaskól-
anum og taldi dvöl sína þar hafa
verið með bestu árum ævi sinnar.
Að leiðarlokum er okkur efst í
huga söknuður og þakklæti fyrir
áralanga vináttu, drengskap og
samskipti sem aldrei bar skugga
á. Það var okkur mikill heiður að
fá að kynnast Steina. Öll voru þau
samskipti á einn veg, hann var
traustur félagi, hreinn og beinn
og vinafastur. Það voru forrétt-
indi að kynnast honum og minn-
ingin lifir um góðan dreng. Fjöl-
skyldur, ættingjar og vinir kveðja
nú mikilhæfan mann með söknuði
og þakklæti fyrir að hafa fengið
að njóta samvistanna við hann.
Við biðjum þeim Guðs blessunar
og vottum þeim okkar dýpstu
samúð.
Megi almættið sem leiðir okkur
og alla þá er hjarta þitt sló fyrir
varðveita þig um ókomin ár, kæri
vinur.
Oddný og Sveinn,
Gunnarsholti.
Þorsteinn Oddsson
Elsku afi, það er svo erfitt að
kveðja þó ég viti að það hafi
verið best fyrir þig og það
sem þú vildir. Það gerir það
líka mikið léttara að vita af
þér uppi í himnum hjá ömmu
Svövu og að þér líði vel. Mað-
ur verður bara að bíta á jaxl-
inn og bölva í hljóði. Ég veit
að við eigum eftir að hittast
aftur.
Ég á samt eftir að sakna
þín sárt þangað til.
Þín
Sigrún Lóa.
HINSTA KVEÐJA
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
FREYR MAGNÚSSON,
Ljárskógum 12,
Reykjavík,
andaðist á blóðlækningadeild Landspítalans
fimmtudaginn 1. janúar.
Soffía Jensdóttir,
Jóna Freysdóttir, Ásmundur Eiríksson,
Ásta Sóllilja Freysdóttir, Michael Johnston,
Stefán Freyr Michaelsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum
vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella
á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins
– þá birtist valkosturinn Minning-
argreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hef-
ur farið fram eða grein berst ekki innan
tiltekna tíma er ekki unnt að lof
ákveðnum birtingardegi.
Minningargreinar