Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 44
44 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Sudoku Frumstig 3 6 2 1 6 8 9 2 4 3 1 7 4 3 1 6 9 7 4 5 1 8 7 8 9 5 6 1 4 1 3 5 9 2 8 9 5 6 4 1 7 4 2 6 8 4 3 3 1 7 8 7 4 6 8 1 4 9 5 7 9 1 2 4 5 1 9 3 8 7 4 2 3 4 5 4 1 8 7 5 4 2 6 6 7 4 1 5 8 3 2 4 6 9 1 3 4 7 8 9 5 6 2 5 6 7 1 3 2 8 9 4 2 9 8 4 5 6 3 1 7 4 8 5 9 7 3 6 2 1 7 2 3 8 6 1 4 5 9 9 1 6 5 2 4 7 8 3 6 7 1 2 4 8 9 3 5 8 5 2 3 9 7 1 4 6 3 4 9 6 1 5 2 7 8 1 3 6 4 2 8 9 5 7 2 8 7 3 5 9 4 1 6 9 4 5 7 6 1 8 3 2 8 7 3 1 4 2 5 6 9 4 6 2 9 7 5 1 8 3 5 9 1 8 3 6 7 2 4 6 2 8 5 9 4 3 7 1 7 1 9 2 8 3 6 4 5 3 5 4 6 1 7 2 9 8 3 6 7 9 5 1 2 4 8 9 5 1 8 2 4 3 7 6 4 2 8 3 7 6 9 1 5 2 8 3 7 4 5 6 9 1 6 7 9 2 1 8 5 3 4 5 1 4 6 3 9 8 2 7 8 4 2 5 9 7 1 6 3 1 3 6 4 8 2 7 5 9 7 9 5 1 6 3 4 8 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverj- um 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. Í dag er laugardagur 3. janúar, 3. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð- ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Þegar kreppuárið mikla 2009rann upp fyrir Víkverja var hann nývaknaður, eldhress og út- hvíldur, eftir hófleg veisluhöld gamlárskvölds, vel fyrir hádegi 2. janúar. Víkverji var hress og vildi gera eitthvað uppbyggilegt, fara út að hlaupa jafnvel. Þegar ásjóna hans blasti við í baðherbergisspegl- inum, sver um miðbikið, varð hon- um hið fornkveðna ljóst. Það skiptir ekki máli hvað þú borðar á milli jóla og nýárs, heldur hvað þú borðar á milli nýárs og jóla. Þetta ætlar Vík- verji að hafa í huga og stefnir að sjálfsögðu á Reykjavíkurmaraþonið í ágúst. Ekkert minna. x x x Reyndar hafði það sem Víkverjilagði sér til munns á milli jóla og nýárs ekki hjálpað mikið til held- ur. Hangikjöt, rjúpur, hamborgar- hryggur, kalkúnn, lambakjöt og fleira, allt með tilheyrandi meðlæti og drykkjum. Ef tekið er nógu harkalega á því, sem er sjálfgefið, getur þessi hátíðarvika eflaust jafn- ast á við nokkra mánuði úr árinu hvað ofneyslu hitaeininga snertir. Eftirréttirnir settu líka sitt mark á vömbina. Ostakökur, rísala mand, súkkulaðikökur, ístertur og ótal- margt fleira. x x x En það er samt gott. Hvað hefurVíkverji svo sem við það að gera að vera í óaðfinnanlegu formi allan ársins hring? Er það ekki nóg að hann sé guðdómlegur á að líta frá því í apríl og fram í september, þegar nekt hans er með mestri tíðni opinberuð á ylströndum og sund- laugarbökkum? Jú líklega er það best að kroppurinn gangi í bylgjum eins og efnahagurinn. Eitthvað þarf stundum undan að láta í líkams- ræktinni, svo hægt sé að leggjast með góðri samvisku með kökudisk á maganum í sófann og láta fara vel um sig. Að sama skapi er nauðsyn- legt að taka við innblæstrinum frá baðvoginni í janúar og hugsa stórt. Í því felst líka ómældur sparnaður að láta tímabundið af ofáti á hverju ári. Skafl beygjattu skalli, þótt skúr á þig falli. Ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver ...teygja vel á kálf- unum eftir útihlaup. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 vitleysa, 4 stafns, 7 fæð, 8 gorta, 9 beita, 11 þekking, 13 velgja, 14 ólán, 15 hand- fang, 17 þungi, 20 á húsi, 22 svarar, 23 kjarr, 24 ákveð, 25 veslast upp. Lóðrétt | 1 aula, 2 kað- all, 3 bára, 4 þarmur, 5 bráðlyndur maður, 6 kona Njarðar, 10 rækta, 12 hóp, 13 sjór, 15 skjóta, 16 þefar, 18 hitt, 19 þvaðra, 20 óskað ákaft, 21 öngul. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sjálfsagt, 8 áttan, 9 angur, 10 afl, 11 arður, 13 afana, 15 hrúts, 18 kólga, 21 kol, 22 galli, 23 undum, 24 ágiskunar. Lóðrétt: 2 játað, 3 lúnar, 4 svala, 5 gegna, 6 rápa, 7 þróa, 12 urt, 14 fró, 15 hagl, 16 útlæg, 17 skins, 18 klufu, 19 lydda, 20 aumt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. e4 Rf6 6. Rc3 d6 7. Rc2 Bg7 8. Be2 Rd7 9. Bd2 a5 10. O-O Rc5 11. Dc1 h5 12. Hd1 Bd7 13. Re1 Rd4 14. Bf1 O-O 15. Bg5 Bc6 16. Rd5 He8 17. f3 b5 18. Be3 Rce6 19. Dd2 bxc4 20. Bxc4 Hb8 21. Kh1 Rb5 22. Hac1 Rc5 23. b4 axb4 24. Rxb4 Db6 25. Red3 Ra3 26. Bb3 Ba8 27. Rxc5 dxc5 28. Bxc5 Da5 29. Df4 e6 30. Hd7 Hf8 Staðan kom upp í ofurskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Nanjing í Kína. Armeninn Levon Aronjan (2757) hafði hvítt gegn Vassily Ivansjúk (2786) frá Úkraínu. 31. Hxf7! fljótvirkasta leiðin til sigurs. Framhaldið varð: 31…Hxf7 32. Dxb8+ Kh7 33. Bxe6 og svartur gafst upp. Hvítur á leik BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Leikhús fáránleikans. Norður ♠9752 ♥ÁG4 ♦ÁD8 ♣ÁKD Vestur Austur ♠ÁD4 ♠-- ♥KD83 ♥1072 ♦KG7542 ♦1096 ♣-- ♣G976542 Suður ♠KG10863 ♥965 ♦3 ♣1083 Suður spilar 4♠. „Takk fyrir talninguna í fyrsta slag,“ sagði vestur, fullur meinfýsni. Hann kom út með ♥K, sagnhafi drap og aust- ur lét TÍUNA til að sýna þrílit. Varla stórsynd með gosann í borði, eða hvað? Sjáum til. Sagnhafi fór í trompið og vestur sá í hillingum fjórða varnarslag- inn á ♠4, spilaði næst LITLU hjarta undan drottningunni og hugðist þannig byggja upp innkomu hjá makker sín- um. En hjartanían var í suður og sagn- hafi vann sitt spil fyrirhafnarlaust. „Þessar þakkir þínar eru óþarfar,“ sagði sagnhafi og tók upp hanskann fyrir austur. „Ég hefði bjargað mér með því að spila ás og drottningu í tígli og hent hjarta heima. Austur hefði aldrei komist inn til að spila laufi.“ „Og svo gastu dúkkað fyrsta slag- inn,“ sagði norður, sem líka vildi leggja eitthvað vitrænt til málanna. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig mun skila árangri á árinu. Verkefni hagstæð starfsframa þínum fara í gang. Reyndu að koma sem mestu í verk. (20. apríl - 20. maí)  Naut Finnst þér þú vera að bíða eftir réttu manneskjunni til að halda áfram upp á við? Þú getur hætt að bíða. Gefðu þér nægan tíma til að undirbúa hlutina. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú þarf ekki að gera neitt áber- andi eða meiriháttar til að falla í kramið. Fólk er yfirleitt í góðu skapi og það gerir allar samræður skemmtilegar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Maki þinn vill gera eitthvað á heimilinu sem þú ert ekki sáttur við. Hættu að telja árin, líttu í kring um þig og njóttu þess sem lífið hefur upp á að bjóða. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Ekki reyna að berja hlut- ina í gegn. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þér hættir til að vera of ráðríkur og þú þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en til sjálfs þín. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þér verður að öllum líkindum falin aukin ábyrgð sem verður til þess að þú verður í sviðsljósinu á næstu vikum. Tækifærin eru mótuð, skorin út, eða fundin upp. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Finnist þér að gengið hafi verið á rétt þinn skaltu sýna festu og rétta þinn hlut. Rólegt og yfirvegað yf- irbragð fleytir þér í gegnum tvísýnar að- stæður. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þér vinnst allt auðvelt svo þú átt ekki að eiga í neinum erfiðleikum með að fá þitt fram. Það er ekki auðvelt að vera hreinskilinn við vini. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert í skapi til þess að deila við einhvern í starfi. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli. Vinnan verður léttari ef fleiri leggja hönd á plóginn. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Reyndu að vera opinn gagnvart þeim nýjungum, sem þér eru kynntar. Hreyfing er holl og ekki skiptir mat- aræðið minna máli. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Fiskurinn verður að halda sínu striki. Taktu þér tíma til þess að kanna heilsuna og kippa henni í lag. Nú er rétti tíminn til að hefjast handa við heilsubót. Stjörnuspá 3. janúar 1597 Heklugos hófst „með stórum eldgangi og jarðskjálftum svo þar sáust í einu loga átján eld- ar í fjallinu,“ eins og segir í Skarðsárannál. Í tólf daga heyrðust „dunur með miklum brestum, álíkt sem fallbyssna- hljóð“. 3. janúar 1841 Þennan dag mældist hæsti loftþrýstingur í Reykjavík, 1058,5 millibör. Sama dag 92 árum síðar, árið 1933, mældist lægsti loftþrýstingur í janúar, 923,9 millibör. Munurinn er 134,6 millibör. 3. janúar 1948 Þýskur togari bjargaði fjórum skipverjum sem hrakist höfðu í nær átta sólarhringa á hafi úti á vélbátnum Björgu eftir að vél bátsins bilaði. 3. janúar 1969 Skinnaverksmiðjan Iðunn á Akureyri stórskemmdist af eldi. Morgunblaðið sagði tjón- ið gífurlegt og að um hundrað manns myndu missa atvinnu sína. 3. janúar 1990 Íslandsbanki hf. hóf starfsemi. Hann tók yfir viðskipti Al- þýðubankans, Iðnaðarbank- ans, Útvegsbankans og Versl- unarbankans. Síðar breyttist nafn bankans í Glitni. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… AFMÆLISDAGUR Kristínar Á. Ólafsdóttur, kennara og söngkonu, hefst í Reykholtskirkju þar sem hún fylgir ásamt Reykholtskirkjukór gömlum vini, Tryggva Tausen, til grafar. „Að því loknu held ég til Reykjavíkur þar sem ég verð í mínum innsta kærleikhring,“ segir Kristín og vísar þar til sinnar nánustu fjölskyldu. Dóttir hennar sem býr í London, kemur t.a.m. heim ásamt kærasta sínum til að vera í afmælinu. „Og það er náttúrulega með betri afmælisgjöfum að fá börnin heim.“ Veisluhöldin ættu heldur ekki að vera af verri endanum. „Ég á matreiðslusnilling að nafni Heiðu Björg Hilmisdóttur fyrir tengdadóttir og ég veit að hún á eftir að galdra fram ýmislegt til að gleðja bragðlaukana.“ Afmælin úr barnæsku eru Kristínu eftirminnileg. „Þau voru óhemju skemmtileg. Það voru alltaf leikin frumsamin leikrit sem urðu til á staðnum. Síðan á ég skemmtilega minningu frá fimmtugsafmæli mínu, en þá sló ég upp stórveislu sem í mættu á þriðja hundrað manns. Þar gat ég hoft yfir vinahóp og samstarfsfólk í gegnum eig- inlega allt mitt líf og það fannst mér vera óskaplega skemmtilegt.“ annaei@mbl.is Kristín Á. Ólafsdóttir 60 ára Í innsta kærleikshring Nýirborgarar Akranes Viktor Logi fæddist 24. ágúst kl. 7.46. Hann vó 2.825 g og var 49 sm langur. Foreldrar hans eru Lilja Ósk Kristbjarn- ardóttir og Sigurður Jón Björgvinsson. Húsavík Eydís Lára fæddist 2. september á Akureyri, kl. 13.45. Hún vó 2.575 g og var 49 sm löng. Foreldrar hennar eru Hjördís Þórey og Samuel James Munro. Danmörk Markus Máni Leó fæddist 27. júlí kl. 6.05. Hann vó 3.650 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Rakel Guðbjörg Magnúsdóttir og Davíð Egilsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.