Morgunblaðið - 03.01.2009, Side 47

Morgunblaðið - 03.01.2009, Side 47
Menning 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 EFTIR GEORG FRIEDRICH HÄNDEL Hátíðartónleikar á 250 ára ártíð G.F. Händel 3. JANÚAR 2009 kl.17 Flytjendur: Schola cantorum, Alþjóðlega Barokksveitin í Den Haag Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran Andrew Radley kontratenór Gissur Páll Gissurarson tenór Alex Ashworth bassi STJÓRNANDI: HÖRÐUR ÁSKELSSON Aðgangseyrir: 4900 og 3500 fyrir skólafók undir 25 ára aldri. MIÐASALA í Hallgrímskirkju, s. 510 1000, Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, s. 528 4200 og á list@hallgrimskirkja.is · listvinafelag.is Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 10-16 Kennsla hefst 12. janúar www.schballett.is Skattgreiðandi“ sem virðisttelja að raunverulegt nafnhans þoli ekki birtingu, fór mikinn í Velvakanda rétt fyrir jól með töfralausnir í opinberum sparnaði. Undir fyrirsögninni: Hvar á hið opinbera að spara? sagði hann: „Sleppum framlagi til Sinfóníuhljómsveitar – hún getur spilað á eigin forsendum og margir hljóðfæraleikarar eru að auki tón- listarkennarar. Útgjöld hljómsveit- arinnar hafa í mörg ár verið falin í fjárlögum til að almenningur sjái ekki hvílíkur baggi hún er á sam- félaginu. Þá er í lagi að sleppa öll- um fjármunum til leiklistar, lána leikurum Þjóðleikhússins húsið endurgjaldslaust án allra styrkja. Þjóðin vill láta heilbrigðisþjón- ustuna hafa forgang og getur al- veg verið án leikhúsa í nokkur ár. Þá ætti að skera niður framlög til allra svokallaðra „listgreina“, svo sem kvikmyndasjóðs, rithöf- undasjóðs, óperu o.s.frv. Þá ætti að loka Listaháskólanum, það er ótækt að verja opinberu almannafé til að framleiða sveitarómaga. Ef einhverjir „listamenn“ missa spón úr aski sínum er reynandi að setja þá á örorkubætur, það er ódýrara fyrir samfélagið.“ Alla jafna hefði ég ekki talið nafnlaus skrif svara- verð, en þar sem skattgreiðandi kýs að bulla um það sem hann ekki veit, eða skrökva gegn betri vit- und, og vega þar með að þeim stóra hópi Íslendinga sem ýmist hefur starf af listum og menningu, eða ánægju af því að njóta, er vert að rifja upp nokkur atriði varðandi menningu og fjármál. Kostnaður samfélagsins viðmenningu og listir er lægri en þær tekjur sem samfélagið hefur af menningu og listum. Þetta er ein- föld staðreynd, sem hefur á bak við sig vísindalegar, hagfræðilegar rannsóknir. Það ætti ekki að vera flókið að skilja það, en ef til vill erfitt fyrir „skattgreiðanda“ að meðtaka það og viðurkenna. Sá sem að baki rannsóknunum stendur er dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi stjórn- arformaður Viðskiptafræðistofn- unar Háskóla Íslands, formaður viðskiptaskorar viðskipta- og hag- fræðideildar sama skóla, deild- arforseti viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands og núverandi rektor Háskólans á Bif- röst. Niðurstöður rannsókna Ágústs voru kynntar árið 2001, bæði á opinberum fundum, í Morg- unblaðinu og í bók sem gefin var út um rannsóknina. Þessi sannleikur er því með öðrum orðum ekkert leyndarmál og hefði átt að vera „skattgreiðanda“ ljós fyrir löngu, hafi hann á annað borð fylgst með umræðunni í samfélaginu.    Í niðurstöðum rannsókna Ágústsá umfangi menningarinnar í ís- lensku hagkerfi kemur fram að menningin er arðbær og atvinnu- skapandi grein, sem stenst að fullu samanburðinn við aðrar atvinnu- greinar í hagkerfinu. Hún skilar meiru til samfélagsins í beinhörð- um peningum en hún kostar það, og þá eru þó ótalin önnur verð- mæti og þau sem erfiðara er að mæla. Tekjur ríkisins af menningu námu þá rúmum 2% af lands- framleiðslunni, sem á þeim tíma voru um 15 milljarðar króna, eða svipuð upphæð og hefðbundinn landbúnaður skilaði á sama tíma, meira en öll veitinga- og hót- elstarfsemi í landinu skilaði og talsvert meira en saltfiskvinnsla skilaði til samfélagsins. Hlutdeild menningarinnar í verðmætasköpun þjóðarinnar var þá mun meiri en samanlagt framlag stóriðjuverk- smiðjanna í ál- og kísiljárnfram- leiðslu. Segir þetta eitthvað um stöðu menningarinnar í íslensku samfélagi? Engin ástæða er til að ætla annað en að tekjur af menn- ingunni hafi aukist hlutfallslega á allra síðustu árum, miðað við mik- inn og stöðugan vöxt á öllum svið- um menningarlífsins.    Það ætti því að vera augljóst, aðþað að skera niður framlög til menningar og lista, eins og „skatt- greiðandi“ leggur til, er jafnframt niðurskurður á tekjum ríkisins. Varla þurfum við á því að halda í miðri kreppu. Auðvitað ætti miklu frekar að styrkja menningarlífið og efla, því ávöxtunin af því er góð, svo notað sé peningamál. Hin ávöxtunin af menningarlíf- inu, og sú sem erfiðara er að höndla með mælistikum – það sem mörgum finnst gefa lífinu gildi og gera það þess vert að lifa því, er svo aftur á móti afar áhugavert rannsóknarefni, og vissulega væri forvitnilegt að reyna að komast að því hvernig líf án lista og menning- ar væri. Engin leikhús, engin tón- list, engin myndlist, engar bækur, enginn dans, ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin dagblöð, engin tímarit, engar íþróttir, engar skemmtanir, engin bíó, engin ljóð enginn söngur. »Menningin er arð-bær og atvinnuskap- andi grein, sem skilar meiru til samfélagsins í beinhörðum peningum en hún kostar það. Menning Sinfóníuhljómsveit Íslands AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Menningin borgar fyrir sig Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR Ca- put verða í Iðnó, sunnudaginn 4. janúar klukkan 15.30. Þar verða flutt Grannmetislög eftir Hauk Tómasson við kvæði Þórarins Eld- járns í flutningi Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur mezzosóprans og fimm hljóðfæraleikara frá Caput, sem eru: Kolbeinn Bjarnason, flauta, Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Snorri S. Birgisson, píanó, Zbig- niew Dubik, fiðla og Sigurður Hall- dórsson, selló. Stjórnandi er Guðni Franzson. Einnig verður flutt Fía frænka eftir og í flutningi Herdísar Önnu Jónsdóttur og Steef van Oos- terhout Dóttirin vildi söng Haukur Tómasson hefur samið tíu lög við tíu ljóð Þórarins sem birtust í bókinni Grannmeti og ávextir sem kom út árið 2001. Lög- in verða öll flutt á tónleikunum en Haukur segist ekki útilokað að hann semji lög við fleiri ljóð í ljóða- bókinni. Það er þó ekki líklegt að hann nái því að semja lög við öll ljóð í bókinni en þau eru alls níutíu og níu. Skemmtileg saga er á bak við til- urð þessara laga Hauks en ung dóttir hans var hvatamaður að samningu þeirra. „Þetta byrjaði þannig að dóttir mín fékk þessa bók Þórarins,“ segir Haukur. „Ég var vanur að syngja fyrir hana þegar hún fór að sofa og svo ein- hvern tíma rétti hún mér þessa bók. Ég byrjaði að lesa upp úr henni og þá sagði hún: Nei, syngdu lagið. Þegar mér var stillt svona upp við vegg og átti að syngja ljóð- in þá bullaði ég bara upp úr mér. Útkomin var vissulega mjög mis- jöfn en ég fann alltaf taktinn og hann er fjölbreytilegur í þessum ljóðum. Þegar ég var búinn að finna taktinn sönglaði ég textann aftur og aftur þangað til lagið var komið. Ég útsetti lögin fyrst fyrir píanó og rödd en svo datt mér í hug að útsetja fyrir nokkur hljóðfæri og sýndi Caputhópnum og Guðrúnu Jóhönnu og þeim leist svo vel á að það var ákveðið að taka þau til flutnings.“ Söngvæn ljóð „Ljóð Þórarins í þessari bók eru flest mjög söngvæn,“ segir Haukur. „Þau eru líka mjög skemmtileg en ég var ekki beinlínis að reyna að semja húmoríska tónlist. Ég reyndi samt að láta tónlistina passa við andann og umfjöllunarefnið í ljóð- unum. Þetta eru mjög blátt áfram lög, það er auðvelt að syngja þau, flest eru frekar glaðvær og ég reyndi að útsetja þau skemmti- lega.“ Þegar Haukur er spurður hvort von sé á því að lögin verði gefin út á hljómdisk segir hann: „Ætli það sé ekki best að sjá fyrst hvernig lögunum verður tekið á tónleik- unum en þessi hugmynd hefur vissulega verið orðuð við mig.“ Glaðleg og blátt áfram lög Morgunblaðið/Golli Tónskáldið Haukur Tómasson sem- ur fyrir börn við ljóð Þórarins. Meðal þeirra laga sem flutt verða eftir Hauk Tómasson við ljóð Þórarins Eldjárns er Kusa kosin, en textinn er á þessa leið: Kusa var í kjöri til kúaþings í vor. Hún bjóst við feikna fjöri og fannst það ekki slor. Hún kveikti á frelsiskyndli og kosningu hún hlaut, varð uppvís svo að svindli og send með skömm á braut. Hundar hlógu og jusu en hestar sungu bí og þeir sem kusu Kusu kusu að gleyma því. Kusa kosin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.